Þá er það ákveðið ...

Hjúkrunarfræðin er það !

Ég er búin að vera velta því fyrir mér síðustu 4 mánuði hvað ég ætti nú að fara í í háskóla hérna í Danmörku, og ég held ég hafi bara ALDREI þurft að taka jafn stóra ákvörðun áður.

Í fyrstu var það læknirinn. Þegar ég áttaði mig á því að ég kæmist ekki inn nema kannski með að taka prófið fyrir að læra í Ungverjalandi þá fannst mér það ekkert nema glatað. Ágætur vinur minn minnti mig þá á alla ókostina við það að vera læknir og þar með langaði mig bara ekkert að vera læknir - ég var víst bara að hugsa um launin FrownBlush

Svo fór ég í það að hugsa að ég gæti nú alveg verið Hjúkrunarfræðingur - en nei .. það var víst ekki nógu gott fyrir mig. Það er ekkert súper vel borgað og bara leiðinlegt. ÉG var víst greinilega bara ennþá fúl yfir að komast ekki í lækninnJoyful

Ég skoðaði svo ALLT sem kennt er hérna í Danmörku sem tengist hjúkrun / lækna eitthvað, en fann ekkert sniðugt.  Það hentaði bara EKKERT mér Pinch oooog hvað geri Lena þá ? 

Ég tók mér smá "pásu" frá því að hugsa um skólann. Ætlaði bara að hugsa um eitthvað allt annað - og það tókst og vá hvað það var gott að hafa engar áhyggjur, ég hafði jú alveg 4 mánuði til að hugsa um þetta.  

1 mánuður leið og ég byrjaði að hugsa um þetta vandamál mitt aftur, en bara frá allt öðru sjónarhorni. Í hverju er ég nú best í út frá námi ? ... Tungumálunum, enda hef ég ótrúlega gaman að því að læra tungumál. Spænska og Enska - enskan myndi í raun henta mér mikið betur upp á allt, en mig langaði samt svolítið mikið í spænskuna. Ég hætti samt að hugsa um spænskuna stuttu seinna  .. og hélt mig bara við enskuna. Smile

Fyrir svona 2 vikum fór ég að hugsa enn og aftur ( enda STÓR ákvörðun - og því eins gott að hugsa sig vel um ) hmm .. kannski spænskan sé bara betri en enskan? Ég verð alltaf yndislega pirruð ef ég veit ekki hvað ég vil ... og þar sem ég passa mig að vera ekki pirruð við fólkið í kringum mig ( enda eiga þau það ekki skilið ) þá var ég bara enn meira pirruð út í sjálfa mig BlushUndecided

Ennþá í dag var ég pirruð - vita ekki neitt og búin að drepa vini mína úr leiðindum með að tala um þetta. Ákvað samt í morgun að í dag skildi ég gera eitthvað af viti í skólamálunum. Svo talaði ég við "björgunarmanninn" í dag - hana Júlíönu, sem bjargaði öllu.  Joyful ( Takk Júlíana mín Kissing )
Hún minnti mig á að mig langaði alltaf í hjúkkuna, að ég hefði svona nokkurn vegin verið búin að ákveða það. Í fyrstu var ég alveg nahhh ... en svo skoðaði ég skólana sem eru í boði og svona. 

Sko mig - fann bara þennan fína háskóla í Köben sem kennir hjúkrunarfræðina sem ég get farið í Grin þannig nú er það bara að klára umsóknina mína og senda hana .. og voila - allt klappað og klárt ! Cool 

Efast ekki um að þetta verði spennandi - ég get nefnilega bæði unnið hjá Rauða krossinum og Læknar án landamæra ... Ég hlakka allavega ótrúlega til að klára þetta ( ehm, maður ætti kannski að byrja fyrst Whistling ). 

En nú spyr ég ..
Ætli ég sé ekki bara fín í hjúkrunarfræðina?? - eitthvað alveg fyrir mig ? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

VEI VEI VEI!!! Þú átt eftir að finna þig þarna... ég er viss um það! Þetta er náttúrulega stór ákvörðun og ég er fegin með niðurstöðuna út frá því sem við töluðum um! Þetta verður frábært! Svo bara senda umsóknina og HÆTTA að hugsa um þetta því þá er það BÚIÐ! Svo verðuru Hjúkkamín! Haha!

Julie (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 22:38

2 Smámynd: Lena Ósk

gat verið að það væri eitthvað á bakvið þetta allt saman .. þú vilt bara að ég hjúkri þér svo þú getir sparað pening og sleppt því að fara upp á slysó !

Lena Ósk, 3.2.2008 kl. 23:26

3 identicon

Nei sko! Mér líst hrikalega vel á þetta :)
Alveg pottþétt rétti staðurinn fyrir þig :D Ef að þig vantar hjálp með umsóknina þá er ég hérna rétt hjá, hún er svo mikið vesen hehe..
BTW ég fer í viðtal hjá vöggustofu hérna rétt hjá á morgn, get ekki beðið! Þangað til þarf ég víst að einbeita mér að þessu blessaða fjarnámi..
Heyrumst! :)

Snæja (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 11:48

4 identicon

Lýst vel á þessa ákvörðun hjá þér Lena mín

Halldóra (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 20:43

5 identicon

Hæ lena mín mér lýst rosalega vel á þetta val þitt þú átt eftir að verða súper hjúkrunarfræðingur þú hefur svo margt í þér til að gefa öðrum og átt eftir að hjálpa hrikalega mörgum þurfandi í rauða krossinum og læknum án landamæra. En það sem kom upp í huga minn vegna þess að ég er í heilbrigðisgeiranum að þá verður þú að vera viss um að þú fáir leyfi hér á klakanum til að vinna sem hjúkka námin eru víst mismunandi eftir löndum. En annars þá er ég rosalega stolt að þekkja þig lena mín og þú valdir rétt að ég tel. Hlakka til að sjá þig Jóhann biður að heilsa og Anna og Kristbjörg koma í fyrramálið frá Florida.

Áslaug (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 17:23

6 Smámynd: Lena Ósk

Takk Áslaug mín :) Var búin að grennslast eitthvað smá fyrir um hvort hjúkku námið héðan sé viðurkennt á Íslandi  .. og flestir segja að það sé viðurkennt. En þar sem þú "minntir" mig á það þá mun ég reyna í þessari viku að fá algjöra staðfestingu á því - svo maður sé ekki að fara einhverjar villigötur.

hlakka ótrúlega til að hitta ykkur - bara 5 vikur núna

Lena Ósk, 5.2.2008 kl. 18:10

7 identicon

Ohhh Lena... ert það ÞÚ sem ert búin að hakka þig inní BlogCentral kerfið núna!? Allt í klessu!

Julie (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 15:29

8 Smámynd: Lena Ósk

já .. uss bara ekki segja neinum, fæ svo mikla peninga frá mbl blogginu fyrir að eyðileggja blog.central og því koma allir hingað ;)

Lena Ósk, 6.2.2008 kl. 16:47

9 identicon

Aaaaa... nú skil ég...

Ég sá nú við þér og hakkaði mig inn þarna líka og lagaði það! Múahahaha!

Julie (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 17:19

10 identicon

Julie (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 16:11

11 identicon

hahah .. búin ad sja thetta ádur .. Ívan sýndi mér thetta um daginn :P

Lena .. (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband