Takk góðu Danir - ( Að falla í yfirlið í lest! )

Lenti í þeirri skemmtilegu lífsreynslu í dag að það leið yfir mig af "sársauka" í lestinni á leiðinni heim í dag Sad
Fór í skólann klukkan 8, og allt í fína lagi - um 9 fór ég að finna fyrir verkjum ( var mjög líklega bara túrverkir? ). Var ekkert vont, en svona í seinni hluta tímans sem ég var í þá náði ég engu sem kennarinn sagði því ég var að einbeita mér af að slaka bara á.
Tók þá ákvörðun að fara bara heim klukkan 10 í stað 12, þar sem ég var ekkert að ná því sem kennarinn var að tala um. Leið samt ekkert illa en samt stanslausir vægir verkir. Þegar ég kom úr strætó voru 10 mín í lestina mína þannig ákvað að ganga um því mér leið verr ef ég stóð kyrr .. verkirnir urðu meiri og meiri en ég var samt ekkert "slæm" eitthvað - og alveg "afslöppuð".
Þegar ég kom í lestinni var mér farið að líða verr og verr, ég settist niður í svona 2 mín og stoð svo upp 2 stöðum á undan minni, þar sem ég á að fara út. ...
Allt í einu magnaðist verkurinn svo rosalega að ég endaði með að "blindast" ( ehm, hljómar asnalega, en gerist hjá mér ef verkir verða of miklir að ég sé ekki neitt ). Er alveg að líða út af þegar það kemur stelpa/kona inn í lestina og þá hnýg ég niður og bað hana um að hringja á sjúkrabíl. Held hún hafi panikað svolítið ( sem ég skil alveg ) og fékk svo hjálp hjá 2 öðrum konum úr lestinni til að hringja, og ná að halda mér "vakandi" ( man samt ekkert allt, geri ráð fyrir að ég hafi dottið út á tímapunkti ).

Þegar ég kom á lestarstöðina hérna heima lagðist ég á bekk og konurnar biðu með mér eftir sjúkrabíl. Þegar hann loksins kom þá orkaði ég ekki einu sini að segja hvað ég heiti, var svo algjörlega út úr heiminum af verkjum Sad
Í "stuttu" máli eyddi ég svo 1klst í sjúkrabílnum og svo 3 tímum upp á spítala, var orðin góð um 12:30 ( leið yfir mig um 10:30 ) en þurfti að bíða eftir lækni og hjartalækni og mátti fyrst fara heim 15:30.

Er mega stolt af mér að hafa getað talað GÓÐA dönsku allan tímann, og lýst fyrir öllum "liða yfir" tilfinningunni minni og hvernig mér líður þegar það gerist. Á þessum 4 tímum var blóðþrýstingurinn mældur hjá mér .. og 3x í hjartalínurit. og því miður ekki beint góðar niðurstöður Sad

Blóðþrýstingurinn hjá mér er 97/47 .. sem gerir það að verkum að ef ég meiði mig og stend uppi þá "einbeitir" blóðrásirnar sér í að dæla út blóði þar sem verkurinn er, ef ég hreyfi mig ekkert þá fer nánast ekekrt "blóð" ( O2 í blóðinu ) upp í haus og þar kemur ástæðan fyrir að ég líð út af.

Annað, byrja í rannsóknarferli á blóðinu og blóðrásarkerfinu eftir 4-6 vikur, og verð þá í 3ja - 4ða sinn tékkuð um flogaveiki.

Fékk að vita að ég má ekki standa kjurr ( kyrr ) ( ástæðan fyrir svimanum mínum ) og minnst 3 l. af vökva á dag .. svo ég missi ekki niður þrýstinginn í blóðinu.

Ég hef það fínt núna, smá verkir í maga ennþá samt .. en ekkert til að kvarta yfir Smile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Farðu varlega með þig stelpa!

Julie (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 17:24

2 identicon

Æ Lena mín en leiðinlegt að heyra vonandi færðu góðar niðurstöður og læknarnir geta gert eitthvað við þessu. Láttu þér nú batna stelpa og farðu varlega með þig. Batakveðjur frá eyjunni þinni.

Áslaug (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 20:00

3 identicon

Guuuð Lena mín vona að þér líði betur núna

Anna (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 20:26

4 Smámynd: Lena Ósk

Takk =)og ég reyni mitt besta í að fara varlega

hef það mikið betra núna :D en Anna, núna erum við allavega komin með skýringu á endalaust af náladofa, blóðið rennur aaaaðeins of hægt :) 

Lena Ósk, 12.11.2008 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband