Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Hin breytta ég!

Vika 6 í breyttu mér, og því kannski alveg hægt að viðurkenna hlutina, svona þar sem ég er greinilega að geta þetta. Síðasta vika var líka algjör toppur. Ekki bara það að ég léttist um 2,3 kg frá fimmtudegi – til fimmtudags, og þar með komin með -6,5kg á 5 vikum, heldur náði ég líka því stóra markmiði að vera allt í allt búin að léttast um 50kg! Ekki slæmt það skal ég segja ykkur! J

Þessu hef ég náð með því að borða MIKIÐ og drekka endalaust af vatni, það er að segja seinustu 6,5 kílóin ( hitt verður ekki tekið með í þessari lotu ). Ég hef verið þvílíkt dugleg – en mætti samt standa mig betur – að mæta í ræktina, og taka vel á þar. Hef verið að gæla við það að fara í ræktina í hverri viku upp í á hverjum degi í nokkra mánuði, en það var engan vegin að gera sig fyrir mig. Og ekki bötnuðu hlutirnir við að þó ég mætti í ræktina þá fór talan á vigtinni í vitlausa átt! ... það gerði nammið!

En ég hef sagt bless við sykur ( og þar með nammi ). Eins og ég segi, komnar 5,5 vika núna og gengur stóóórvel. Þýðir samt ekki að mig langi ekkert í nammi, en þörfin er samt ekkert mikil, reyni að láta mér nægja að borða ávexti, eða ef ég er að deyja þá kaupi ég mér diet gos, sem ég má drekka ½ af á dag!

En já, ég byrjaði LOKSINS á danska, sem er greinilega að henta mér svona súpervel. Ég hafði reyndar fyrir því að undirbúa mig undir þann dag í nánast 1,5 mánuð áður en ég byrjaði. Hreinsaði þar með hug minn og byrjaði ný og endurnærð .. jah, eða svona næstum, en ég var allavega tilbúin í þetta í þetta sinn!

Þegar ég loksins tók matarræðið í gegn, þá nenni ég að mæta í ræktina, því mig langar ( örugglega eins og flestum ) að sjá töluna fara jafnt og þétt niður – sem hún er að gera.  Ég mæti semsagt í ræktina núna minnst 4x í viku, en leyfi mér samt alltaf að fá einn frídag í viku – oftast laugardagar, þar sem þeir einkennast oftast ef ekki alltaf af vinnu að morgni– og svo einhverju öðru seinni part dags.  

Og nú hef ég ákveðið að taka hlaupaprógrammið upp á ný! Ef veður leyfir þá byrja ég á morgun, ef ekki – þá um leið og veðrið leyfir. 3x í viku .. og voilá, ætti að geta skokkað eitthvað aaaaðeins meira um áramótin þegar ég kem heim til Íslands! Núna veit ég líka að þolið mitt hefur stóraukist síðan ég byrjaði að stunda ræktina eitthvað af viti, og því ætla ég að taka hlaupið með trompi!

Þó ég geti næstum tekið allan heiðurinn til mín sjálf, þá á kærastinn smááá þakkir inni hjá mér. Allt á góðan máta samt sem áður. Þó allra mest bara á hans útliti, mér fannst ég ekki alveg passa við hliðina honum og hans vöðvum, þannig varð að gera eitthvað í mínum málum. Hann gaf mér svo líka prógram í ræktina, og passar sig líka á innkaupum – eða þeim matvörum sem hann kaupir og kemur með heim. ... fyrir utan eitt skiptið þar sem ég eyddi 3dögum í að horfa á hann borða súkkulaði L Fékk svo að vita að hann hefði verið hálf hissa að ég væri ekki búin að fara í súkkulaðið inn í ísskáp .. eeen þetta gat ég! :D

Annars er lítið að frétta héðan. Ég er að vinna í verkefni um meðgöngu og ”nakkefoldsskanninger” ( veit hvað það er á Íslandi, en legg ekki í að skrifa nafnið ) og þar með blandast Down syndrom inn í. Er ótrúlega ánægð með valið á verkefninu og so far, gengur vel. Ekki nema 3 vikur í lokaskil og við sem vinnum í mínu verkefni eru komnar langleiðina .. og allt skýrist betur og betur með hverjum degi. Ég get allavega ekki kvartað yfir skólanum.

Vinnan hefur heldur ekkert breyst, ekki hægt að kvarta yfir henni heldur. Annað en mér fannst stórfurðulegt þegar bossinn hringdi í mig til að spyrja mig hverni g ég hefði það ... óvænt! Beið bara eftir að hún spurði hvort ég væri ekki til í að taka þessa og þessa vagt .. en ekekrt svoleiðis. Hún vildi bara vera viss um að fólkið sem væri í vinnu hjá henni hefði það gott – í og ekki í vinnunni.

Og þar með held ég að allt nýtt sé komið niður á bloggið í þetta sinn!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband