Fita og ókurteisi ?

Oooog nú langar mig að vita eitt.

Ég var í bænum í gær að versla jólagjafir - ef jólin væru búin gæti ég sagt frá því sem ég keypti, en þá hefði ég náttúrulega ekki skrifað "í gær". Ég þramma þarna um eins og FÍLL því ég er svo feit ( bíðiði - það er alveg ástæða fyrir þessari setningu ) og hlussast svo inn í H&M og aðrar skemmtilegar búðir. Þegar ég loksins kemst út um dyrnar, vegna fitu,  á H&M ( eftir að hafa verið þar í annað sinn) labbar upp að mér maður.

 

Ég held ég ætli EKKI að segja hvernig þessi maður var líkamsbyggður - kemur bara í ljós. Hann babblar eitthvað við mig, ljóshærðu feitu stelpuna, á þessu óskiljanlegu tungumáli, dönsku.
Fyrst horfði ég ( feita stelpan ) á hann og sagði svo "HVAD?" ( ekki samt þetta týpíska Jón Gnarrs "HVAD?" ) og hann endurtekur sig. .. svona varð okkar samtal:

"Undskyld, men kender du til her omkring"

Ja lidt, men jeg bør ikke her i KBH

Ok, men ved hvor man købe tøj for store piger.

Hmm nej det ved jeg ikke ...

Er du helt sikker? Køber tøj?

Hvad ( ég heyrdi bara ekki hvad hann sagdi nema thessi 2 ord sem eru strikud yfir ), undskyld men jeg har desværre kun boet her i Dk i 4 måneder så er ikke så godt til dansk.

Nåhh .. hvor kommer man så fra

Jeg kommer fra Island

Så du kender dig slet ikke til her i KBH. Jeg prøver at finde en butik hvor jeg kan købe tøj til store piger.

Jamen, jeg ved ikke om nogen butik.

Ja, men jeg prøver at købe tøj for en pige som har en stor mave som DIG

( omg ég vissi EKKERT hvad ég átti ad segja =S )

Ehm, du kan sikkert finde noget her i HM.

Hvorhenne køber du tøj

.. ég sagði ekki neitt

Oh, det er så svært at finde tøj for "fede"folk som os - ( og svo snerti FOKKINGS maðurinn "magann" á mér !!!!! )

 

Og ég labbaði svo bara í burtu ... en nú spyr ég.

Er þetta ókurteisi eða bara "biturleiki" í mér.  ég versla mér nú bara föt þar sem ég vil, enda ekki það feit að þurfa að fara lengur í sérdeild - sér búðir ( þó ég hafi þurft þess einu sinni :) )

Ég varð samt ekkert fúl á að hann sagði að ég sé feit - bara hissa. Þó ég sé feit, þá er enginn fíll ( lengur) og að mínu mati segir maður ekki svona við fólk sem maður hefur ALDREI séð, og þekkir ekki neitt til.

En ég varð samt frekar fúl þegar maðurinn snerti magann ( þó náttúrulega bara peysuna ). Hvaða andsk**** vitleysa var það ?

 Ég verð samt aldrei lengur fúl þegar fólk segir við mig að ég sé feit, það gerist líka afar sjaldan að ´fólk segi það við mig :) En ég verð samt alltaf jafn hissa þegar fólk sem ég þekki ekki neitt segi þetta við mig .. mér finnst meira í lagi þegar fólk í fjölsk. og vinirnar nefna það við mann .. enda gott að vita að þeim sé annt um mig ;)  ( og vilja ekki að ég deyji úr offitu ) 

Þetta minnti mig samt svo á "indæla" manninn sem ég því miður veit hver er, kom inn í sjoppuna sem ég var að vinna í og er að kaupa sér nammi fyrir ca. 500 kr. ( Frekar stór maður )

Svo horfði hann á mig og sagði:

"Ertu ólétt?"

" neinei, og hef nú ekki hugsað mér það næstu árin" ( var 15 ára )

" já ok, æji þú ert bara orðin svo feit- á miða við þegar ég sá þig síðast"

... aaaaah ! þarna langaði mig að fara gráta, enda fáránlega viðkvæm yfir því að vera svona feit. 

"jájá, enda var ég um 11 eða 12 ára þegar þú sást mig síðast"

... og þá fór hann að babla eitthvað um að hvað hann væri miður sín að hafa sært mig ( held það hafi nú samt ekkert sést á mér hvað mér sárnaði ) það hafi ekki verið ætlunin - "þó þú hafir nú samt fitnað svona rosalega síðan síðast"

Hann " já en er ekkert erfitt að vera svona feit? "

Ég horfði bara á hann, rétti þessum frekar feita manni blandípokann fyrir 500 kr. og afgreiddi næstu manneskju.

... en samt, í þessu tilviki þekkti ég manninn .. eða vissi allavega hver hann er. Og hann kom AFTUR ´fokkings sjoppuna, afsakaði aftur að hafa sært mig - en spurði mig nú samt hvort ég ætlaði ekki að fara í megrun.

 

Kannski maður taki bara þetta til sín .. svona 3 árum seinna og fari í alsherjar megrun ;D


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jahá... viltu fara til baka til Kaumannahafnar og finna þennan kall og biðja um heimilisfang... ég ætla að fara að berja hann! 

Fólk á engan rétt á því að kommenta á eitt né neitt... sérstaklega þegar það þekkir mann ekki! Báðir þessir kallar vissu ekkert hvort að þú værir búin að vera í megrunum eins og brjálæðingur eða ekki... eða hvort að þú værir með átröskun á alvarlegu stigi eða ekki! Ég þakka nú bara fyrir að þú sért ekki með átröskun... ég meina... hvað heldur fólk að það sé að gera? Hvað ef manneskjan væri í bata úr átröskun t.d.... svo kemur einhver með þetta komment... manneskjan myndi mjög líklega (99,9999%) fá átröskunina aftur og fara mjög djúpt út í það aftur... sem gæti endað með dauða!

Svona athugasemdir eiga engan rétt á sér! Hvort sem maður telur sig þekkja manneskjuna eða ekki! Það er ekki eins og fólk sem á við offitu að stríða viti ekki af því... og það þurfi þar af leiðandi að tilkynna því að það sé feitt!

Þú hefur náttúrulega misst þvílíkt mikið og er stolt af þér fyrir það! Og mér finnst hálf ótrúlegt að þessu maður hafi labbað að þér til að spyrja að þessu eins og þú ert núna! Urghh... þessi maður er nú heppinn að ég var ekki með þér þarna... ég hefði gjörsamlega misst mig og lamið hann af öllu hjarta!

Julie (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 20:12

2 Smámynd: Lena Ósk

hehe .. :D mér finnst annað ekki hægt en að hafa húmor fyrir sjálfum sér - í sumum tilvikum :) það er samt erfitt suma daga .. en maður er bara eins og maður er .. sem betur fer =)

Lena Ósk, 16.12.2007 kl. 20:13

3 Smámynd: Lena Ósk

Julie: hehe, nei ég hafði nefnilega ENGAN grun um að ég væri feit áður en þessi ( fyrri ) maður sagði mér það ;) ...
en já, sem betur fer er ég góð uppá svona komment, en eins og þú segir, maður hefði alveg getað verið í verra ástandi og tekið þessu illa :) / eða einfaldlega eins og þú segir með átröskununa .. 

Lena Ósk, 16.12.2007 kl. 20:21

4 identicon

Já... pfff... ég veit nú um fólk sem hefði ekki komið eins vel út úr þessu og þú gerðir!

Julie (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 20:37

5 identicon

sorry en mér finnst þetta bara ekki í lagi þó þú takir þetta kannski ekki til þín þá gerir maður það alltaf smá.. og mér finnst ekki í lagi að fara upp að einhverri manneskju og spurja hana hvar hún kaupir föt sem maður þekkir ekki neitt og hann hefði alveg getað spurt þig að þessu á marga þægilegri og kurteisari vegu!! þetta er náttúrulega bara ekki í lagi :* mundu bara að þú ert falleg eins og þú ert og þú skalt ekki fara í megrun af því einhverjir aðrir eru að koma með slæm komment :)

Tinna (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband