Þyngd, takk þið!

Er á þvílíkum bömmer yfir að hafa þyngst um ca. 10kg síðan ég hætti á danska. sem þýðir að ég er á sama stað og áður en ég byrjaði! :( Er að reyna að venja mig á að hugsa að þetta skipti litlu máli - þá sérstaklega í ljósi þess að ég fer í ræktina á hverjum degi + borða rétt, þannig er á réttri leið.

HATA svona daga eins og í dag. Og ekki einu sinni klukkutími í ræktinni bjargaði geðheilsunni minni.  O ekki nóg með að ég sé að vorkenna sjálfri mér, þá vorkenni ég Ato næstum því meira að þurfa að þola mig í dag! (Svona þar sem ég fór ekki í skólann vegna alls!)

Og þar sem ég er nett pirruð yfir öllu í dag, þá ætla ég að blóta sumum sem voru með mér í grunnskóla, sem tókst að eyðileggja margt og mína sjálfsímynd! Takk þið! :( Vildi stundum að ég gæti gleymt sumum árum ...! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já við vorum með vægast sagt fávitum í grunnskóla, vonum bara að karma sé til og elti þessa aðila út lífið En þó að þú sért búin að þyngjast eitthvað undanfarið þá banna ég þér að gefast upp, það getur líka ýmislegt annað útskýrt þetta heldur en bara það að þú sért að fitna, ef þú ert að mæta í ræktina og lyfta og gera eitthvað að viti þá ertu nú vonandi að styrkjast líka sem veldur þyngingu, veit að þetta er klísja en samt sem áður en það satt, svo ef þú átt bráðum að fara að byrja á túr þá geta það verið allt að 3 kg stundum! Svo ekki detta í neikvæðnina alveg strax Lanues, þú þarft bara að halda þínu striki, borða hollt og reglula og mæta í ræktina, og þá fara hlutirnir að gerast aftur

Kv. Fjarþjálfarinn þinn

Júlíana (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 20:44

2 Smámynd: Lena Ósk

"túr" orðið hjálpar mér ekki! Það bíður upp á annan frídag í skólanum vegna verkja! haha

Er ennþá fúl. út í allt. ætla samt ekkert að hætta neitt sko. 

Lena Ósk, 8.1.2010 kl. 20:49

3 Smámynd: Ómar Gíslason

Fegurðin kemur að innan, þyngd skiptir ekki máli... ja svo framalega svo þú kemst fram úr rúminu.

Ómar Gíslason, 8.1.2010 kl. 21:06

4 Smámynd: Lena Ósk

Takk fyrir það :) Þá vil ég meina að ég sé rosalega rosalega falleg!

Lena Ósk, 8.1.2010 kl. 21:17

5 Smámynd: Júlíana Ingveldardóttir

Lena ég er komin með Moggablogg! Skooo! Núna kemur mynd af mér þegar ég kommenta hjá þér! Hvernig verðum við svona bloggvinir?

Júlíana Ingveldardóttir, 10.1.2010 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband