Danmörk

Flutningur til annars land getur reynst erfiður, en einnig getur það verið afar gott fyrir sál og líkama. Fer eiginlega allt eftir því hvernig maður ætlar sér að venjast því að búa í öðru landi, hvort menningarmunur sé mikill og fleiri stórir hlutir sem spila inn í.

 Markmið mitt er að gera sem lang best úr þessu, enda hefur mig alltaf langað að flytja til Danmerkur. Og loksins lét ég verða af því.

 Þar sem mér finnst ótrúlega gaman að pæla í menningarmun, mun á tungumáli, fólki, og öllu því sem hægt er að finna upp á, ákvað ég að koma mér bara upp síðu þar sem ég gæti einfaldlega skrifað um allt það sem mér finnst skrítið, æðislegt, skemmtilegt, leiðinlegt, en þó það besta : Öðruvísi, heldur en það land sem ég hef alltaf búið á, áður : Ísland :) 

  


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband