Sestu nú hjá mér, lille skat!

Ég vinn á æðislegum stað - ef ég einblýni ekki of mikið á ákveðna aðila. Það kemur fyrir að ég verði þreytt á að lyfta fólki í 7.sinn upp í rúm/á klósettið/ í hjólastólinn; allt á 3 tímum, en með smá sögum og brosum með elsku fólkinu gleymist það fljótt.

Ég byrjaði þar sumarið 2009. Fékk margar ábendingar á að hjálpa ekki fólki of mikið þar sem þetta væri endurhæfingadeild og fékk svo í lok ársins formlega kvörtun yfir að vera of góð, þar sem ég væri í ákveðnu uppáhaldi hjá sumum! Ég tók mig á, vann vinnuna mína enn betur, en fékk ennþá komment um fína brosið mitt, og endalausa þolinmæði mína (þeir sem þekkja mig best þekkja víst hina hliðina mína) þannig þó ég fékk ekki alla mína útrás fyrir (of mikla) hjálpsemi þá var ég (næstum) alltaf sátt og ánægð eftir vinnudaginn. 

 Og jesús jón hvað ég hef lært mikið! Ég sem gat varla snert fólk og þorði varla að tala! Ég man eftir fáeinum atvikum þar sem ég hef stórlega íhugað hvort þessi vinna sé fyrir mig, en svo koma allar góðu minningarnar upp og ég er viss um að þetta sé þar sem ég á að vera næstu mánuðina allavega.

Yfir páskafríið vantaði að sjálfsögðu starfsfólk, og ég gerði mitt besta. Eftir langan erfiðan morgun og hlaup fram og tilbaka úr eldhúsinu yfir í borðstofuna þá kallaði einn íbúinn sem er með mikla heilabilun, til mín frá ganginum (hann situr stundum þar og borðar) :"Elsku lille skat, ekki vera svona leið! Komdu nú og sestu hjá mér, það er nóg pláss" - og benti svo í kjöltuna sína!

Ég og samstarfskona - sem sat við hliðiná manninum, brostum út í eitt, og ég þakkað fyrir gott boð, en yrði að eiga það inni hjá honum.

Sá dagur var ekki lengur erfiður, eða leiðinlegur. Eitt lítið komment fékk mig til að brosa restina af deginum :) ... og enn nokkuð mörgum dögum seinna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hehe ég fór bara að brosa

Júlíana (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband