Lífstíll, önnur tilraun.

Eftir mikla umhugsun hef ég ákveðið að skrifa inn á þessa síðu um megrunina mína. - eða í raun engin megrun, bara nýr lífstíll ef svo má kalla. Held það myndi setja meiri pressu á mig að standa mig vel. 

Ég er ekki að byrja núna, búin að vera í stöðugum breytingum síðan í janúar á þessu ári ( - 13 kg )og þar áður var það frá (maí) ágúst til Desember árið 2006.( - 42 kg ) Ég bætti á mig einhver kíló árið 2007, en hefur tekist að taka þau af aftur og örfrá fleiri en það. Í heildina frá ágúst 2006 hef ég misst 46 kg. 

Held að flest allir sem þekkja mig vita að ég má alveg missa mörg kíló til viðbótar við það sem ég hef misst áður.  Fyrir fólk sem er kannski nýtt hérna inni ( sem hefur ekki lagt það í vana sinn að kíkja áður inn, eða fólk sem ekki þekkir mig ) þá hef ég líka ákveðið að taka það skref að koma með fyrir eftir myndir, og kílófjölda sem ég hef losað mig við. 

sept 2006Ég í september 2005. Bætti á mig 10 kg eftir að þessi mynd var tekin til maí 2006. 

 

 

 

 

 

 

2793284001_a32ba8a08d.jpg img_3766.jpg

Ég í ágúst 2008 á þessum tveimur myndum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og svo 2 aðrar myndir; önnur frá Sept 2006 og svo hin frá sept 2008 ( fann enga betri ) 

 l_55485558e66a101ffc6e505a44157c09ATgAAADSWZpQ9NIxMgFKP_Whh6fEZvVxTguIXUJTCnyWnUaPmevaSY7kZq8RmId0OTR5E-A1hRSMMDlLU67mml078wekAJtU9VBd4LeUnSpHMwgvmunjsm-S8u0Vmw

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nú ættu þið að hafa einhverja hugmynd um hvernig ég lít út í dag - og áður.
Líkt og flestir þá á ég mér 2 markmið frá deginum í dag; 

-4,3 kg fyrir afmælið mitt ( 16.nóvember )
-8,3 fyrir jól / áramót

Ég ætla ekkert að vera koma inn með þyngdina mína, en mun þó koma með inn hversu mikið fer af hverja viku - eða, ef svo leiðinlega vill til að það komi plústala :( 

Þegar ég byrjaði fyrst árið 2006 þá missti ég voðalega hratt ef svo má segja öll þau kíló sem ég missti. Eða um 42 kg á 8 mánuðum. Ég verð samt að viðurkenna að þó ég hafi kannski ekki að vera nota rétta aðferð þá dett ég oft í þá hugsun að gera það sama núna og áður, sem í stuttu máli var að borða eins lítið og ég gat yfir daginn og hreyfa mig MJÖG mikið - en þó án þess að verða eitthvað orkulaus, þannig ég get ekki sagt að ég hafi verið í einhverri hættu þannig það væri ekkert útilokað að fara aftur í sama farið - ef ég hefði agann. 

Í dag geri ég voða lítið annað en að borða hollt, reglulega og sleppa öllu sætindum ( kökum, snakki og nammi ) og það virkar ágætlega. Ég er enn að reyna að venja mig að drekka meira vatn, en er komin upp í lítra á dag sem er betra en ekkert. 

Held það sé voða lítið annað sem ég get skrifað hérna inn um nýjan lífstíl- þó ég sé viss um að ég sé að gleyma einhverju, sem kemur þá bara seinna inn. 

Frá einu í annað; 

Fyrir vini og fjölskyldu. Allt gengur rosalega vel með skólann og annað. Var samt smá fúl um daginn þegar það var stolið mat úr minni skúffu í ískápnum ( sameiginlegt eldhús ) en fékk afar góða afsökunabeðni frá þeim sem stal matnum og fékk svo gos í staðinn frá honum ( haha,... góður andi hérna á ganginum ).
ÉG er enn að reyna að koma mér upp rútínu með skólann, tekur mig alveg rosalega langan tíma að komast yfir allt það lesefni sem ég á að lesa - en held þetta verði bráðum betra þegar ég er orðin vön að lesa svona mikið á dönsku.
Er ekki enn komin með neitt inn í herbergið mitt nema bara rúmið sem Ívan og fjölsk eiga reyndar. Stefni á að kaupa mér skrifborð og skrifborðsstól sem fyrst svo ég geti vanið mig á að hafa almennilega læriaðstöðu hérna heima þar sem ég endist ekkert voða lengi á gólfinu - og svo verður mér alveg ágætlega illt í bakinu á að sita í rúminu og læra - sem er síður en svo að gera sig.

Er að vinna í því að finna mér hjól þar sem mig langar að koma þeirri hreyfingu inn - og spara um leið peninga með lestinni. Tekur ekki nema 20  - 25 mín að hjóla í skólann, og 30 mín til að komast inn til Hovedbanegården sem er ekki svo slæmt. Myndi samt örugglega kaupa lestarkort í nóv - jan svona yfir köldustu mánuðina - og því ég á líka von á því að ég fari oftar inn í bæinn þann tíma.

Fékk línuskautana mína á sunnudaginn og hef verið að leita af góðum stígum til að línuskauta, hef samt ekki fundið neitt hérna í kring og held mér þá bara í hugsunina að fara inn á Amager strandpark þar sem ég er æðislega línuskauta pláss :)

Fór í fyrsta praktík dag í síðustu viku, alveg ágætt en samt ekkert til að hrópa húrra yfir þar sem ég var ekki að sjá neitt nýtt og allar þær sem fóru upp á spítala ( sem voru allar nema ég og ein önnur stelpa - frekar fúlt .

Annars ekkert nýtt frekar en fyrri daginn þannig læt nægja í bili :) 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að allt er að ganga vel hjá þér Lena Pena mín! Vona að þú farir nú ekkert í eitthvað rosalegt átak til að léttast, meiri líkur á að mistakast og þyngjast, líst miklu betur á það að breyta alveg um lífsstíl! Veist nú líklega mjög vel af hverju ég hef þá skoðun!

Sakna þín svo ótúlega mikið akkurta núna!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Júlíana (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 21:48

2 identicon

hæhæ Varð bara að kvitta til að segja þér hvað þú ert ótrúlega dugleg Ekkert smá mikil breyting á þér og þú lítur ekkert smá vel út

En gangi þér vel að halda þig í hollustunni og í skólanum. Hlakka mikið til að fylgjast með breytingunum í gegnum síðuna og svo auðvitað að sjá þig seinna þegar þú kemur á klakann

Kristín (Hraðbraut) (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 23:26

3 identicon

Ástin mín ég dýrka þig :*

Er svo að basla við þetta sama núna er ekki buin að borða sætindi í uþb 2vikur og líka buin að léttast :D

En þetta er Erfitt svo margar freistingar !

Ég  Þig 

Anna (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 23:39

4 Smámynd: Lena Ósk

Takk fyrir það :)

En já, freistingarnar eru ótrúlega margar - eiginlega alltaf of margar. Besta sem ég geri er að taka engan pening /kort  með mér þegar ég fer útúr húsi. Tek bara með mér kort á fimmtudögum því þá versla ég inn; og held mér við hollustuna :) ( spara spara spara ... ) 

Gosið er líka ógeðslega freistandi, en samt fínt núna því ég bara ekki efni á því þannig finnst ekkert svo erfitt að sleppa því - nema þegar mér er gefið gost þá er ég er ekkert að neita því, enda örugglega fínt í hæfilega magni ( giska að ég sé að drekka 1/2 l á viku ) 

og, Til hamingju með léttinginn Anna :) 

Lena Ósk, 18.9.2008 kl. 04:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband