Sviði

Getur einhver sagt mér hvað gæti verið að? ... Stundum vakna ég á nóttinni með svo mikinn "sviða" eins og undir húðinni á lærinu. ALLTAF er það hægra lærið - ég get ekkert hreyft löppina þegar ég vakna, því þá "svíður" bara meira. fáranlega fáranlegt að mér finnst.

Ekki segja mér að fara til læknis samt - ég nenni því eiginlega ekki, og ég er enn á lífi, þannig ekki eins og þetta sé mjög hættulegt.

Annars er ég enn að drepast í kálfunum eftir helgina ... ehm veit reyndar ekki alveg eftir hvað það er. Gerði örugglega einhvern skandal af mér sem ég man ekki eftir þó ég hafi nú ekkert verið að drekka um helgina ( annað en allt of mikið af coke light-i )

Ég og Eiður fórum til tannsa í gær. Eða það er að segja að ég fór með Eið... Tannlæknirinn er í skólanum hans Mána þannig við vorum bara samferða honum um morguninn, en svo þegar við vorum búin hjá tannsa þá vildi Eiður ekkert fara og sagði bara "ómáni" .. greyið Máni, að ég hafi bara skilið hann eftir í skólanum sínum - að Eiðs mati :P

En djö***** hata ég þegar maðru er að fara inn á einhverjar heimasíður - og það tekur 3 ár að komast inn. 

Eins og áðan þá var ég að fara inn á mína bloggsíðu ( þessa ) ooog svona var nýja "lúkkið" mitt í einhverjar leiðinlegar mínútur nýja lúkkið

Fallegt ha ? já ég veit ...

 

 

 

 

 

Ætla mér að skokka mér út í leikskóla og hente Eið .. vekja hann af sínum væra blundi örugglega ... hann er eiginlega alltaf ennþá sofandi þegar ég kem og sækja hann .. ætli ég fari svo ekki út í búð og kaupa jólakort ... svona áður en maður verður of seinn af því. .. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband