milli svefns og vöku

Þessa dagana er ég búin að vera dunda mér við að skoða hvað ég þarf fyrir umsóknina mína í háskólann og svona. Ég er búin að senda ekki nema 9 mail – í kennara, aðstoðarskólastjóra og vinnur.  Og það gengur bara vel – held ég. Ég má samt í raun og veru ekki bíða mikið lengur með að gera þessa umsókn – eða byrja á henni allavega þar sem að ég panika bara ef ég byrja seinna og finnst þá vera að falla á tíma. Umsóknarfresturinn er svo þann æðislega dag 15 mars ;D ( EKKI nefna hvað gerist þá .. þið sem vitið það ) en ætli ég sendi samt ekki aðeins fyrr.

Ég sef alveg fáranlega illa þessa dagana, er alltaf á milli svefns og vöku – heyri fólk tala og finnst aðrir hlutir gerast ( einskonar draumur ) .. mér finnst ég vera í tölvunni, tala við fuglinn minn, .. bara gera allt þetta venjulega ... þó ég liggi upp í rumi. Fyrir utan það hvað þetta er óþæginleg tillfinning, þar sem þarna kemur fólk sem á heima á Íslandi, er dáið – eða ég þekki ekki, þá verð ég svoooo þreytt þegar þetta gerist, því ég er alltaf að gera eitthvað í þessum ”draumum”. EN þegar þetta gerist, þá veit ég samt að þetta er bara ”draumur”, því ég næ nefnilega að opna augun og svona á milli.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist svona marga daga í röð – gerðist einu sinni heilt sumar, en þá bara þegar ég hafði farið aftur að sofa, eftir að hafa vaknað um morguninn eða nóttinni.

PiRRandi!

En hefur einhver annar lent í þessu – svona lengi / oft??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband