Yndislegt!

Síðan ég var lítil hef ég átt mér stóra og litla drauma, og reynt mitt besta að láta verða úr þeim – sem hefur gengið fram úr öllum vonum.

“Litlir” draumar voru að fara í Hraðbraut, flytja til DK og fara í skóla, vinna með börnum, sjálfboðaliði, læra nýtt tungumál og ferðast. Ég kláraði Hraðbraut, vann eitt sumar sem sjálfboðaliði í sumarbúðum fyrir born, var aupair í eitt ár og byrjaði í skóla í DK – og ferðaðist um Evrópu. Man ekki eftir einhverjum draum eða ósk sem ég hef ekki látið verða úr nema þeir draumar sem ég hef ætlað mér að upplifa eftir nám.

Fyrsti og stærsti draumurinn var að verða læknir, sem í raun fól í sér að hjálpa fólki. Var um 9 ára þegar sá draumur kom, sem í raun hafði ekkert að styðjast við – ég þekkti enga lækna eða aðra innan um heilsugeirans, né sjálf komið mikið nálægt heilsustarfi.

Þegar ég flutti svo til DK, minnkaði læknisnáms-áhuginn alveg rosalega, þó að hluta til því það er erfitt að komast í námið. Eftir mikla umhugsun um námið og framtíð ákvað ég að reyna ekki að komast inn. (Ég trúi að ef viljinn er fyrir hendi, er allt hægt). Áhuginn á að vera til staðar fyrir fólk var meiri en að sjúkdómsgreina það;og einskonar vélmennavinna, og enginn áhugi  að komast fyrst úr námi eftir minnst 6 ár.  Fyrsta hugsun var þá að fara í hjúkrun, en fannst hálf erfitt að sætta mig við að ”stefna” lægra en áður og launin heilla nú ekki beint í hjúkrunarstarfi.  Í nokkra mánuði flakkaði ég svo á milli ensku, sögu, tungumál, og fleiri náma, en sá ekki fram á neitt starf. Rétt áður en ég sendi svo umsókn breytti ég yfir í hjúkkuna – og núna 2árum seinna veit ég að ég valdi rétt.

Fyrsti árið var ótrúlega erfitt fyrir mig. Ég átti rosalega erfitt með að mingla við stelpurnar í bekknum, átti erfitt með að ná almennilegum tökum á tungumálinu og var (er) glötuð á félagslega sviðinu. Ég skánaði nú sem betur fer í fyrsta starfsnáminu – og með betri tökum á dönskunni fylgdi betri færni á félagslegu hliðinni, en vantar samt þvílíkt ennþá. Sem betur fer hjálpaði rosalega að eiga 2 vinkonur sem ég kynntist þegar ég var aupair. Þær fluttu svo báðar í mars, ... og ég var ein – þangað til ég kynntist Ato ;) Þegar ég byrjaði svo á 2.árinu í skólanum eignaðist ég loksins mínar vinkonur! Og ég byrjaði að vinna, og síðan þá hefur allt gengið eins og í sögu, og ég met nám og  sérstaklega vinnuna rosalega vel.

.... Allar æðislegu sögurnar sem ég hef fengið að heyra, fylgjast með heilu fjölskyldunum dafna – og hin hliðin, sorg við dauðsfall. Haldið í hendina á seinustu stund fólks, kvatt fólk – það sem náði því stigi að komast heim, og hinum sem eyddu seinustu dögunum með okkur þar sem við gerðum það besta til að gera dagana bærilega, hlustað á fólk hrósa fjölskyldu sinni, segja frá lífinu sínu, ákvarðanir um afhverju þeirra tími sé komin, og það besta; fengið þakkir frá fólki fyrir tímann (minn) sem ég gaf þeim.

Ég hef lært að meta lífið á allt annan hátt, þakka fyrir það sem ég hef og hlakka til að takast á við stærri verkefni í lífinu ásamt því að kynnast öðrum hliðum lífsins, í gegnum mínar upplifanir og frásögnum annarra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rosalega skemmtileg lesning, mjög ánægð að þér líði svona vel og sért klárlega að velja þér rétt leið í lífinu

Júlíana (IP-tala skráð) 8.5.2010 kl. 03:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband