Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Kostir ( og gallar )

 Jæja .. koma svo, endilega komið með alla mína kosti! Það er eiginlega ekkert lítið erfitt að finna marga kosti um sjálfa sigFootinMouth. Eina sem ég finn er "stundvís" því jújú, það á alveg við. En .. veit eiginlega ekkert fleira Pinch

þannig .. auðvitað spyr maður þá sem þekkja mann besti - vinina og vandamenn.

þannig koma svo ... hverjir eru mínir kostir? ( og jújú, ef þið vitið einhverja augljósa galla .. þá má alveg koma með þá líka Tounge ( eins og einhver þori því Wink )  

 

Lena Pena  

 


Kaloríufjöldi - gott að vita svona rétt fyrir jólin !

Maturinn sem þú borðar þegar enginn sér til hefur engar kaloríur - úff, þá má eiginlega segja að ég borða bara 1 máltíð á dag sem "telur" 

Þegar þú borðar með öðrum eru einungis kaloríur í matnum sem þú borðar umfram þau.  - en þarna minnkaði samt alveg rosalega talan  fyrir þessa einu máltíð - ekki eins og ég borði alltaf mikið mikið meira en allir aðrir :P 

Matur sem er neytt af læknisfræðilegum ástæðum (t.d. jólaglögg, heitt súkkulaði, rauðvín o.s.frv.) inniheldur aldrei kaloríur - ok, ég borða nefnilega ekkert án læknisfræðilegra ástæðna, læknirinn minn myndi nú allavega segja eitthvað ef ég hætti að borða. 

Því meira sem þú fitar þá sem þú umgengst daglega því grennri sýnist þú - kannski ég ætti að fara íhuga það að hætta að vera nísk og troða sælgæti og öðrum sætindum í vini og vandamenn ?

Matur (t.d. poppkorn, kartöfluflögur,hnetur, gos, súkkulaði og brjóstsykur) sem er borðaður í kvikmyndahúsi eða þegar horft er á myndband er kaloríulaus vegna þess að hann er hluti af skemmtuninni. - ég fer aldrei í "kvikmyndahús", þannig ekki eins og sá matur telji mikið :P

Kökusneiðar og smákökur innihalda ekki kaloríur þar sem þær molna úr þegar bitið er í þær. -  JEEEESSSS ! þá get ég borðað þær af lyst það sem eftir er ..

Allt sem er sleikt af sleikjum, sleifum, og innan úr skálum eða sem ratar upp í þig á meðan þú eldar matinn inniheldur ekki kaloríur vegna þess að þetta er liður í matseldinni.  - gott að vita, ef svoleiðis skildi gerast, en er nú samt ekki vön að sleikja eitthvað af einhverju.

Matur sem hefur samskonar lit hefur sama kaloríufjölda (t.d. tómatar = jarðaberjasulta, næpur = hvítt súkkulaði) - kaffi = Súkkulaði ... nú get ég borðað súkkulaði alla daga án þess að fá samviskubit !

Matur sem er frosinn inniheldur ekki kaloríur því kaloríur eru hitaeiningar - mmm ís ! =D

 


Sviði

Getur einhver sagt mér hvað gæti verið að? ... Stundum vakna ég á nóttinni með svo mikinn "sviða" eins og undir húðinni á lærinu. ALLTAF er það hægra lærið - ég get ekkert hreyft löppina þegar ég vakna, því þá "svíður" bara meira. fáranlega fáranlegt að mér finnst.

Ekki segja mér að fara til læknis samt - ég nenni því eiginlega ekki, og ég er enn á lífi, þannig ekki eins og þetta sé mjög hættulegt.

Annars er ég enn að drepast í kálfunum eftir helgina ... ehm veit reyndar ekki alveg eftir hvað það er. Gerði örugglega einhvern skandal af mér sem ég man ekki eftir þó ég hafi nú ekkert verið að drekka um helgina ( annað en allt of mikið af coke light-i )

Ég og Eiður fórum til tannsa í gær. Eða það er að segja að ég fór með Eið... Tannlæknirinn er í skólanum hans Mána þannig við vorum bara samferða honum um morguninn, en svo þegar við vorum búin hjá tannsa þá vildi Eiður ekkert fara og sagði bara "ómáni" .. greyið Máni, að ég hafi bara skilið hann eftir í skólanum sínum - að Eiðs mati :P

En djö***** hata ég þegar maðru er að fara inn á einhverjar heimasíður - og það tekur 3 ár að komast inn. 

Eins og áðan þá var ég að fara inn á mína bloggsíðu ( þessa ) ooog svona var nýja "lúkkið" mitt í einhverjar leiðinlegar mínútur nýja lúkkið

Fallegt ha ? já ég veit ...

 

 

 

 

 

Ætla mér að skokka mér út í leikskóla og hente Eið .. vekja hann af sínum væra blundi örugglega ... hann er eiginlega alltaf ennþá sofandi þegar ég kem og sækja hann .. ætli ég fari svo ekki út í búð og kaupa jólakort ... svona áður en maður verður of seinn af því. .. 


Blóðug lestarstöð

Væri ekki svolítið skrítið ef ég færi að blogga á hverjum einasta degi ? Ekki gæti ég bloggað um hvað ég gerði á hverjum degi, þá væri það svoldið svona "copy/paste" dæmi

"Í dag vaknaði ég  ( ótrúlegt en satt ), eins og alltaf þá byrjaði ég á því að gera nesti handa eldri krökkunum og sendi svo þann elsta hjólandi ( í "góða veðrinu" ) í skólann. Stuttu seinna fóru hin 2 í útifötin og við þrömmuðum / hjóluðum fyrst í leikskólann hennar Snædísar þar sem hún var skilin eftir, og svo á vöggustofuna hans Eiðs. Eftir það fór ég heim og lagaði til í eldhúsinu, gerði svo ekki neitt þar til ég nennti að ryksuga. Um 2 sótti ég Eið, og svo komu allir aðrir heim um 4-5. Um klukkan 6 var borðað og krakkarnir í rumið um 8"

einmitt. Jujú þetta er reyndar ekkert alltaf svona, sérstaklega ekki þessa dagana þar sem Eiður litli er búin að vera veikur, og þá fékk Snædís að vera heima með mér og Eið. Við Snædís lærðum svo tekstann við Línu langsokk lag á meðan Eiður svaf ... horfðum svo líka á nokkur myndbönd af íslenskum disney lögum - og sungum með.

En svona var samt ekki dagurinn í dag, bæði það að klukkan er nú bara um hálf 11 og það er sunnudagur. Þannig enginn skóli, leikskóli eða vöggustofa í dag.

En eins og í gær og á föstudaginn þá ætla ég inn til Köben í dag =)
Í gær þegar ég kom inn til Kaupmannahafnar sá ég eitthvað sem ég í raun og veru vildi ekkert sjá. Fyrir framan eina lestarteina lá maður ( upp á "perrotinu", sem sagt ekki niðri á teinunum ) og það var BLÓÐ út um ALLT. Fyrst hélt ég að þetta væri róni, sem lá bara þarna ( samt voru löggur yfir honum ) en svo sá ég allt blóðið .. og forðaði mér bara í burtu. Stuttu seinna komu fleiri löggur og sjúkrabíll. Veit samt ekki enn hvað gerðist - kannski ég finni einhvers staðar frétt um þetta. 

Las svo líka í einhverju "fréttablaði" á föstudaginn með konuna sem var drepinn á miðvikudeginum. Eins og fyrst var sagt þá voru það einhverjir bílaþjófar sem drápu konuna. Á föstudaginn viðurkenndi 28 ára kærasti / maður 25 ára konunnar að það var hann sem drap hana og bílþjófarnir voru bara eitthvað blöff. Ógeðslegt.

Held ég fari að koma mér í sturtu og svo upp á lestarstöð =)  


18 ára =)

Veit eiginlega ekki hvort maður eigi að trúa því sjálfur að maður sé orðin 18 ára gömul. Held það séu samt meira foreldrar mínir sem neita að trúa því :P

Þó það breytist kannski ekkert mikið, en þarf samt ekki að fá leyfi fyrir öllu núna ( ekki það að þau hafi verið mikið í því að banna mér hluti ). En þar sem þetta eru nú einu sinni foreldrar mínir, sem mér þykir ótrúlega vænt um,þá held ég að ég hætti ekkert að spyrja þau um hvað þeim finnst um mitt val, þó það gæti reyndar alveg verið að ég fari ekki alveg eftir þeim, þá er samt alltaf gott að vita hvort þeim finnist ég vera að gera rétt eða ekki. 

Átti ótrúlega góðan afmælisdag. Var samt svoldið mikið stressuð allan daginn .. þannig "gleymdi" að borða... en mér varð samt ekkert meint af .. að ég held ;)

Nenni samt eiginlega ekkert að hafa fyrir því að skrifa um það sem ég gerði :P 

 eða jújú ... get alveg sagt að ég fór inn til Kaupmannahafnar- og ætla aftur þangað í dag =) Ekkert lítil falleg borg svona á jólatímunum. Eins og í gær ... jóla coke cola lestin var þar ;D  og milljón manns að taa myndir .. þannig maður sá ekki bara ljósin á "lestinni" heldur líka flass úr myndavélum ALLS STAÐAR ! =D 

 Held þetta sé samt fyrsta afmælið mitt sem ég hef ekki fengið einn einasta pakka fyrir afmælisdaginn minn, eða á afmælisdaginn ...en fékk samt alveg 2 "gjafir" - pening =) ( sem gagnast rosalega vel ... inná lokaða reikningnum mínum. - eeeða nei, kannski opnaðist hann í gær ? en það skiptir svosem ekki .. enda lítið við hann að gera núna þar sem engin stórkaup eiga sér stað ( íbúð ))     

held ég fari að koma mér frammúr og hætta að skrifa einhverja þvælu hingað inn

 Eigið góða helgi =D 


Að berja fólk til dauða ...

Síðustu nótt gerðist sá atburður hér í Danmörku ( Kokkedal ) að það var ráðist inn í raðhús hjá pari og þar var ung kona barin til dauða. Milli 5 og 6 í morgun vaknaði svo maður konunnar og leit út um gluggann, stuttu seinna var hann barinn líka af þessum 2 mönnum sem börðu konuna.  " http://www.dr.dk/Nyheder/Indland/kriminalitet/2007/11/14/091048.htm"

Þetta er í annað sinn á rosalega stuttum tíma sem svona gerist hérna í dk, fyrr í vikunni eða síðustu viku var 19 ára stelpu haldið inní skúr og beitt ofbeldi. Sem betur fer náði hún að flýja eftir að hafa verið í skúrnum í nokkra daga. ( ef mig minnir rétt ) ( finn ekki frétt í augnablikinu um þennan atburð )

Kannski maður ætti að hætta að velta sér upp úr þessu öllu ... og vera meira varkár á öllu því sem gerist hérna.

_____________________________________________________________ 

 

Til hamingju með daginn Astrid Lindgren. Þessi yndislegi rithöfundur hefði orðið 100 ára í dag,   ekki nema 82 árum og 2 dögum eldri en ég.  Emil í Kattholti, Lína Langsokkur, Ronja Ræningjadóttir - ohh ég sakna þess að vera barn og geta horft aftur og aftur á þessar myndir. Enda sögur eftir snilldar rithöfund. Og ekki má ég gleyma "Bróðir minn Ljónshjarta", það var sko uppáhalds bókin mín þegar ég var yngri, og er enn ein af mínum uppáhalds. Man þegar pabbi las hana alltaf fyrir mig á kvöldin .. vorum svo frekar fúl þegar við föttuðum að það vantaði nokkrar blaðsíður í bókina, og því miður ekki önnur ljónshjarta bók til á bókasafninu.

( og þar sem ég er byrjuð að óska til hamingju þá á líka stelpa sem var með mér í grunnskóla afmæli ... efast um að hún lesi þetta .. En til hamingju með daginn Andrea . )

Frá einu í annað ...

Einhvern tímann var mér sagt að það er gott að sakna einhvers, því þá veit maður að maður á eitthvað sem maður getur verið stoltur/ ánægður af að eiga - þó það sé ekki beint til staðar þessa stundina.

Það er ekkert sjaldan sem ég hugsa til alls þess sem ég sakna á Íslandi. Í raun og veru segi ég samt alltaf að ég sakna einskis. En það er samt lygi. Það er nefnilega alveg heill hellingur sem ég sakna, og er líka ótrúlega ánægð að sakna einhvers á Íslandi, því það einfaldlegar sýnir að mér er ekkert alveg sama um það land sem ég er frá, og hef búið á fyrstu 17 og hálft ár ævinnar.

Á listanum mínum yfir því hvað ég sakna má finna vinina beint á eftir fjölskyldunni sem er efst á listanum. ( Þarf ég að taka það fram að besta vinkona mín telst þá með inn í fjölskylduna ? ).  Vatnið,  náttúran, veðrið, skólinn og svo eitthvað fleira.

Vatnið er samt frekar ofarlega á listanum. Heima hafði ég til dæmis alveg tækifæri á því að fara í sturtu og þurfa ekkert að hugsa um að ég ætti nú að fara flýta mér eftir mesta lagi 10 mín, og ekki má gleyma því að hérna í Danmörku er sjaldan sem maður sér baðkör - vegna kostnað vatns. ( Eða það að Danir vilja ekki þrífa sig upp úr sínum eigin skít eins og sumir segja, þó það sé nú ekki svo erfitt að skola af sér áður en maður stígur upp úr baðinu ;) )

Og Drykkjarvatnið, með stóru D-éi. Það er alveg drykkjahæft hérna úr krananum, en íslenska vatnið er samt alveg margfalt betra. Og það er þó svona í flest öllum tilvikum glært á "litinn". Þannig er það nefnilega ekki hérna í DK, veit ekki hvort það sé vegna kalks, en það er allavega svona eins og það sé búið að blanda smá mjólk eða eitthvað við, þannig það er svona smá hvítt líka. 

Náttúran. Jújú, mér hefur alltaf fundist Danmörk falleg, þó ekkert fjall sé, en það er samt ekki hægt að segja að það sé slétt land, alla vega finnst mér það ekkert svaka slétt þar sem ég bý. En heima þá er aðeins meira "úrval" af náttúru, hraun, gras, fjöll, sandar .. o.fl. Hérna er gras og tré, gras og tré, tré og gras, gras og tré og svo aðeins meira af grasi, og ögn meira af trjám.  Og svo malbik.

EN ég hef samt ekki hugsað mér að koma heim á næstunni .. til þess að vera. Gæti verið að maður komi í heimsókn samt.


 

Lena


Jeg vil i seng med de fleste ...

Sing Star

Fórum í SingStar í gær - og að Ívans mati vorum við að trufla fuglana :P eeen það skiptir samt litlu máli. Á þessum yndislega Singstar disk sem ég gaf þeim í afmælisgjöf er eitt alveg brjálað gott lag.

Jah, eða maður getur alla vega alveg hlegið að því. Þetta er svona lag sem maður finnur kannski á Youtube - einhver bara búinn að skemmta sér að mixa saman tónlist - EN nei, þetta lag er í Singstar.  ( Verður að lesa allan textan )

 Jeg vil i seng med de fleste

Det Brune Punktum

 Når jeg går rundt på mine bare tæer i haven
nyder jeg roser vel som tidsler
selv om det klæ'r mig godt med meget stramme bukser
så går jeg lige så tit i kjole

Det bliver en go' dag
jeg har en bred smag

Jeg vil i seng med de fleste
mænd og koner heste griser køer og får
Jeg vil i seng med de fleste
to på 30 og 1.g på Øregaard

Hvis jeg freksempel vil ha' spilledåsen luftet
så ka' jeg sove på terrassen
men jeg kan også spørge Søs om hun er med på
en sixty-niner på madrassen

Det bliver en go' dag
jeg har en bred smag

Jeg vil i seng med de fleste
mænd og koner heste griser køer og får
Jeg vil i seng med de fleste
dem med kraftigt, men også dem med sparsomt hår

Jeg vil i seng med de fleste
mænd og koner heste griser køer og får
Jeg vil i seng med de fleste
June og Petter og Ingrid inde fra Tjæreborg

Lige når jeg vågner ska' jeg næsten altid tisse
men jeg ska' også lave pølser
hvis jeg er sulten smø'r jeg tit en ostehørmer
eller en ørelægens natmad

Det bliver en go' dag
jeg har en bred smag

Jeg vil i seng med de fleste
mænd og koner heste griser køer og får
Jeg vil i seng med de fleste
Bent og Susse og alle dyr i Knuthenborg

Jeg vil i seng med de fleste
mænd og koner heste griser køer og får
Jeg vil i seng med hr. Nilsson
kendt fra TV og også fisens ejermand

 

 Þarf ég að taka það fram að við fengum ekkert mikið meira en 1500 stig - vegna hláturs ?

Fann því miður ekki lagið ( video-ið ) eins og það er í singstar á netinu - en hérna er samt eitthvað sem einhverjir strákar eru að fíflast með ( sama lag ) : http://www.youtube.com/watch?v=gltYe7FCtiA ;)


Killing / Kylling ... danska

Ætli það sé ekki kominn tími á nýtt blogg - þar sem það er kominn nýr mánuður og svona.

Búin að gera alveg heilan helling þessa vikuna - svona miða við aðra daga. Fór á mánudaginn inn til Kaupmannahafnar og ætlaði mér sko heldur betur að versla. Gekk ekki alveg eins og ég ætlaði mér og það eina sem ég keypti mér var hjúplakkrís ( íslenskur - frá nóa =D ) og fanta pineapple ( sem er ekki ennþá seldur heima á íslandi - þar sem ég var örugglega sú eina sem fílaði þennan drykk ). og fór svo á McDonalds með Eið. Keypti svo lestarkort ( klippekort ) til að komast heim aftur.

Dagurinn var samt fínn í heild sinni, fyrir utan þessa grenjandi rigningu sem var allan daginn. Fyrsti dagurinn sem rignir svona mikið síðan ég flutti hingað- minnir mig. Svo leiddist mér líka svolítið að þurfa að standa með kerruna ( ekki að ég hafi þurft að halda á henni ) í lestinni því að andsk**** 13-14 ára krakkar ( skólaferð ) gat ekki setið einhvers staðar annars staður heldur en þar sem barnavagnar og hjól eiga að vera. Það var næstum tóm lestin - eeen þau þurftu að sita þarna. Skandall ?

 Mér finnst líka svona yfirhöfuð ótrúlega fínt að labba á milli búða og skoða, og jafnvel eyða pening ( þó ég sé nískupúki ;) ) En þarna fann ég ALLTAF eitthvað að búðunum / starfsfólkinu. Í nokkrum búðunum var starfsfólkið einum of "ágengt", í öðrum búðum var bara enginn starfsmaður sjáanlegur - þegar ég þurfti á þeim að halda, í enn öðrum búðum fékk maður þetta flotta "lúkk" fyrir að koma inn með kerru ... og ég gæti alveg haldið áfram, en ég vil nú ekki að þið missið áhugann á því að koma kannski og kíkja með mér á Strikið einn góðan veðurdag. ( Ef veðurguðir leyfa )

Á miðvikudaginn gaf gaf tölvan mín upp öndina ( eða jafnvel gæsina ) og þar sem líf mitt snýst eiginlega bara um tölvuna ( til að tala við ættingja og vini og svona heima á Íslandi ;) ) þá bara VARÐ ég að fara og kaupa nýja tölvu. Nei ok, þetta var víst ekki alveg þannig - þar sem ég er búin að vera pæla í að kaupa nýja tölvu seinustu vikurnar. En mín arkaði ( eeeða fór reyndar bara í bíl ) inn til Stórkaupmannahafnar ( semsagt bara í úthverfi KBH )og keypti mér þesssa fínu tölvu. Hún er alla vega alveg fín þar til henni er plantað við hlið makka ;)=)
En því miður þá var samt eitthvað vesen með hana .. þannig þurfti að skipta henni og eitthvað dóterí. En gat svo byrjað að nota hana í gærkvöldi :)

Í gær fór ég svo með Eið á vuggestue ( einskonar leikskóli - bara fyrir yngri krakkana ). Fyrsti dagurinn. Hann var svoooo ánægður að fá að leika við alla krakkana, sem er gott - minna vesen ( eða vonandi bara ekkert ) þegar hann fær loksins að vera án mín þarna ;P Fórum svo aftur í dag ... vorum samt örlítið lengur en í gær. Ótrúlegt en satt þá fékk hann svo "frikadeller" í hádegismat ( þessir danir ;) ) ...

Þurfti eitthvað nauðsynlega að segja orðið kjúklingur í dag - á dönsku. En var bara engan vegin segja það. Vildi ekki eiga hættu á því að vera óvart að segja killing - þar sem ég vildi ekki að sú manneskja sem ég var að tala við haldi að ég borðaði kettlinga. Ætla mér nefnilega ekki að gera það ;) =)
Svona fyrir utan það gengur bara ágætlega að tala dönsku. Hélt samt alltaf að það væri auðveldara að tala dönsku við börn - heldur en að halda uppi samræðum við fullorðna manneskju. Komst samt að sannleikanum þegar ég var á vuggestuen með Eið. Þar var lítið stelpa sem vil BARA vera hjá mér .. bæði í dag og í gær. Svo þegar ég tala við hana, þá skilur greyið bara ekki neitt :P ... en hún var samt rosa yndisleg.
Fullorðna fólkið er náttúrulega aðeins meira líbó í því að reyna bara að skilja hvað maður segir. Þó maður segi það ekki alveg rétt. Eins og ég sagði við eina í dag ... maður gerir bara sitt besta. Og sem betur fer hefur það gengið bara ótrúlega ljómandi vel, og ég hef ekki enn átt í dönsku vandræðum ;)=D

Hvernig fer maður samt að því að gera eitthvað betra heldur en sitt besta?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband