Engin kynhneigð??

Engin kynhneigð?

Þegar manni leiðist, á jóladagskvöldi, búin að hugsa um næstum allt þá þurfti ég endilega að fara hugsa um kynhneigð. Ekkert endilega mína kynhneigð beint - frekar svona óbeint, eða já .. notum frekar orðið almennt.

Ekki svo fyrir löngu sagði stelpa mér frá sinni einskonar kynhneigð. Hún byrjaði á því að spyrja mig hver mín kynhneigð væri og spurði svo

"En hvað ef það er enginn kynhneigð? - ég held mín kynhneigð sé engin"

Og í raun svaraði hún þarna spurningunni sem hún hafði spurt mig áður að. Þessi spurning hljómar kannski asnalega, en í raun og veru meikar hún vel sense. Ég hef oft sagt við fólk að ég sé "tvíkynhneigð" en bætt svo við - eða í raun og veru verð ég hrifin af manneskjunni, ekki líkamanum. Þýðir þetta þá ekki nokkurn veginn að maður laðast að persónunni en ekki kyninu, og hafi þar af leiðandi enga kynhneigð?

Og þá kemur stundum inn í "já, svo þú blokkerar alveg útlitið bara?". Og alltaf finnst mér þetta jafn æðisleg spurning.  Ég meina, flestar þær gagnkynhneigðar stelpur sem ég þekki geta alveg sagt mér hvort stelpa sé ljót, ( ófríð ), falleg ... etc, þó hún sé ekki hrifin af stelpum. Og afhverju ætti ég þá ekki líka að geta sagt hvort manneskja sé falleg eða ófríð, sama af hvaða kyni sú manneskja er.
Ég persónulega held það séu afar fáir sem pæla EKKERT í útliti á öðrum. En öll vitum við þó að manneskja verður fallegri eftir því sem meira maður kynnist henni , ef manni líkar persónuleikinn. Ekki satt?

En já, teljið þið að það sé hægt að hafa enga kynhneigð, eða mynduð þið bara kalla þetta pjúra tvíkynhneigð? EÐA þið yndislega fólk... haldiði bara fram því að allt það tvíkynhneigða fólk sé í algjörri afneitun og vilji ekki viðurkenna að það sé samkynhneigt? ( og nei, mér gæti ekki verið meira sama ef þér finnst það - ég virði skoðanir annarra )

 

Lena


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já isss... kynhneigð er flókið mál. Hjá sumum virðist þetta snúast BARA um kynlíf. Eins og t.d. ég fatta ekki fólk sem spyr eitthvað eins og "hvernig veistu að þú ert gagnkynhneið(ur) ef þú hefur ekki prófað að sofa hjá sama kyni". Kannski er það bara svona rosalega mismunandi hvort fólk sé meira laðað að persónuleika eða útliti, og þeir sem eru tví eru þá náttúrulega 100% laðaðir að persónuleika og 0% af útliti... og sjá bara hvernig manneskja þetta er... en ekki hvort þetta sé strákur eða stelpa.... ljótur eða feit og allt það. En æjjj... þetta er of flókið til að kryfja alveg inn að beinmerg hérna... haha!

Julie (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 04:10

2 Smámynd: Lena Ósk

hmm .. ég næ samt ekki hvort þú ert að segja að sumir segja, eða að þú sért að segja ... "og þeir sem eru tví eru þá náttúrulega 100% laðaðir að persónuleika og 0% af útliti

skiptir svosem ekki ... en ég held að neginn hugsi 0% um útlit .. en skulum samt vona það, svo allir fái séns ;)      

Lena Ósk, 29.12.2007 kl. 09:44

3 identicon

Híhí skemmtileg pæling. Held að ég geti verið frekar sammála þér með þetta Lena.

Svava Lind (Hraðbraut) (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 13:07

4 identicon

Ég er ekki frá því að ég sé bara sjálfkynhneigður.

Rúnar (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 16:09

5 Smámynd: Lena Ósk

ætli það sé hægt að rækta sjálfkynhneigð í sjálfum sér .. ég meina, ég er orðin frekar þreytt á að þurfa alltaf að hugsa " hvenær ætli ég finni mér "maka"" haha =D ... 

ég ætla finna námskeið í þessu .... 

hvernig segir maður sjálfkynhneigð á dönsku?     

Lena Ósk, 29.12.2007 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband