að láta sér leiðast ...

( skrifað í gærkvöldi/nótt, en sett inn í dag =) )  

Er ekki örlítið sorglegt að láta sér leiðast og spila minesweeper að kveldi annars í jólum. Ekki nóg með það heldur að hafa horft á heila seríu af ugly betty allan 2.juledag. ( þökk sé TV zulu ). Það er alltaf sagt að "skemmtilegt fólk" lætur sér ekki leiðast, það finnur sér bara eitthvað að gera. En ég vil meina það að þessi fullyrðing er bara ekki rétt. Þó að ég sé að lesa, prjóna, horfa á ugly betty, spila minesweeper - þá leiðist mér bara samt, þó ég sé að gera eitthvað.  Sem betur fer skilja amma mín og afi að mér leiðist - annars væri ég dauðans matur.

Maður verður fljótt góðu vanur - ég einfaldlega sakna þess bara að heyra í Mána, Snædísi og Eið, þó það væri bara til þess að segja þeim "nú hættum við að hoppa í rúminu" ;)  ( EKKI einu sinni detta það til hugar að nefna það hvernig þetta verður þegar ég flyt (frá þeim ))

En ég hafði nú samt hugsa mér að fara heim ( ekki til Íslands þó ) á morgun, um leið og amma er búin að vinna. Mér finnst nú samt svolítið sorglegt að hlakka til að fara heim, og þar af leiðandi frá ömmu og afa. En ömmur og afar geta ekki alltaf gert allt, og ég skil alveg vel að það yrði eitthvað skrítið ef þau ætluðu að reyna "skemmta mér" eins og þegar ég var lítil. Eins og þegar afi hoppaði með mig yfir læki í Garðabæ ... þau eldast víst, rétt eins og ég.

Annars hafa jólin verið góð. Fyrstu jólin ekki á Íslandi, og án fjölskyldunnar. Næstu jól verð ég pottó einhvers staðar í útlöndum, Íslandi eða öðru landi ( helst sólarlandi takk ). En jólin eftir það ( semsagt jól 2009 ) langar mig eiginlega hálfpartin að halda jól sjálf hér í danmörku, mig langar alla vega að hafa tækifæri á því að búa einhvers staðar þar sem ég get sett upp allt það fallega danska jólaskraut sem amma gaf mér þessi ár. Mér líður eiginlega eins og að hafa komist í gull, eins og maður er búin að tala mikið um litlu kravlenisse sem manni langar svo í ... og viti menn, amma mín á helling af þessum nisse myndum .. eða ætti ég að segja átti, svona þar sem ég læt hana vita fyrir nokkrum dögum að ég ætla að hirða þetta af henni?

Ég hefði þó viljað óróa safnið .. enda á hún alla Georg Jensen jólaóróana síðan 1984 ( fyrst óróinn kom þá ). En nei nei, pabbi minn er víst búinn að láta ömmu ( mömmu sína ) vita að hann ætlaði sko að fá þá ... ( hehe, hljómar svoldið eins og maður sé að eigna sér allt dót þeirra, en maður verður víst að vera fljótur að eigna sér það sem maður vill,það sem á sér sögu... áður en einhver annar tekur það, og ömmu og afa finnst það allt í lagi .. að ég held )

Eins og alltaf þegar ég er hjá ömmu og afa þá hef ég farið í gegnum öll þau albúm sem þau eiga, bæði frá því þegar þau voru lítil og svo þegar pabbi var lítill, og svo ég og mín systkini. Ég var nokkuð viss um að elsta myndin sem amma mín ætti væri mynd af henni og mömmu hennar. Ætli myndin hafi ekki verið tekin rétt eftir að amma fæddist, eða í september 1945. Svo rakst ég á aðra mynd, rammaða inn. Það sést ekki beint á myndinni að hún sé rosa gömul, en þó af tískunni má sjá að þetta er alla vega ekki síðan í kringum það ár sem ég fæddist. Á myndinni stendur lítil stelpa 4 eða 5 ára ásamt foreldrum sínum. Þar sem þessi stelpa er alveg dökkhærð vissi ég strax að þetta er sko ekki amma mín, enda hún með alveg ljóst hár.
Svo fékk ég að vita það að þetta er mamma ömmu, litla stelpan á myndinni. Þannig ætli þessi mynd sé ekki um svona 80-85 ára gömul. Ég fékk samt líka að vita að þetta væri nú ekki alveg elsta myndin sem amma mín á ... en ég hef þó ekki séð hinar myndirnar.

Eins og alltaf ... þegar ég skoða myndirnar hjá ömmu og afa tek ég alltaf nokkrar myndir sem mig langar að eiga.  ( jújú, ég hef fengið leyfi fyrir því ). Í þetta sinn tók ég eiginlega bara gamlar myndir af mér. Ein þar sem ég stend úti á verönd á Lækjarfitinni og er að setja varalit á mig .. ekki bara varirnar heldur allt andlitið :). 2 aðrar myndir eru líka frá Lækjarfitinni - önnur þar sem afi heldur á mér á hvolfi úti í garði, og hin þar sem ég ... er með afar fallegt hvítt yfirvaraskegg.
2 af myndunum eru af mér og ömmu þegar ég var um 19 mánaða, í fyrsta skiptið hér í dk. Á annarri af þeim myndum er ég í gömlu bílunum í tívolíinu. Mér þykir alveg ótrúlega vænt um þá mynd, því ég á fleiri myndir frá þessum bílum bara með öðru fólki í ( Systkinum mínum, Snædísi og Mána, pabba þegar hann var lítill ... o.fl.)

Svo eru 3 myndir frá Florida, ein frá ströndinni, ein frá mg eitthvað studio-i og þriðja frá hótel"íbúðinni". Myndin frá worldinu er ein af svona 10 næstum eins myndum, þetta voru svona lítil búðarhús ( samt ekki hægt að fara inn í húsin ) og ég bað ömmu um að taka mynd af mér fyrir framan hvert einasta hús, og alltaf er ég með sama yndislega "fallega" brosið.
Seinasta myndin sem ég tók svo er af Maríu með geðveikt blá augu ... kannski ég seti bara allar þessar myndir með inn í bloggið á eftir?

Og svo held ég að ég sé bara farin að sofa .... svo ég vakni einhvern tímann í fyrramálið og nái að laga svona smá til eftir mig inni í litla herberginu sem ég er í núna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband