ég, ég og ég ..

hef nákvæmlega ekkert skrifað hérna inn síðustu vikurnar og ákvað því að koma með smááá update.

Skólinn gengur bara venjulega. Þetta módul fer í tauga, maga / þarma og öndunarsjúkdóma og við búin að vera í eintómum verkefnavinnum. Minn hópur heldur svo 20 mín fyrirlestur 31sta mars og fer svo í viku lokapróf 1-8. apríl.
Ég kláraði dönskunámskeiðið mitt á mánudaginn. Hef verið að velta því fyrir mér lengi að hætta því mér finnst ég fá svo lítið út úr þessu + það er stórmunur á að vera svíi eða íslendingur að læra dönsku, ég á það allavega ekki til að skipta yfir í "mitt" tungumál í tímunum heldur píni mig að tala dönskuna. Fékk svo að vita frá auka kennara í gær að ég ætti ekkert að vera eyða peningunum í annað námskeið því ég væri orðin það góð, en gæti samt tekið smáá R æfingar af og til ( ég á MJÖG erfitt með að ná R-inu ). ... ég á samt sem áður langt í það að vera mjög góð!

Ég ákvað að fara til Úganda á næsta ári. Er í því að skrifa email og svona til að finna skóla úti sem er til í að taka mig inn - og senda mig í praktík. Ég mun örugglega fljúga til Kenýa og þaðan til Úganda - örugglega Kampala en ekkert alveg víst, en verð alveg pottþétt ekki í einhverju krummaskurði. Þetta er samt ekki fyrr en fyrst í apríl á næsta ári.


Mér leiðist ekki eins mikið núna eins og áður... Ég er byrjuð að sækja um einhverjar vinnur, fer í sund, kaffihús ( 3 kvöld í þessari viku! ) og svo skólinn bara. Ætla líka að eyða smá tíma í að læra Swahili - svona aðeins betra að kunna smá í tungumálinu þegar ég flyt út Smile

held það sé ekkert annað sem ég get sagt .. reyni að standa mig betur hérna inni á næstunni. ( oohh,ætli éghafi ekki sagt það áður! ) 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú gleymdir að segja frá því að þú ert að farast úr spennu yfir því að ég sé að fara að koma til Danmerkur í sumar!

Júlíana (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 02:05

2 Smámynd: Lena Ósk

pff, svoleiðis stórfréttir passa ekki inn í svona lítið ómerkilegt blogg :P

Lena Ósk, 12.3.2009 kl. 06:21

3 identicon

Nei segðu... það blogg verður sko skirfað með 42 í font og með slatta af upphrópunarmerkjum!

Júlíana (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 14:14

4 identicon

Ég fékk 10 í dönsku prófinu í enda febrúr af 19 krökkum í bekknum..

En hún sagði að ég væri hrikaleg í að sega R-ið og sagði að ég ætti að æfa mig betur heima.......Ég sagði bara að enginn gæti það í bekknum og þá sagði hún  að það skiftir þig engu máli hvað aðrir geta heldur hvað þú getur! Ég veit ekki einu sinni hvernig á að bera það framm!Og afhverju þarf ég að æfa mig og ekki hinir ?

AFHVERJU ÞARF LÍFIÐ AÐ VERA SVONA ÓSANGJART!!!

María (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 15:47

5 Smámynd: Lena Ósk

hahahah .. dramadrottningin !

lífið er ekkert alltaf sanngjarnt - þú lærir bara meira en hinir ef hún hefur ekki sagt þeim að æfa sig líka. Ég kann sjálf ekki að segja R-ið, væri mikið til í að kunna það :P En til hamingju með 10-una :) 

Lena Ósk, 14.3.2009 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband