Sumar og sólarblíða - í Stokkhólmi, París og Berlín

Þó ekki sé kominn heill mánuður frá síðasta bloggi hef ég ákveðið að koma inn með smá fréttir, enda margt búið að gerast / breytast hérna úti síðan síðast.

Helsta er að plan mitt fyrir ferðalag hefur breyst rosalega. Fyrst núna get ég staðfest hvernig það verður, enda búið að kaupa alla miða nema miðann heim aftur til Kaupmannahafnar. Eitthvað verður ferðalagi stærri en ég gerði ráð fyrir frá upphafi - en það er bara enn betra! 

19. júlí tek ég lestina til Stokkhólms og þaðan held ég áfram til Ljusdal. Legg af stað héðan um hálf 6 leitið um morguninn og er komin í Ljusdal um klukkan 6 um kvöldið. Allt í allt 5 lestir ;

Héðan - Kaupmannahöfn, Kaupmannahöfn - Malmö, Malmö - Stokkhólmur, Stokkhólmur - Gävle, Gävle - Ljusdal. 

Hálftíma stopp í malmö og Gävle, og svo rúmlega klukkustund í höfuðborginni.

Þar búa svo 2 strákar sem ég gisti hjá, og fer svo aftur til Stokkhólms með lestinni um hádegi á sunnudeginum  20.júlí.  Þar mun ég svo hitta vin minn frá Brasilíu sem ég hef þekkt í 3 ár, en aldrei hitt  ( og nei, ég er ekki á leiðinni að láta drepa mig - þið megið sleppa þeim kommentum! ). Planið er svo að nota CouchSurfing og gista þar af leiðandi heima hjá "einhverjum" nóttina 20 - 21sta júlí. 

stockholm

21. júlí  höldum við svo til Parísar ( sem sagt ég og vinur minn ), um morguninn og ætlum að eyða 3 dögum þar. Ætlum líka að nota couchsurfing þar, erum bara að vinna í því að finna fólk sem við höfum áhuga á að gista heima hjá, og kynnast. 

paris

24. júlí fljúgum við svo aftur til Stokkhólms, lendum þar frekar snemma, eða um 10 um morguninn. Höfum ekki enn ákveðið hvað við eyðum deginum í, ætli það komi ekki bara í ljós þann daginn. Flugið til Berlínar er svo 20 mín í 8 um kvöldið. 

og já það var ódýrara fyrir okkur að fljúga til baka til Stokkhólms, og svo til Berlínar

Berlin

Verðum allavega til 27.júlí í Berlín en erum svo að hugsa um hvort við eigum að fara til Munich eða ekki, kemur í ljós seinna. 

Þar sem ég hef ekki enn keypt miðann heim tiil Kaupmannahafnar þá er ekki alveg á hreinu hvaða dag það verður, geri samt ráð fyrir að það verði 29.júlí :)  

Ég get eiginlega ekki líst þvi´hvað ég er spennt, en á sama  tíma að drepast úr kvíða. Eiginlega bara útaf einhverjum fjandans væntingum sem maður gerir á sjálfan sig. Ég er líka svolítið smeik við að fara ein frá stokkhólmi í þennan hinn bæ ( 3-5 tíma lestarferð ) því ég þekki þá stráka ekkert of vel, en treysti þeim nú samt.  

 Ég er að vinna í því að klára að pakka öllu dótinu mínu núna, sjæsinn hvað ég á allt í einu mikið af dóti. Og svo tími ég ekkert að henda neinu - þannig það fer bara allt niður í tösku. Smá breyting á í fyrra samt þegar ég kom hingað; í þetta sinn eru öll fötin brotin saman - og svo ofan í tösku. Hef samt þó eytt dágóðum tíma í að flokka fötin - hvað ég ætla að nota í sumar, og svo hvað ég hef engin not fyrir. Sumt af þessu passa ég samt ekki einu sini lengur í - eeeen nei, vil ekki henda  Blush

Dyrehavsbakken  á morgun, og svo helgin heima hjá ömmu og afa. Ætla að eyða aðeins meiri tíma með Maríu svona áður en hún fer heim núna á mánudaginn. Ekki það að ég hafi ekkert verið með henni ; enda var hún hérna hjá mér eina helgina :) Fórum og hittum Petru á föstudeginum - og svo í Tívolíið á Laugardeginum. Mjög fín helgi. 

maría og lena

Engar nýjar upplýsingar um skóla eða húsnæði. Kemur allt í ljós í næsta mánuði.

Man heldur ekkkert annað fréttnæmt þannig læt þetta duga í bili - og kem svo með annað næstu 2-3 vikur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÞÚ ERT AÐ FARA AÐ LÁTA DREPA ÞIG! Hehe djók! Þú átt eftir að skemmta þér úggisslega vel!

Júlíana (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 16:24

2 Smámynd: Lena Ósk

Já ég veit - náttúrulega búið að plana jarðarförina nú þegar, eins gott að vera vel undirbúinn

eeen svona áður en ég verð drepinn - ætla ég að skemmta mér úggisslega vel ! :D  

Lena Ósk, 26.6.2008 kl. 18:26

3 identicon

Já um að gera, en ætlaðu ekki að fá þér kistuna sem við vorum að skoða á netinu um daginn? Þessa þarna með tölvuskjánum? Þú verður bara að vona að þú hálsbrotnir svo að þú þurfir ekki að eyða peningum í að láta laga skjáinn sem var á hlið!

Julie (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband