Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011

Allt annað líf! :)

Síðan í maí hef ég tekið 2 af mínum stærstu ákvörðun.

 - Byrja í fráhaldi
 - Skilja við manninn minn!

 Ég veit ekki hvor ákvörðunin var erfiðari. En í stuttu máli hefði ég aldrei tekið stóra skrefið ef ég hefði ekki byrjað í fráhaldi, sem ég þakka fyrir á hverjum degi. 

 Ég byrjaði 7.maí. Fyrsti vigtunardagur. Ég vissi svosem alveg hvað ég var þung, svo talan kom ekkert á óvart, en var náttúrulega allt of há fyrir annars heilbrigða manneskju. Svona næstum allavega. 

 Síðan þá eru komnir 3 mánuðir, 92 dagar! og ég hef staðið mig með prýði, og er ótrúlega ánægð. Það var erfitt í fyrstu með engan sykur - eða hveiti. Hvað á ég að borða í stað brauðs?? Eftir 2 vikur var matarræðið komið í vana, og ég sakna einskis lengur. Ég reyni að einblýna á allt það sem ég má borða / drekka í stað þess sem ekki má. Ég hef samt val. Ég get borðað það sem ég vil - en þá er ég ekki lengur í fráhaldi. Ég held mig við rétta valið. 

 Eftir nokkrar vikur í fráhaldi einbeitti ég mér meir og meira á hvað ég virkilega vildi í lífinu. Ég og Ato áttum okkar vandamál eins og flest pör. Ólíkt öðrum gátum við ekki unnið úr þeim, og tókum svo að hluta til sameiginlega ákvörðun um að hætta saman. Við skrifuðum undir pappírana nokkrum dögum seinna og hann flutti út sama dag. Og ég veit að þetta er ein besta af því sem ég gert!

Eftir að hann flutti hef ég öðlast annað líf. Ég geri það sem ég vil, og mér líður vel! Eitthvað sem er langt síðan ég gat sagt, og meint það.  
Fyrstu dagarnir voru erfiðir, í þeirri meiningu að ég hélt það væri eitthvað að mér að sakna hans ekki ... Það styrkti samt hugann og ég var því meira viss um að þetta væri það rétta. 

Það kemur fyrir að ég sakni að hafa einhvern hérna heima. Öryggið og vaninn alveg að fara með mann! Smá munur að sofa alltaf ein eftir að hafa haft einhvern heima í nokkur ár.  Fyrir utan þess söknuðs er lífið frábært! :) 

 

Í mínu nýja lífi hef ég svo ákveðið að breyta til hellings. Ég ætla að hafa skipulag á lífinu, og ég ætla að öðlast meiri þekkingu á lífinu, heiminum og sjálfri mér! Veit bara ekki enn hvernig ég ætla að fara að því, en það kemur.
Ég byrjaði samt á að skrá mig í frönsku námskeið í vetur. Það tekur 1 kvöld í viku. Svo ætla ég að vinna 1-2 kvöld í viku, ásamt því að skrifa loka ritgerðina mína fyrir skólann, sem ég á að skila fyrstu vikuna í janúar á næsta ári ...

Svolítið ótrúlegt fyrir mig, sem vil plana allt! að ég veit ekkert hvað ég vil eftir janúar. Atvinnumöguleikar fyrir nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga eru ekkert of stórir hérna. Í nýrri rannsókn eru bara 35% sem fá vinnu - og ég ætla að sjálfsögðu að vera ein af þeim. Og þá byrjar lífið af fullri alvöru, eða hvað?? 

 Afhverju að bíða til janúar, frekar en að lifa í núinu og njóta þess! 

 Njótið restina af sumrinu, það ætla ég að gera! 

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband