2 ára og maskari !

Það er ekki hægt að segja annað en að börnin læra sko klárlega allt sem við ”fullorðnu” gerum. Sem mjög gott dæmi má nefna það sem gerðist í morgun. Sat í sófanum og var eitthvað að fíflast með Eið og svo allt í einu hleypur hann í ”burtu” inná klósett. Yfirleitt hefur það nú bara virkað fyrir okkur að loka hurðinni þar, eeeen núna nær hann upp þegar hann stendur á tám – sem er frekar slæmt mál stundum. Allavega ég fer á eftir honum og sé að hann sé að ná í hárbursta. Jújú ég hef alveg leyft Snædísi að greiða hárið á mér stundum og ákvað því bara að leyfa honum að prufa líka. Settumst í sófann og eftir  2 til 3 ”strokur” með burstann í hárinu fór hann aftur inn á bað, var nokkuð viss um að hann ætlaði bara að skila burstanum og kæmi svo aftur – sem hann gerði! En í þetta sinn hélt hann á plokkara og hann hefur greinilega ekki séð hvernig maður notar það fyrirbæri ( Sem betur fer .. ) og byrjaði að pota því í hárið á mér. Eftir að ég bað hann um í 3ja sinn að ”hætta” því svona gerir maður ekki ( og áður en hann meiddi mig eða sig ) þá fór hann inn á bað og skilaði honum.

Hann kom ekki tómhentur út í þetta skipti heldur með greiðu – og ég leyfði honum að renna henni í gegnum hárið á mér ... áður en ég sagði honum að skila henni. Hann kom ekki strax út aftur og ég fór því að tékka á honum.

Hélt hann ekki á þessum fína maskara mínum – með það alveg á hreinu hvernig átti að nota hann.

 

Picture 579sést ekkert rosa vel - en hann náði samt þarna öðru auganum - uppi og niðri ... eitthvað hefur samt borist út á kinn líka  .. enda skiljanlegt að 2 ára barn hafi ekki alveg tök á þessu svonaí byrjun ;)

Picture 583

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég gat bara alls ekki skammað hann og reyndi að hlæja ekki heldur benda honum bara á að þetta væri ekki fyrir hann.  Ég ætla að vona að ég þurfi nú ekki að taka það fram að þetta var þrifið eftir að ég tók myndirnar ;) 

 

annars nenni ég ekki að skrifa meira =O ( ég veit það kemur á óvart ! )

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahahahahahahaha!!!!!! Þetta er án efa blogg ársins! Þvílíkur snillingur!!!

Júlíana (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband