Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Sumar og sólarblíða - í Stokkhólmi, París og Berlín

Þó ekki sé kominn heill mánuður frá síðasta bloggi hef ég ákveðið að koma inn með smá fréttir, enda margt búið að gerast / breytast hérna úti síðan síðast.

Helsta er að plan mitt fyrir ferðalag hefur breyst rosalega. Fyrst núna get ég staðfest hvernig það verður, enda búið að kaupa alla miða nema miðann heim aftur til Kaupmannahafnar. Eitthvað verður ferðalagi stærri en ég gerði ráð fyrir frá upphafi - en það er bara enn betra! 

19. júlí tek ég lestina til Stokkhólms og þaðan held ég áfram til Ljusdal. Legg af stað héðan um hálf 6 leitið um morguninn og er komin í Ljusdal um klukkan 6 um kvöldið. Allt í allt 5 lestir ;

Héðan - Kaupmannahöfn, Kaupmannahöfn - Malmö, Malmö - Stokkhólmur, Stokkhólmur - Gävle, Gävle - Ljusdal. 

Hálftíma stopp í malmö og Gävle, og svo rúmlega klukkustund í höfuðborginni.

Þar búa svo 2 strákar sem ég gisti hjá, og fer svo aftur til Stokkhólms með lestinni um hádegi á sunnudeginum  20.júlí.  Þar mun ég svo hitta vin minn frá Brasilíu sem ég hef þekkt í 3 ár, en aldrei hitt  ( og nei, ég er ekki á leiðinni að láta drepa mig - þið megið sleppa þeim kommentum! ). Planið er svo að nota CouchSurfing og gista þar af leiðandi heima hjá "einhverjum" nóttina 20 - 21sta júlí. 

stockholm

21. júlí  höldum við svo til Parísar ( sem sagt ég og vinur minn ), um morguninn og ætlum að eyða 3 dögum þar. Ætlum líka að nota couchsurfing þar, erum bara að vinna í því að finna fólk sem við höfum áhuga á að gista heima hjá, og kynnast. 

paris

24. júlí fljúgum við svo aftur til Stokkhólms, lendum þar frekar snemma, eða um 10 um morguninn. Höfum ekki enn ákveðið hvað við eyðum deginum í, ætli það komi ekki bara í ljós þann daginn. Flugið til Berlínar er svo 20 mín í 8 um kvöldið. 

og já það var ódýrara fyrir okkur að fljúga til baka til Stokkhólms, og svo til Berlínar

Berlin

Verðum allavega til 27.júlí í Berlín en erum svo að hugsa um hvort við eigum að fara til Munich eða ekki, kemur í ljós seinna. 

Þar sem ég hef ekki enn keypt miðann heim tiil Kaupmannahafnar þá er ekki alveg á hreinu hvaða dag það verður, geri samt ráð fyrir að það verði 29.júlí :)  

Ég get eiginlega ekki líst þvi´hvað ég er spennt, en á sama  tíma að drepast úr kvíða. Eiginlega bara útaf einhverjum fjandans væntingum sem maður gerir á sjálfan sig. Ég er líka svolítið smeik við að fara ein frá stokkhólmi í þennan hinn bæ ( 3-5 tíma lestarferð ) því ég þekki þá stráka ekkert of vel, en treysti þeim nú samt.  

 Ég er að vinna í því að klára að pakka öllu dótinu mínu núna, sjæsinn hvað ég á allt í einu mikið af dóti. Og svo tími ég ekkert að henda neinu - þannig það fer bara allt niður í tösku. Smá breyting á í fyrra samt þegar ég kom hingað; í þetta sinn eru öll fötin brotin saman - og svo ofan í tösku. Hef samt þó eytt dágóðum tíma í að flokka fötin - hvað ég ætla að nota í sumar, og svo hvað ég hef engin not fyrir. Sumt af þessu passa ég samt ekki einu sini lengur í - eeeen nei, vil ekki henda  Blush

Dyrehavsbakken  á morgun, og svo helgin heima hjá ömmu og afa. Ætla að eyða aðeins meiri tíma með Maríu svona áður en hún fer heim núna á mánudaginn. Ekki það að ég hafi ekkert verið með henni ; enda var hún hérna hjá mér eina helgina :) Fórum og hittum Petru á föstudeginum - og svo í Tívolíið á Laugardeginum. Mjög fín helgi. 

maría og lena

Engar nýjar upplýsingar um skóla eða húsnæði. Kemur allt í ljós í næsta mánuði.

Man heldur ekkkert annað fréttnæmt þannig læt þetta duga í bili - og kem svo með annað næstu 2-3 vikur.

 


Maí mánuður.

Ákvað að koma með smá blogg - bara rétt til að þið vitið hvað er að gerast hérna úti - þó það sé nú ekki margt.

Helsta er að ég er hætt við Króatíu í sumar. Stressið var að drepa mig; Við vorum ekki búnar að panta miða - miðinn verður alltaf dýrari og dýrari, þetta hefðu verið 2 síðustu vikurnar í júlí á þessu ári sem þýðir akkurat sá tími sem maður fær að vita hvort maður sé kominn inn eða ekki í skóla og sama með húsnæði. Hitinn í Króatíu er upp í 45°c á þessum tíma - ég er að kafna úr hita í þessum 25°c sem eru hérna í DK þessa dagana - veit ekki hvernig ég ætti að lifa af í 45°c. Og, svo hefði þetta eiginlega bara verið afslöppunarferð - strönd og drykkja í 2 heilar vikur. Ég er ekki alveg týpan til að nenna og vilja liggja á ströndinni allan daginn - fínt í 1-2 daga þó. 

því hef ég ákveðið annað ferðalag. 

Berlín - München. Það er samt ekkert alveg 100%, en ætti að koma í ljós í þessari viku. Ég færi ein, en myndi svo hitta á vin minn í München þar sem við ætlum að fara í dagsferð að skoða kastala. Færum svo daginn eftir til Berlín þar sem við ætlum að reyna að kynnast sem mestu af fólki á 1000 herbergja hósteli í miðri borginni. Ýkt spennandi.
Sú ferð yrði farin um 22 júlí, og ég kæmi svo aftur til DK 6-7 dögum seinna.

Keypti mér nýja myndavél - og hef sjaldan verið jafn ánægð með eitthvað sem ég eyði peningunum í. Ætlaði að kaupa eitthvað smotterís vél, en ákvað svo að leggja í Canon Ixus90 :) Hún er nokkuð ódýrari hérna úti heldur en heima, munar um einhvern 20þús. Á reyndar eftir að kaupa viðbótartrygginguna, sem ég ætla mér að gera vonandi í þessari viku. Einnig vantar mér minniskort, ekkert rosalega heillandi að taka einungis 10 myndir í hvert skipti.  Allt í allt held ég að þetta muni kosta um 45 þús.

María kemur svo hérna til DK eftir viku, og ætlar svo að koma í heimsókn hérna þar næstu helgi, ég vonast eftir góðu veðri svo annar dagurinn af 2 getur farið í Tívolí ferð - og þá allan daginn / kvöldið svo hún geti fengið að sjá flugeldasýninguna um kvöldið - og svo kannski ströndin daginn eftir. En það kemur bara allt í ljós.  Hún fer svo heim aftur í enda júní.

Innan við mánuður þar til ég fer til Ömmu og afa og verð þar til Berlínar ferðar. Eins gott að það verði sumarblíða út júlí svo ég geti eytt dögunum í að fá smá (meiri) lit, og hreyfinguna - að koma mér á ströndina! Wink Vonast svo eftir að fá húsnæði þar sem ég get flutt inn 1sta ágúst - svo ég hafi smá tíma til að koma mér fyrir áður en skólinn byrjar um miðjan ágúst. Sæþór ætlar svo að koma eitthvað í heimsókn einhvern daginn í ágúst ( það er allavega planið hjá honum, veit ekkert hvað verður úr því ) og svo koma 2 aðrir vinir og verða hvor 1-2 nætur ( eru að ferðast um Evrópu, og ef þeir koma til Dk þá gista þeir ). 

Fátt annað merkilegt að segja frá. Hef farið í nokkrar góðar piknik ferðir í Hilleröd ( og eina út á verönd heima hjá Petru =P ). Örugglega farnir nokkrir tímar af maí í Fox and Hounds barinn, og ekki má gleyma að ég er fastagestur í H&M - þó ég kaupi ekkert alltaf eitthvað. ( Veskið mitt er frekar tómt þessa dagana :( )  

Held ég láti bara gott heita í bili - og komi svo með annað blogg í enda mánaðar, eða byrjun næsta. Þangað til þá - njótið sumarsins :D

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband