Færsluflokkur: Bloggar
Landafræði í Danmörku?
8.10.2007 | 19:42
Í skólanum hjá eldri stráknum á heimilinu eru 2 "salir" þegar maður kemur inn þeim megin sem stofan hans er. Í þeim "sal" sem skólastofan hans er ekki er einn veggur þakinn myndum af Evrópu... greinilega skólaverkefni. Því það er allt "svart - hvítar" myndir. og svo er búið að lita eitt land með lit, og segja frá því landi - semsagt svoleiðis við hvert einasta land í Evrópu.
Í þessum "sal" eru skólastofurnar hjá krökkunum í 4-6 bekk ( að mig minnir ) sem segir mér að það sé sá hópur barna að læra þetta í landafræði kennslu.
Og þar með hef ég komist að því að börn læra landafræði í skóla hérna í Danmörku ---- eða hvað ?
3 af hverjum 5 manneskjum sem ég hef talað við af netinu eða hitt frá netinu ( fólk frá dk ) hafa ekki grænan um hvar Ísland liggur. Í raun kippi ég mér nú ekki mikið upp við það - eða þannig. Meina, þó það væri ekki kennt í landafræði þá neita ég að trúa að Ísland ( fagra Ísland ) komi barasta EKKERT fram í sögu Danmörku. Ég meina - ég veit að Færeyjar og Grænland eiga líka stað í sögunni. og það er nú ekkert svo langt síðan að Ísland var undir stjórn Danmerkur.
En það allra besta var þegar ég hitti unga stelpu hérna um daginn ( jahh - eða kannski var hún ekkert svo ung, aðeins eldri en ég ) og við stöndum fyrir framan landakort. Hún var búin að segja mér áður að hún hafi ekki hugmynd hvar Ísland er, þannig ég ákvað nú bara vera góð í mér og benda henni á það. Hún horfði lengi á kortið og sagði svo
"afhverju hélt ég alltaf að það væri tengt Finnlandi ? Semsagt einhvers staðar hér" og benti á Tékkland !
horfði svo á mig og spurði
"Eða er Finnland kannski ekki hér?"
Ég brosti bara og sýndi henni hvar Finnland er
Ég veit ekki alveg en ég er nú ekkert súper góð í landafræði, en að vita ekki hvar Norðurlöndin eru, þegar maður býr sjálfur í einu þeirra, finnst mér nú hálf skammarlegt.
Er þetta kannski bara eitthvað sem er að gerast á Íslandi líka? Það að folk veit ekki lengur hvar nágrannalönd sín liggja?
já maður spyr sig.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Danmörk
8.10.2007 | 19:39
Flutningur til annars land getur reynst erfiður, en einnig getur það verið afar gott fyrir sál og líkama. Fer eiginlega allt eftir því hvernig maður ætlar sér að venjast því að búa í öðru landi, hvort menningarmunur sé mikill og fleiri stórir hlutir sem spila inn í.
Markmið mitt er að gera sem lang best úr þessu, enda hefur mig alltaf langað að flytja til Danmerkur. Og loksins lét ég verða af því.
Þar sem mér finnst ótrúlega gaman að pæla í menningarmun, mun á tungumáli, fólki, og öllu því sem hægt er að finna upp á, ákvað ég að koma mér bara upp síðu þar sem ég gæti einfaldlega skrifað um allt það sem mér finnst skrítið, æðislegt, skemmtilegt, leiðinlegt, en þó það besta : Öðruvísi, heldur en það land sem ég hef alltaf búið á, áður : Ísland :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)