couchsurfing pönnuköku partý! =D

Bara rétt til að láta vita af mér, og svo seinasta bloggið sem 18 ára :) 

Allt í fínu lagi hjá mér eftir miðvikudaginn, gengur samt ekkert að fá blóðþrýsting upp þrátt fyrir salt og rúsínuát og appelsínudrykkju. Þannig svimar ennþá rosalega þegar ég stend upp og ef ég stend kyrr.
Fer til læknis í næstu viku vonandi ( ef það er tími laus ) og vonast þá að neðri talan sé komin yfir 50, helst 55 ( var með 97/ 47 á miðvikudaginn ).

Ég held samt að núna þegar maður er meðvitaður um lágan blóðþrýsting þá taki maður mikið frekar eftir einkennum heldur en áður – þannig að líðan gæti verið sú saman, maður vissi bara ekki ástæðuna áður og var því ekkert að kippa sér upp þó svimi og ógleði væri til staðar.

Ætla kaupa járn töflur í næstu viku og vona svo að náladofi láti sig hverfa! Það er orðið frekar þreytandi að fá náladofa á hverjum degi og svona rosalegan sem neitar að fara strax, og hver á von á að fá náladofa í læri þegar maður stendur uppréttur? Ekki alveg að gera sig til lengdar.

Verð svo 23 ára á morgun – að mati nágranna. Heyri oft að minn rétti aldur passi ekkert við mig, og fæ alltaf ”gisk” um að ég sé að verða 23 ára? Svolítið óþægilegt að vera mikið yngri en það, þar sem vinir mínir eru allir eldri og svo kem ég og eyðilegg allt með að við komumst ekki inn á suma staði þar sem maður þarf að vera 21 árs, en iss .. núna þurfa þau bara að bíða 2 ár lengur :P

Skelli mér í pönnuköku partý í dag á vegum Couchsurfing, 80 manns búin að skrá sig! Verður spennandi þar sem þetta er haldið í ca. 40 fermetra íbúð eða svo .. Gerist reyndar sjaldan að allir mæta sem skrá sig, og svo  eru ekki allir allan tímann. Yfirleitt mæti ég um 5 leytið, til að hjálpa til og svona, en svo eru flestir á milli 7 – 10 um kvöldið.
Hef ekki ákveðið hvað ég ætla að gera í kvöld, bíð eftir að vinur minn hringi i mig. Töluðum eitthvað um að fara í partý, en ég held ég meiki bara ekki ógleði + svima + brjálæðislega háa tónlist og væri mikið frekar til í lítið partý í heimahúsi heldur en á einhverjum skemmtistað – kemur samt bara í ljós seinna í kvöld.

Skóli gengur vel, og ekkert breyst hérna heima, líður mjög vel og enn ánægð með nágranna ;) ( hahah kannski ástæða fyrir því o:- )  )

Þyngist svolítið þegar Anna var hérna, en léttist svo skuggalega mikið stuttu eftir að hún fór, 4,2 kg á 5 dögum =S Er alveg út í plús og mínus tölur, vona samt að geta komið inn með eina tölu helst fyrir jól allavega. Er samt ekkert í megrun núna, vil fyrst ná upp blóðþrýstinginum, passa mig bara á matarræðinu og svo get ég farið að passa mig enn meira þegar allt annað er komið í lag.

Nóg í bili – góða helgi! :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ góða skemmtun í partýinu. en ég vildi bara segja þér að lakkrís hækkar blóðþrýsting það er alveg viðurkennt og þeir sem eru með of háan blóðþrýsting mega ekki borða lakkrís. Prófaðu hann. bæó

Áslaug (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 11:18

2 identicon

Heheh ég hef bara ekkert þorað á viktina eftir að ég kom heim :P

Hélt áfram í einhverju nammiáti en er að passa mig núna :)

Anna (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband