Killing / Kylling ... danska

Ætli það sé ekki kominn tími á nýtt blogg - þar sem það er kominn nýr mánuður og svona.

Búin að gera alveg heilan helling þessa vikuna - svona miða við aðra daga. Fór á mánudaginn inn til Kaupmannahafnar og ætlaði mér sko heldur betur að versla. Gekk ekki alveg eins og ég ætlaði mér og það eina sem ég keypti mér var hjúplakkrís ( íslenskur - frá nóa =D ) og fanta pineapple ( sem er ekki ennþá seldur heima á íslandi - þar sem ég var örugglega sú eina sem fílaði þennan drykk ). og fór svo á McDonalds með Eið. Keypti svo lestarkort ( klippekort ) til að komast heim aftur.

Dagurinn var samt fínn í heild sinni, fyrir utan þessa grenjandi rigningu sem var allan daginn. Fyrsti dagurinn sem rignir svona mikið síðan ég flutti hingað- minnir mig. Svo leiddist mér líka svolítið að þurfa að standa með kerruna ( ekki að ég hafi þurft að halda á henni ) í lestinni því að andsk**** 13-14 ára krakkar ( skólaferð ) gat ekki setið einhvers staðar annars staður heldur en þar sem barnavagnar og hjól eiga að vera. Það var næstum tóm lestin - eeen þau þurftu að sita þarna. Skandall ?

 Mér finnst líka svona yfirhöfuð ótrúlega fínt að labba á milli búða og skoða, og jafnvel eyða pening ( þó ég sé nískupúki ;) ) En þarna fann ég ALLTAF eitthvað að búðunum / starfsfólkinu. Í nokkrum búðunum var starfsfólkið einum of "ágengt", í öðrum búðum var bara enginn starfsmaður sjáanlegur - þegar ég þurfti á þeim að halda, í enn öðrum búðum fékk maður þetta flotta "lúkk" fyrir að koma inn með kerru ... og ég gæti alveg haldið áfram, en ég vil nú ekki að þið missið áhugann á því að koma kannski og kíkja með mér á Strikið einn góðan veðurdag. ( Ef veðurguðir leyfa )

Á miðvikudaginn gaf gaf tölvan mín upp öndina ( eða jafnvel gæsina ) og þar sem líf mitt snýst eiginlega bara um tölvuna ( til að tala við ættingja og vini og svona heima á Íslandi ;) ) þá bara VARÐ ég að fara og kaupa nýja tölvu. Nei ok, þetta var víst ekki alveg þannig - þar sem ég er búin að vera pæla í að kaupa nýja tölvu seinustu vikurnar. En mín arkaði ( eeeða fór reyndar bara í bíl ) inn til Stórkaupmannahafnar ( semsagt bara í úthverfi KBH )og keypti mér þesssa fínu tölvu. Hún er alla vega alveg fín þar til henni er plantað við hlið makka ;)=)
En því miður þá var samt eitthvað vesen með hana .. þannig þurfti að skipta henni og eitthvað dóterí. En gat svo byrjað að nota hana í gærkvöldi :)

Í gær fór ég svo með Eið á vuggestue ( einskonar leikskóli - bara fyrir yngri krakkana ). Fyrsti dagurinn. Hann var svoooo ánægður að fá að leika við alla krakkana, sem er gott - minna vesen ( eða vonandi bara ekkert ) þegar hann fær loksins að vera án mín þarna ;P Fórum svo aftur í dag ... vorum samt örlítið lengur en í gær. Ótrúlegt en satt þá fékk hann svo "frikadeller" í hádegismat ( þessir danir ;) ) ...

Þurfti eitthvað nauðsynlega að segja orðið kjúklingur í dag - á dönsku. En var bara engan vegin segja það. Vildi ekki eiga hættu á því að vera óvart að segja killing - þar sem ég vildi ekki að sú manneskja sem ég var að tala við haldi að ég borðaði kettlinga. Ætla mér nefnilega ekki að gera það ;) =)
Svona fyrir utan það gengur bara ágætlega að tala dönsku. Hélt samt alltaf að það væri auðveldara að tala dönsku við börn - heldur en að halda uppi samræðum við fullorðna manneskju. Komst samt að sannleikanum þegar ég var á vuggestuen með Eið. Þar var lítið stelpa sem vil BARA vera hjá mér .. bæði í dag og í gær. Svo þegar ég tala við hana, þá skilur greyið bara ekki neitt :P ... en hún var samt rosa yndisleg.
Fullorðna fólkið er náttúrulega aðeins meira líbó í því að reyna bara að skilja hvað maður segir. Þó maður segi það ekki alveg rétt. Eins og ég sagði við eina í dag ... maður gerir bara sitt besta. Og sem betur fer hefur það gengið bara ótrúlega ljómandi vel, og ég hef ekki enn átt í dönsku vandræðum ;)=D

Hvernig fer maður samt að því að gera eitthvað betra heldur en sitt besta?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahahahahaha!

Þú: Ég ætla að fá einn vel grillaðan kettling takk

Hneiglsaður Dani: Hvad? Hvað for helvide siger du kvinde! Gå væk! Vil du spise en killing! Jeg hader dig! Gå væk nu! Urrrrrrrrrr!!!!!!!!

Þú: Wó wó wó... slappaðu af... þó að þú sért greininglega grænmetisæta, þá þurfa ekkert allir að vera það!

Julie (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 22:22

2 Smámynd: Lena Ósk

Wow Julie ...  svona var þetta AKKURAT í dag... var bara enn að jafna mig á þessum brjálaða dana í dag .. að ég kom mér ekki í að skrifa þessi orð sem féllu í minn garð. Meina .. hann sagðist hata mig :'(

hehe ;)

Lena Ósk, 2.11.2007 kl. 22:34

3 identicon

Hohohohoho! En hvernig er þetta með fólk! Kann það ekki að kommenta!?

Julie (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 21:16

4 Smámynd: Lena Ósk

það er svosem ekkert nýtt skal ég segja þér ;) =D

Lena Ósk, 5.11.2007 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband