Ný byrjun

 Með hjálp foreldra, vina og vandamanna og trú á sjálfri mér hef ég náð þeim árangri að byrja í háskóla. Önnur vikan núna og ég gæti ekki verið ánægðri með allt. 30 stelpur í mínum bekk, 28 fráDK, ein frá Noregi og svo ég. Aðstaðan þarna er æðisleg; eldgamalt hús - enda elsti hjúkkuskólí í landinu - stofnaður af Dronning Louise árið 1863. 

 Þar sem þetta er nokkurs konar klaustur þá eru nokkrar myndir af nunnum, ritningarvers úr nýja testamentinu, okkar eigin kirkja, ( hótel og elliheimili líka reyndar ) og andrúmsloftið þarna er æðislegt. 

 i_parkspisestue

 

 

 

 

Dronning_Louise_statue

 

 

 

 

 

 

 

Skolens_indgang

 

    dansende_sygeplejersker_1974

 

 

 

 

 

 

Fullt fleira nýtt samt heldur en bara skólinn. Er flutt inn til Köben í þetta fína herbergi; 

 

img_3210

 

img_3211

 

img_3212

 

img_3213

 

Skal alveg viðurkenna að það er svona smáááá tómlegt þessa dagana, en þetta kemur allt, vonandi :) 

Fleira nýtt?

"Nýkomin" heim frá Svíþjóð þar sem ég var í 5 daga. Var hjá strák frá Couchsurfing í litlum bæ sem heitir Oskarshamn. Keyrðum slatta í næstu bæi svo ég gæti skoðað mig um og enduðum svo á því á laugardaginn að keyra niður með suð austur ströndinni þannig nú get ég sagt að ég hafi séð slatta mikið af Svíþjóð. 

Fyrir þá viku sem ég var í Svíþjóð var ég að "hýsa" fólk frá couchsurfing, 5 manneskjur + Petra var hérna yfir eina helgi. Fór líka á 3-4 couchsurfing meetings, ekkert smá dugleg! 

Fyrst var það Dan frá Californiu, hann var hérna í 4 nætur. Við máluðum bæinn rauðann ( í orðsins fyllstu merkingu, þar sem mér tókst að detta nokkrum sinnum og "málaði" þannig bæinn rauðan með nokkuð stórum sárum sem ég fékk ). Fórum í "open air bíó", í tívolí ( tivoli goes gay, CS event ) , bari, löbbuðum alla köben og ég held ég geti sagt að ég sé vel ánægð með þá fyrstu "couchsurfing hosting experience" sem ég fékk. 

Á mánudeginum fór ég á CS meeting í Christiania og svo á RizRaz ( sem er núna uppáhalds veitingastaðurinn minnn ! :D ) 

Næst var það Jari frá Finnlandi sem var í 2 nætur. Við dönsuðum skóna af okkur ( endaði á því að ég eyddi hluta af kvöldinu í hans skóm! ), sátum á pride square og drukkum vín, borðuðum pizzu og fleiri skemmtileg heit. 

Og svo Markus frá Þýskalandi, sá að hann var kominn til Köben klukkan 10 um kvöldið og ekki enn búinn að finna stað til að gista á þannig ég hringdi og sagði að hann gæti alveg verið hérna. Hann kom svo hálftíma seinna og við töluðum langt fram á nótt um skóla og matar mun í löndunum ( þýsklandi, Dk og Íslandi ). 

Á Laugardeginum var gay pride gangan sem ég og Ariel tókum þátt í ( Ariel frá puerto Rico ). Ætluðum bara að ganga með en enduðum samt í miðri göngunni og löbbuðum fyrir "bøsse og lesbiske students" :D

Eftir gönguna hitti ég Sune og Hanna og við fórum í Fælledparken á óperusýningu og vorum með picnic. Fórum svo út um kvöldið, og svo gisti Hanna um nóttina. 

Hanna, ég og Sune fórum svo á amager strandpark þar sem við hittum Markus ( frá þýskalandi ) og við eyddum deginum þar .. 

Sunnudagskvöldið kom Rogelio frá Mexico og var svo eina nótt. Ég var dauð úr þreytu þegar hann fór svo- enda kannski ekki mælt með því að hýsa sovna marga á stuttu tímabili. 

Í seinustu viku fór ég svo í Rustur með skólanum ( einskonar busaferð ). Keyrðum í 2 tíma og svo ferja í ca 40 mín. Enduðum á litlri eyju sem heitir Femø. Eyddum 2 nóttum þar - með einskonar þemapartý. Með glæsibrag tókst mér að verða veik - fékk eitthvað í hausinn og gat ekki hreyft augun og tárin láku af sársauka. Missti þar af stærsta partýinu - en mér var svosem sama á því augnabliki - enda ekki mikið sem ég gat gert annað en að liggja upp í rúmi. 

Fékk að vita í dag að maður þarf að vera fljótur að sækja um 4mánaða praktík í útlöndum - sem verður eftir 1 ár. hef nokkurnveginn tækifæri á að sækja um í hvaða landi sem er sem er með Diakonisses skóla - sem ísland er ekki með! Ætla byrja á að sækja um Brasilíu - og svo Tæland. Brasilíu ferð væri meira ferli því skólinn er ekki í beinu samstarfi við landið - en þó er hægt að fara .. og því ætla ég að reyna á það umsóknarferli. ( Enda minn draumur að fara þangað! ) 

 Er að vinna í því að koma matarræðinu í gegn - og á sama tíma að reyna spara pening við matarinnkaup. Byrja núna næsta föstudag á vikuinnkaupum og er meira að segja kominn upp með lista og alles :D Eins gott að hann geri eitthvað gagn. 

Held ég láti þetta nægja í bili .. 

p.s. Ég ætla að minna á að þó ég sé byrjuð í hjúkrunafræði námi þá þýðir það ekki að ég hafi þann yfirnáttúrlega  lækningarmátt ... þannig myndi bara sleppa því að spyrja mig "afhverju ætli þetta sé - er þessi hósti eðlilegur" og fleira í þeim dúr - ég hef nefnilega ekki hugmynd; mæli bara með læknisferð ;) 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vííí blogg! Flottar myndir og herbergið þitt virðist bara alveg ágætt!

 Luuuv á þig!

Júlíana (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 19:49

2 identicon

Rosalega er gaman hjá þér þarna úti. Varstu með fólkið í gistingu í þessu herbergi og ertu ekki með eldunaraðstöðu?

Það var skemmtilegt að lesa bloggið þitt og vonandi heldur þú því áfram í vetur til að leyfa okkur að fylgjast með náminu. Ég lenti einmitt í því þegar ég var að læra sjúkraliðan þá var eins og ég væri í læknisfræði það var alltaf verið að spyrja mig læknisfræðilegra spurninga það var svo pirrandi.

Ég veit það gengur vel hjá þér í mataræðinu eins og hefur verið. Það er verið að gera það hérna líka verðum að vera duglegar hugsum til þín hvað þú hefur verið dugleg. Kveðja frá okkur öllum hér í skipalóni.

Áslaug (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 19:55

3 Smámynd: Lena Ósk

Já, þau sváfu á "tjalddýnu" og 2 sængum .. og svo með svefnpokann minn. Það hefur enginn kvartað ennþá þannig held þetta sé bara fínt. SVolítið skrítið svona fyrst að hafa einhvern sofandi á gólfinu svona 1 metra frá sér - einhvern sem maður þekkir ekki neitt, en það venst.

Er með eldhús - sem ég deili með 12 öðrum. Miða við þrifastöðuna þennan mánuð - þá verður langt í að það komi mynd af eldhúsinu. Það er samt verið að vinna í því að gera þrifaplan - loksins! :) 

Ég ætla reyna að vera duglegri að blogga, til að leyfa fólki að fylgjast aðeins betur með. Sérstaklega núna þar sem ég er bara með gsm - smá dýrt að hringja heim til Íslands. 

Lena Ósk, 3.9.2008 kl. 20:04

4 identicon

Þú ert svo mikil myndarkona Lena mín! Ungt fólk ætti að taka þig til fyrirmyndar!

Stundum væri ég nú alveg til í að hafa klárað skólann og flutt svona og gert það sem "mig" langaði einni að gera svona áður en ég fór að verða gömul og unga út krakka og svona,en bara stundum! Þegar ég les hvað er gaman hjá þér!!!;P (ekki það að ég sé ekki hæst ánægð með litla ungann minn og myndi ekki vilja skipta henni út fyrir NEITT!) =)

En það er alltaf gaman að lesa bloggin þín og þú ÞARFT að gera meira af því að blogga:)

Flott herbergið þitt,ágætt klósett sosem:P..(hey!!,skárra en það sem ég er að flytja í,klósettið er svona ljós,myglu GRÆNT!! ásamt vaskinum takk fyrir,eeeeww!)

Tala við þig sætastaaaaa,

Knús!!

Hildur (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 20:51

5 identicon

Skemmtilegt blogg og herbergið bara það fínasta

hlakka til að ath hvort ég fái frí til að koma

Þín Anna panna

Ps : elska þessa broskalla

Anna Margrét (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 20:59

6 identicon

Hæ hæ

 Gaman að heyra að þú sért ánægð með skólan :) Snædís vill svo fara að koma í heimsókn........ "Lena sagði að ég mætti koma" he he

Kveðja frá Stenløse 

Kristín og co (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 13:05

7 identicon

Vááá hvað það lýtur út fyrir að vera gaman hjá þér!! Rosalega ertu dugleg að gera hluti þú ert bara ekki búin að stoppa, æðislegur skólinn þinn, ég segi bara gangi þér vel og gott að heyra að þér líður svona vel þarna úti, æðislega cosy herbergið þitt! :) high five ég segi bara gangi þér sem allra best í skólanum og láttu þér líða vel :) sjáumst bæjó

Tinna Borg (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 13:08

8 identicon

Mér líst ótrúlega vel á þetta hjá þér þetta verður brjálað stuð

bíð spennt eftir næsta bloggi

Klara Valgerður (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 13:41

9 Smámynd: Lena Ósk

Hildur; hahaha .. újé- grænt klósett, gætir ekki beðið um eitthvað betra :P ;) En já, .. kemur fyrir að maður væri nú alveg til að eiga ungann þinn, kannski við ættum að skipta um líf í nokkra daga. ( þú mátt taka ármann með þér :P )

En alveg rosalega er ég ánægð með svona mörg komment :) Ætli það komi mér ekki í að blogga oftar fyrir ykkur. 

Lena Ósk, 6.9.2008 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband