Og svo liðu jólin

..( ég get alla vega sagt þetta eftir ca 2vikur )

Bráðum er ég búin að eiga heima í danmörku í heila 5 mánuði! Og að sjálfsögðu líður mér eins og ég hafi komið hingað í gær - annars væri ég ekki að segja frá því og skrifa svo fallegt upphrópunarmerki á eftir því. Og á þessum heilu 5 mánuðum hef ég bara ekki afrekað neitt ýkja margt.  Annað en það að :

skemmta mér á götum Kaupmannahafnar,
kysst fólk á kaffihúsum ( og lestarstöðvum ),
farið á erótískt safn ( ég var næstum því búin að skrifa vaxmyndasafn ) EN í raun og veru voru samt nokkrar gínur þarna - þó þær hafi nú ekki verið úr vaxi.
Ég hef séð grilljón bíómyndir - heilar og hálfar þar sem ég var svolítið gjörn á því að verða allt í einu þreytt í miðri mynd,
saknað þess að vera í skóla
ég hef farið þó nokkrum sinnum í Tívolíið ( í sumar, Halloween og jól ),
eignast geðveikt flotta bílamottu
verslað alveg heilan helling af einhverju tilgangslausu drasli,
keypt ekki nema 5 pör af skóm - og er á leiðinni að kaupa annað reyndar,
eyðilagt hjólavagn
brotið nokkur glös ( reyndar bara 1 sem ég man eftir )
verið kúnni í IKEA
farið í nokkrar dýrabúðir
séð ógrynni af froskum
horft á íkorna ná í hnetur í næsta garði
þrifið fugla- og fiskabúr
hitt fólk af netinu
langað til útlanda ( nei ég bý EKKI í útlöndum )
saknað
hjólað, hjólað og hjólað
borðað of mikið af súkkulaði
tekið yfir 5000 myndir =O
eignast "brabra"
tekist að eiga blóm í meira en 2 mán
verið hrifin af manneskju/m
eytt helling af pening
eignast pening
farið í heimsókn
verið á hóteli ( þó ekki yfir nótt haha )
skrifað bréf
farið í keilu
átt 18 ára afmæli
keypt gjafir
talað ensku og þýsku ( þarf ég að taka fram íslensku og dönsku ?)
Verið veik
lesið eitthvað af bókum, tímaritum og myndasögum.
labbað um "alla" Kaupmannahöfn ( ekki úthverfin þó )
grátið af sársauka  
orðið sjálfráða og fjárráða =D
kitlað
liðið yfir mig
hlustað á tónlist
hlegið
farið til læknis
hitt fólk af netinu
keypt mér tölvu

.... og það sem ég hef gert mest af, og það versta ...

 

Eytt ALLTOF miklum tíma í fjandans tölvuna !

 

Að sjálfsögðu er þetta ekki allt sem ég hef gert, eitthvað fleira hlýt ég bara að hafa afrekað - en ég man bara ekki allt alltaf.  Eitt hefur samt líka gerst síðan ég flutti - verð alltaf lélegri og lélegri í íslenskri stafsetningu L ekki það að ég geti ekki skrifað íslenskuna lengur - nema núna þarf ég svo fáranlega oft að stoppa að skrifa og hugsa mig um hvernig sum orð eru skrifuð, hvort það séu 2 stafir eða 1 af hvorum, "n-in" og eitthvað fleira. EN þó get ég þakkað tölvu notkun minni fyrir að ég sé ekki lélegri en ég er :P ... þó ég efist um að ég gleymi allri íslenskunni ( skrifa ) einhvern daginn. Eða þó ....

Hvað hefur þú afrekað síðustu 5 mán ? ( eitthvað stórt - ekki þessa litlu atburði sem ég hef talið upp ;) )

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló! Þú skrifaðir "hitt fólk af netinu" tvisvar! Hehe! Em.... seinustu fimm mánuði er ég búin að vinna, læra og hlaupa! The End

Julie (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 18:35

2 identicon

Halló Lena!!!! Heyrðu... ég var alveg að fíla frímerkið þitt kvinde!!!!

Julie... sem er komin í BLOGGBANN fram að áramótum!!!! (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 06:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband