Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Elsku jól, komdu fljótt!

Í fyrsta sinn ætla ég að vera heima um jólin! Ég hef alltaf sagt að ég var heima í fyrra – enda heima á Íslandi, en núna ætla ég að vera heima heima. Mitt heimili, mín húsgögn, mitt jólaskraut, mín jól!

Planið var alltaf að vinna kvöldið 24.des, en þar sem einhver önnur vildi líka vinna skiptum við deginum niður og ég vinn til klukkan 1 þann daginn. Ég fæ það hlutverk að hjálpa fólkinu að klæða sig í það fínasta, fá börn og barnabörn, systkini og foreldra í heimsókn á deildina og fá fólkið til að borða og drekka yfir daginn, í stað þess að ”geyma” pláss til að borða vel um kvöldið.  Ég fæ að syngja jólalög, pússla, klippa út jólaskraut, horfa á jólamynd – og það besta; Ég verð til staðar til að ”make a difference” fyrir þau sem eru án fjölskyldu og vina á jólunum ... og á þar með von á að eiga mín bestu jól. Og ekki versnar það, þar sem ég fæ sama hlutverk á jóladag og 2. í jólum!  

Jólin 2008 (árið sem ég sleppti jólunum) hélt ég því fram að það vantaði jólabarnið í mig. Ég held ég hafi fundið það síðustu jól, með fjölskyldum og vinum á Íslandi. Ekkert stress, bara eintóm jólagleði. Og þannig ætlar það að vera þessi jól líka, í þetta sinn með Ato á aðfangadagskvöld, með jólaljós, heitt kakó / glögg, kerti og jólatónlist ... og með stórfjölskyldunni í jólaanda! 

Ég get ekki beðið! 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband