Blóðug lestarstöð

Væri ekki svolítið skrítið ef ég færi að blogga á hverjum einasta degi ? Ekki gæti ég bloggað um hvað ég gerði á hverjum degi, þá væri það svoldið svona "copy/paste" dæmi

"Í dag vaknaði ég  ( ótrúlegt en satt ), eins og alltaf þá byrjaði ég á því að gera nesti handa eldri krökkunum og sendi svo þann elsta hjólandi ( í "góða veðrinu" ) í skólann. Stuttu seinna fóru hin 2 í útifötin og við þrömmuðum / hjóluðum fyrst í leikskólann hennar Snædísar þar sem hún var skilin eftir, og svo á vöggustofuna hans Eiðs. Eftir það fór ég heim og lagaði til í eldhúsinu, gerði svo ekki neitt þar til ég nennti að ryksuga. Um 2 sótti ég Eið, og svo komu allir aðrir heim um 4-5. Um klukkan 6 var borðað og krakkarnir í rumið um 8"

einmitt. Jujú þetta er reyndar ekkert alltaf svona, sérstaklega ekki þessa dagana þar sem Eiður litli er búin að vera veikur, og þá fékk Snædís að vera heima með mér og Eið. Við Snædís lærðum svo tekstann við Línu langsokk lag á meðan Eiður svaf ... horfðum svo líka á nokkur myndbönd af íslenskum disney lögum - og sungum með.

En svona var samt ekki dagurinn í dag, bæði það að klukkan er nú bara um hálf 11 og það er sunnudagur. Þannig enginn skóli, leikskóli eða vöggustofa í dag.

En eins og í gær og á föstudaginn þá ætla ég inn til Köben í dag =)
Í gær þegar ég kom inn til Kaupmannahafnar sá ég eitthvað sem ég í raun og veru vildi ekkert sjá. Fyrir framan eina lestarteina lá maður ( upp á "perrotinu", sem sagt ekki niðri á teinunum ) og það var BLÓÐ út um ALLT. Fyrst hélt ég að þetta væri róni, sem lá bara þarna ( samt voru löggur yfir honum ) en svo sá ég allt blóðið .. og forðaði mér bara í burtu. Stuttu seinna komu fleiri löggur og sjúkrabíll. Veit samt ekki enn hvað gerðist - kannski ég finni einhvers staðar frétt um þetta. 

Las svo líka í einhverju "fréttablaði" á föstudaginn með konuna sem var drepinn á miðvikudeginum. Eins og fyrst var sagt þá voru það einhverjir bílaþjófar sem drápu konuna. Á föstudaginn viðurkenndi 28 ára kærasti / maður 25 ára konunnar að það var hann sem drap hana og bílþjófarnir voru bara eitthvað blöff. Ógeðslegt.

Held ég fari að koma mér í sturtu og svo upp á lestarstöð =)  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband