í sund ég fer ..

Vinir og kannski örfáir vandamenn hafa að öllum líkindum tekið eftir því hvað ég "kvarta" mikið þessa dagana yfir því að komast ekki í sund hérna þar sem ég bý. Í þessum litla bæ sem ég bý í er ein lítil sundlaug, lítil börn eru EKKI velkomin, og þú mátt aðeins vera í 1klst í einu í sundi. Það er að öllum líkindum ekki þrifið þarna svona eins og heima, og svo er örugglega ekki opið á veturna. ... og það má alveg pottó ekki baða sig berbrjósta í henni !

En hérna er ástæðan fyrir því afhverju mig langar svo í sund - á Íslandi, þegar ég loksins kem þangað. Nú er bara að vonast eftir sól og blíðu í mars ;) haha

"Engar sérreglur eru um baðfatnað kvenna í sundlaugum á Íslandi." - það er samt ein regla - maður verður að vera í baðfötum ( og Guð sé lof - annars væri illt í efni skal ég segja ykkur ) 

 

( en svona fyrir utan það, þá hef ég aldrei skilið umræðuna um það afhverju það megi ekki vera berbrjósta í sundi .. þó ég hafi afar litlar áhyggjur um að mig langi það einhvern tímann. )  

  


mbl.is Íslenskar konur mega bera brjóstin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband