sól og sumarylur

Hef tíma og vilja núna í að blogga eitthvað  af viti – jah, eða ekki bara eintóma þvælu eins og fyrri daginn. Hef EKKERT afrekað í dag, klukkan orðin hálf 7 og ég get sagt að í fyrsta sinn síðan ég man eftir mér hef ég verið aaaaaðeins of lengi upp í rúmi. Er semsagt ennþá uppi í rúmi síðan klukkan 10 í gærkvöldi.  ( fyrir utan pissustopp og að ná í vatn ). Afrekaði samt alveg heilan helling þann heila sólarhring á undan .. semsagt föst – laugardags.

Fór að heiman um 6 leytið og lagði ferð mína til Hillerod til að hitta Petru. Upphaflega ætlaði ég bara að hitta hana í 2 tíma og koma mér svo aftur heim, en áður en ég lagði af stað að heima breyttist það eitthvað og ég var boðin með heim til kærasta hennar því þar voru fleiri manneskjur líka – og þar sem þau gátu ekki verið ein, þá var ekekrt verra að hafa mig með líka ;)

Eins og alltaf þegar við erum öll saman er drukkið ..aðeins of mikið áfengi.  En ekki í þetta skiptið, var svo engan vegin í stuði til að drekka og lét mér nægja hálft glas af bacardi razz og 1 skot, og drakk svo bara gos eftir það. Eitthvað voru sumir ekki sáttir við það þegar þau föttuðu 2 tímum seinna að ég var greinilega ekki að drekka neitt áfengi þar sem ég væri búin að hella frekar oft í glasið mitt og ennþá sallaróleg ( ekki það að ég fari í einhvern ham þegar ég drekk :P ).

Og drama drama ... það var víst ekki ásættanlegt að ég var ekki að drekka þannig 2 af strákunum fóru bara heim ( WTF?? ). Og ég, Petra og hennar voru þarna og svo vinur hans líka ( sem ég þekki alveg líka samt ). Horfðum á einhverja mynd .. Chaos held ég að hún heiti en áhuginn fyrir henni var ekkert gríðarlegur þannig var með hugann við allt annað. Horfðum svo líka á hluta af af SAW 2 ( sem ég var ekki að átta mig á, og fannst engan veginn óhugnaleg ), og ef mig minnir rétt þá var ég sofnuð um 4.

Og eins og ég sagði í gær þá vaknaði ég klukkan 7! Hversu yndælt það? Annars var ég með ipodinn þannig pirraði mig ekkert of mikið á því þó hin hefðu mátt vakna aðeins fyrr – eða ekki um 11. Sátum svo bara á spjallinu, borðuðum egg og eitthvað skrítið kjöt um 3 leytið.

Gáfaða ég ákvað svo að LABBA heim til mín. Átti von á að það gæti tekið svona um 1 og hálfan tíma – og væri ekki nema svona 11 km, ég gæti nú ekki verið svo lengi að labba það er það nokkuð? Korter í 5 lagði ég af stað, ég labbaði frá Lynge til Ganlöse og ”villtist” þar og var engan vegin að átta mig hvaða leið ég gæti farið þaðan og heim því ég áttaði mig ekki á hversu stór bær þetta er í raun og veru. Sá svo einhverja hjólaleið yfir til Slagslunde sem er frekar lítill bær þannig átti von á að ég myndi finna leið til Stenlöse þaðan. Eftir þessa 9 km göngu til Slagslunde voru skórnir mínir næstum ónýtir og ég að drepast í löppunum. ( samt ekkert vegna þreytu ). Hugsaði með mér að ef ég tæki upp á þessu aftur myndi ég vera í strigaskóm – ekki í flatbotna skóm sem gera svona þvilíkt gagn.

Anyway ... frá slagslunde þurfti ég svo að labba einhverja akra og fleiri skemmtileg heit, og ekki nema 5 km  eða svo allaleiðinna heim. Ég kom heim 20:10! Hvernig í andskotanum ég fór að því að vera svona lengi að labba ( eða um 4,5 km á klukkustund! ) hef ég ekkki hugmynd um.

Ég uppskar samt verra kvef, meiri hálsbólgu oooog fjandans dúndrandi hausverk sem er ástæðan fyrir því að ég ligg ennþá bara upp í rúmi og frekar mikið svöng, en get samt ekki hugsað mér að borða því mér er svo illt í hálsinum.

En .. eitt gott  -held ég geti verið viss um að það er vor hér, 15°c hiti í gær .. og aðeins minna í dag. Sól og sumarylur bara ...

Lena


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hlýtur nú að hafa farið einhverja krókaleið þar sem ég er tæpan klukkutíma að hlaupa 10 km... getur bara ekki verið að þú hafið verið 4,5 klst að labba 11! 

Júlíana (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 12:58

2 Smámynd: Lena Ósk

haha .. þetta voru ekki 11 km :P hefðu verið 12 ef ég hefði farið BEINT sem ég átti náttúrulega að gera - en svo komu þessir krókar. Og svo voru þetta bara 3 tímar og 20-30 mín. Skrifaði að ég hefði labbað ekki nema 4,5 km á klst :S

Lena Ósk, 21.4.2008 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband