Hafiði einhvern tímann vaknað ofan á ruslatunnu? Og alveg edrú !
14.12.2007 | 12:49
Ég hef nefnilega prufað það ! ekki það að ég hafi fengið mér lúr ofan á ruslutunninni, aldeilis ekki. En ég skrifaði einu sinni um sviða í löppinni á nóttinni. Svipað og þegar maður fær sinadrátt og vaknar og á að standa beint upp, ég var sko alveg viss um að það væri betra að ljúka bara sársaukanum strax - hoppa á fætur finna smá verk og voila verkur farinn =)
En svo varð ekki ...
Ég vaknaði semsagt í nótt með þennan yndilega verk / sviða í lærvöðva á hægri löpp. Byrjaði náttúrulega að taka sængina af mér því það má EKKERT koma við eða hreyfast löppin án þess að ég grenji af sársauka ( sem gerist nú ekki oft ). Svo allt í einu datt mér það snjallræði í hug að standa upp og láta verkin fara ... ég man að ég gerði það líka einu sinni. En munurinn á atvikinu ÞÁ og í nótt var að ég var búin að liggja í alveg svona 40 mín þegar ég stóð seinast upp. Seinustu nótt var ég bara búin að liggja í um 5 mín.
Allavega .. þegar ég stóð upp varð verkurinn ekkert minni heldur varð 3falt meiri. Ég ákvað að setjast á rúmið mitt og reyna bara slaka á og þegar ég væri tilbúin að finna aftur verk að leggjast þá og bíða svo bara þar til að þetta væri búin. Þegar ég settist var mér svo yndislega óglatt þannig ég teygði mig í ruslafötuna því ég var sko alveg viss um að ég þyrfti að æla ( ég gat ekki staðið upp til að fara inn á klósett )
Eftir einhvern tíma vakna ég á gólfinu, með andlitið í "fótunum" á stólnum mínum og OFAN Á ruslatunnunni! Fyrsta sem ég hugsaði var "hvar er ég?", "afhverju er mér svona illt í maganum,hvað "stingst" inn í hann?" og svo ... "Afhverju í ands***** ligg ég á ruslatunnu!!?" Ég fattaði hvað hafði gerst þegar ég sast aftur á rúmið mitt.
Féll greinilega bara í yfirlið af sársauka þegar ég hélt ég þyrfti að æla!
Þegar ég sat á rúminu varð ég svo "hrædd/ stressuð" að ég byrjaði öll að titra. Fyrst skulfu tennurnar og svo allur líkaminn. Ég reyndi að hugsa að ég þyrfti bara að slaka á og þá myndi ég hætta. Það virkaði eftir svona 5 mín. Enginn verkur í fótnum ennþá, þannig annað hvort var ég búin að liggja það lengi EÐA sem er líklegra að það hafi alveg slakað á vöðvanum þegar það leið yfir mig. Ég stóð upp, kveikti ljós og lagðist svo upp í rúm og sofnaði ... ætli þetta hafi ekki verið einhver tími sem þetta "ferli" tók.
Þar sem ég var ekki að fá þennan sting/ sviða í fyrsta sinn ákvað ég að kíkja til læknis. Þar fékk ég að vita að ég er með skaddaðan ( skaðaðan? ) lærvöðva á hægrilöpp og þarf að fara í sjúkraþjálfun næstu mán. Fæ samt líka fleiri niðurstöður eftir einhverja daga - frá blóðprufunni.
Lena
Athugasemdir
Össs... þú bara á leiðinni í sjúkraþjálfun!!! En sagði doksinn ekkert AF HVERJU lærvöðvinn væri svona?
Ms. Garðarsdóttir (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 15:48
nei, en gæti verið því ég datt af hestbaki .. eina sem hefur gerst eitthvað þarna. Hann sagði að það gæti alveg verið að það hafi legið í "leyni" allan þennan tíma.
Mig klæjar samt svo þarna :p svo skrítið allt
Lena Ósk, 14.12.2007 kl. 16:02
Jahá!
J dóttir Garðs (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 16:04
Neihei !
Lena Ósk, 15.12.2007 kl. 08:54
Júhú!!!!!!!!!! AHA!!!! Toppaðu ÞETTA!!!
Julie (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 15:47
nauh nauts !!!!!!! hahaha
Lena Ósk, 16.12.2007 kl. 14:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.