Ferðalag

Jæja, lofaði víst að koma með planið af ferðalaginu;

Strákurinn sem ég ferðast með kom hingað til Kaupmannahafnar í gær. Í dag leggjum við af stað til Hanover í Þýskalandi og verðum þar í eina nótt. Förum svo suður í Þýskalandi til að skoða kastalann sem ég ætlaði að skoða í sumar; http://en.wikipedia.org/wiki/Neuschwanstein_Castle. Eftir það förum við til Innsbruck í Austurríki og verðum þar í 1 nótt ( 17-18.des )

Við stefnum svo á að fara til austur Króatíu, en þurfum að stoppa einhvers staðar í 1 nótt. Verður annað hvort í Zagreb eða í Slóvakíu - við landamærin til Króatíu. Verðum svo í 1-2 nætur í austur Króatíu. Eftir það förum við til Búdapest og ætlum að vera í 2 nætur ( 22-24 des ). frá búdapest förum við til Vín í Austurríki en ætlum að stoppa í einhverja tíma í Bratislava ( slovenia ) í nokkra tíma, bara til að skoða um.
Verðum í Vín 24-26 des, Prag 27-28 des og svo Berlín 28-2 jan .. kannski til 3ja samt .. held það ; fer eftir því hvað ég á mikinn pening eftir - gæti viljað versla eitthvað í Berlín áður en ég kem heim.

 

og þar hafiði það. Er að klára að gera mig til - og svo erum við farin! 

Eigið góð jóól! :D 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða ferð Lena mín og hafðu það gott um jólin. Gaman fyrir ykkur að sjá jólahátíðina í öðrum löndum. Svo fáum við ferðasöguna þegar þið komið til baka.

Áslaug (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband