Helgin !

Helgin

Var svona nokkurn vegin búin að ákveða svolítið síðan að ég færi út um helgina – stelpukvöld. Ég, Petra, Quynh, Sonita, Mona og kannski Titta og nýja stelpan frá Mexico. Eitthvað breyttist það þó og á föstudaginn sagði ég við Petru að ég ætlaði bara að vera heima. Spara smá pening og sleppa því að drekka ... ( ég get það nú alveg .. eeen viljinn er ekki fyrir hendi ). OG kabúumm allt í einu komst ENGIN af þessum stelpum sem við ætluðum með þannig það var bara hætt við allt =)

Um 6 hrindi Petra .. haha =D alveg dýrka ég þegar hún tekur upp á að tala bara spænsku við mig, eeen ég skildi samt aðal atriðin sem voru. Li Ping ( ping pong ;D) Jamal, nýja kærastan hans og hún – GD í kvöld. Ohhh mig langaði svoooo að sjá nýju hans Jamal ( afhverju skrifa ég nýju – hann hefur aldrei áður verið með stelpu!) þannig það var bara ”oh ok, ætla ég komi ekki  líka”. Og Voilá – ég og Petra hittumst klukkan 10 á Hillerød st.

Löbbuðum eitthvað um Hilleröd því Jamal og Sushi ( hans ”nýjA” ætluðu ekki að koma fyrr en klukkan hálf ). Eitthvað um 10 yfir 10 hringdi Jamal og sagði að það hafi einhver yndislegur fullur gaur hrint Sushi á vegg :S þannig þau kæmu aðeins of seint. Við alveg í sjokki .. hann var nefnilega ekkert að segja neitt frekar frá þessu. Gerðum svo bara þetta vanalega – í Kioskið og kaupa tropical juice ( svolítið eins og tríó trópí ) og smirnoff milli! Og sátum svo bara hjá lestarteinunum og biðum eftir þeim.

Korter í 11 kom þetta yndislega fallega fólk! Hahaha ... ég var ekki viss hvort ég ætti að hlæja eða gráta þegar ég spurði hans nýju hve gömul hún væri. Tuttugu og fjögra takk fyrir – eeeeeen  hún lítur út fyrir að vera 35 greyjið =S Alla vega ekki jafn gömul Petru minni !

Kannski bara því hún var svolítið bólgin í framan .. eftir að gaurinn hrinti henni á vegginn hugsaði ég fyrst ... en ég komst seinna að því að svo var ekki. Nú er ég ekki beint þekkt fyrir að tala illa um fólk ( eða leiðinlega um það ) EN verð samt að segja að þessi stelpa var svo afbrýðissöm þegar Jamal var að tala við okkur að það sauð úr hausnum á henni, á milli þess sem hún brosti þessu ”fallega” fake bros ( fake bros eru aldrei falleg !)

Anyway! Fórum til HongKONG! Haha =D og hittum þar Li Ping sem var með 2 öðrum stelpum. Og hvað er málið með það það var eiginlega bara leiðinlegt nýtt fólk sem við hittum þetta kvöldið? Það var allavega voða lítið varið í þessa stelpur.

Fórum svo öll inn á GD eftir að ég þurfti í 100x að segja manninum HVAR á kortinu mínu kennitalan mín væri, og svo vildi einn dyravörður endilega gefa mér armband aaaalveg þangað til hann var minntur á að ég væri fædd ni og firs, en ekki seks og firs. Pff ... EN þar með hefur hann fattað að ég komst upp síðast án ”leyfis” þar sem þetta var sami gaurinn og þurfti því miður að henda mér út af þessum ágæta stað =s

En allt í lagi svosem .. neðri hæðin er ekkert síðri og svo kemst maður alltaf upp seinna um kvöldið með smá brosi ;) Klukkan var samt ekki einu sinni orðin 11 þegar ég hélt ENGU niðri lengur.( fyrsta sinn síðan ég byrjaði að drekka :])  Sat örugglega inni á klósetti ælandi STANSLAUST í svona 30 mín.... og þar sem yndis Petra bjargar mér ALLTAF fékk ég ekki að drekka meir það kvöldið .. eða það hélt hún.

Það var keypt Tequila á línuna – nema mér ... þar sem mér finnst það bara VIÐBJÓÐUR en sæti barþjónninn laumaði Ga-Jol til mín þar sem hann veit að ég drekk það ! :D oooog þar fór áætlun Petru. Og eina sem ég heyrði hana segja næstu tíma var ”LENA SODA!”  þó ég hélt alltaf áfram efitr að ég komst upp á efri hæðina að drekka vodka og cult( sem ég fæ pottó ógeð af )

Svo var kvöldið bara búið ( klukkan 4 ), því þá lokar fríbarinn. Þannig ég sat bara á spjallinu við eina stelpuna af barnum, oooog vá hvað ég var heilluð af brosinu hennar! Haha =D ekkert smá fallegt. Eitthvað um rétt fyrir fimm var bara ég og Petra eftir – ásamt her af strákum þannig að sjálfsögðu fer ég að spyrja hvar allir úr  ”okkar” hóp eru ..þá höfðu þau bara farið eitthvað um 3, og ekkert vrið að hafa fyrir því að kveðja og svona.

Við tíuðum okkur út um klukkan 5, en ég átti samt að fara og biðja um vatn fyrst á barnum. Og lucky me, fann ég ekki tíkall í brjósthaldaranum ( ehm .. veit nú ekki alveg afhverju ég ”fann” hann bara allt í einu ) og keypti því 2 skot af GaJoli =S ... ég var DREPIN af Petru þá .... :S hún drakk samt eitt af þeim, BARA svo ég myndi ekki deyja þarna inni.  ( ég fékk að vita það daginn eftir – ekki að ég muni eftir því )

Fórum svo á einhvern pizzustað. Man samt ekkert eftir því og get því ekki sagt að ég muni eftir að hafa fengið mér eitthvað að borða. En ef ég man re´tt eftir því sem Petra sagði þá var Amir og einhverjir fleiri þarna með okkur. Hittum vini amirs ( eeehm jájá .. það veit svosem enginn hver Amir er :P ) á stationinu. Oooog what to say ... ekkert afar spennandi hlutir sem gerðust þar en henni Petru tókst samt að eyðileggja sumt og ég var ekkert afar sátt við hana þá, en grínaðist bara með það =)

Af einhverjum ástæðum var ég komin í lestina á leið til Allerød – ég sem var viss um það að ég væri á leiðinni heim til mín! --- ekki til Alleröd.  En það þýddi víst ekkert að hætta við þarna þannig ég fylgdi bara með. Þegar við vorum komin á st. Í Alleröd fóru allir eitthvað annað nema ég, Petra, Amir og bróðir hans, greinilega var ætlunin að fara bara heim til Amirs þar sem við höfðum farið þangað áður og svona. En við settumst ( sátumst?) inn á waiting room þarna á stöðinni og eitthvað fór mér að leiðast þannig átti í hörkusamræðum um kynlíf við bróður Amirs .. skemmtilegt það. Og af einhverjum ástæðum talaði ég BARA ensku ( þó ég sé alveg aaaal talandi á dönsku! )

Oooooog svo bara gerðist EKKERT ! og við fórum 1 tíma seinna ( hahah verð nú samt að taka fram að þessi 1 tími var algjörlega tímaeyðsla í mér .. fyrir Petru og Amir ;) ) heim til foreldra Amirs. Greyjið þau að allir strákarnir komnir heim ( 4 bræðurnir, en bara 2 búa þarna ) og svo plús ég og Petra. Fórum inn í eitthvað herbergi OG hvern  sé ég þar! :O  Bróðir amirs sem ég var að tala við STEINSOFANDI í rúminu – sem ég átti að sofa í! Hahaha En já ... veitekki alveg hvernig hann fór að því að sofna svona fljótt þar sem ég sá hann svona 15 mín áður. Amir reyndi að vekja hann svo hann gæti drullast fram og sofið í sófanum svo við 3 gætum sofið þar inni. EN það gekk ekki að vekja hann þannig eldsti bróðir kom og vakti hann. Og við gátum farið að sofa! :D ( klukkan var svona ca. 8 )

Ég vaknaði svo klukkan 20 yfir 9 .. aaaalveg að pissa í mig en ætlaði engan veginn að þora fram en manaði mig upp í það svona 20 mín seinna. Og sem betur fer rakst ég EKKI á foreldra þeirra bræðra eins og um morguninn. Reyndi eins og ég gat að sofna aftur .. sem tókst um 11 og svaf þá í ca 40 mín.

Osman  - eða ekki .. kann bara ekki að skrifa nafnið hans ( bláeygði Tyrkinn ;) ) kom svo og sótti okkur um 1 og keyrði okkur út á stöð svo við kæmumst heim. Við ”looked like shit”  en ákváðum samt að skoða aðeins um og fá okkur eitthvað að borða í Hilleröd. Og engin smá þjónusta sem við fengum á þessum kebab stað ;D haha ...

Kom mér svo upp í strætó eitthvað um hálf 4 og var komin heim um 50 mín seinna og þá LOKSINS komst ég í sturtu. Dundaði mér svo bara við eitthvað til klukkan 8 þar sem var horft á Magi i luften sem er bara fyndinn söng þáttur með Robert Hansen ( sem er náttúrulega bara cool náungi frá Anja og Viktor ) og stuttu seinna var ég komin upp í rúm enda DAUÐþreytt.

 

Það var slappað af í ALLAN gærdag, enda lítið sem ég gat gert vegna þess að ég var að drepast úr Harðsperrum! :S En finnst ég samt vera orðin aðeins betri í dag, og á allavega ekki erfitt með að koma mér á fætur .. held ég.

Ætla allavega að skella mér á fætur og byrja daginn þar sem klukkan er rúmlega 7!=)

Eigið góðan dag og ekki missa ykkur úr spenningi því það eru bara nokkrir dagar til í að ég komi heim !

Lena sólarhringspartydýr! =O


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HAHA! þú ert snillingur lena mín!:D við verðum að hittast þegar þú kemur;)

Andrea (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 14:11

2 identicon

Já sæll

Julie (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 13:02

3 Smámynd: Lena Ósk

hahaha ... já sæl!?

Lena Ósk, 12.3.2008 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband