Ísland - Strikið - Morð !

Svo er það staðfest að ég komi til Íslands þann 15.mars. og það er ekkert fátt sem mig langar svo að gera þegar ég kem - ég ætla allavega að reyna að komast yfir það flest allt.

Snædís og Eiður eru búin að vera slöpp þessa vikuna og því bara verið heima með mér.  Svo fór Snædís í leikskólann í dag en Eiður var bara heima. Þegar við fórum í leikskólann þá stóð öll deildin hennar og var á leið í afmæli, sem Snædís rétt náði að fara með. Vegna veikinda þessa vikuna þá vissum við ekkert að það væri afmælisveisla heima hjá einni stelpunni í dag ( eða ég vissi það alla vega ekki ).

Á leiðinni heim sá ég og Eiður RISA kranabíl sem var að lyfta vöggustofu sem átti að flytja ( ekki hans stofu samt ) skrítið að sjá bara allt í einu ekkert hús þarna þar sem þetta var frekar stórt hús ( 4 einingar - í flutningi ). Held að Eiður hafi nú samt ekkert verið að pæla í því, en hann var nú alveg að fíla "brrrrruuuuuuummmmm" -a  =)

Þó ég hafi farið út síðustu helgi - sem var reyndar ekki fyrirfram ákveðið þá ætla ég að fara í bæinn í kvöld líka. Síðustu helgi fór ég og hitti íslenska stelpu sem er aupair hérna og svo "dró" hún mig með í bæinn í kvöld - vorum þó fyrst í heimahúsi hjá annarri íslenskri stelpu sem var ný flutt hingað.
þar sem ég þekki ekkert voða marga hérna í dk þá hef ég ekkert veri ð að fara neitt í bæinn og svona um helgar - líka ég hafði bara ekki grun um hvernig ég ætti að koma mér heim. En núna hef ég komist að því að það fer næturstrætó heim til mín á klukkutíma fresti frá hálf 2 - hálf 5. Lestin byrjar svo að ganga rétt fyrir 6 á morgnana. Seinustu helgi tók ég lestina hálf 4 og var komin í minn bæ hálf 5. Semsagt 30 mín lengur en venjulega, sem gerði svosem ekki mikið.
Mér hefur aldrei neitt verið voða vel við þá hugsun að labba ein á kvöldin / nóttinni í mið Köben, en ég lét mig hafa það að labba hálft Strikið - ALEIN ! Ég var svo eitthvað að tala við pabba um að það hafi verið svo mikið af fólki að ég var ekki að hræðast neitt. Að sjálfsögðu þurfti pabbi að nefna það við mig " jah, en það var nú bara strákur drepinn þarna um daginn á strikinu"

Hue mordet - ég hafði ekkert heyrt um þetta morð sem pabbi var að tala um og fór þá svona nokkurn vegin í að leita á netinu hvað hafði gerst. Ég man ekki einu sinni eftir að hafa séð frétt um þetta á mbl .. þó ég sé nokkuð viss um að það hafi alveg verið sagt frá þessu einhverstaðar í íslensk fjölmiðlum :P
Það var allavega þannig að það voru einhverjir vinir saman og svo komu þrír strákar að öðrum stráknum og sögðu honum að gefa þeim húfuna hans. Hann sagði nei - sem varð til þess að hann var drepinn... ég neita að trúa að svona laga gerist.

Hér má svo sjá nokkrar greinar um þetta mál - en ég mæli ekki með ef þið eruð viðkvæm, mér finnst þetta allavega alveg rosalega sorglegt.

http://www.bt.dk/article/99999999/krimi/80108047/&template=temaovr&temanr=1959

En já, í kvöld / nótt þá verður ekkert eins auðvelt fyrir mig að fara svona "snemma" þar sem að Petra á heima laaaaangt í burtu frá köben - og enginn strætó gengur heim til hennar .. Frekar mikið fúlt ( fyrir hana ) þannig ætli við verðum ekki bara í bænum til fyrstu lestar ( klukkan 6 ) þar sem ekki fer ég að skilja hana bara eftir þó hún sé fullorðin manneskja. Ég myndi allavega ekki vera neitt mjög sátt ef ég kæmist ekki heim fyrr en 6 og hún færi um 4 =S

 

Oh, ætla fara gera eitthvað af viti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Húfu morðið... ég held að þetta sé heimskulegasta ástæða ever til að drepa einhvern!

Julie (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband