Sól hjá mér ..
27.1.2008 | 18:16
oog nei ég er ekki í Suður Ameríku.
Í gær náði veðurofsinn hér hámarki líka. mér stóð ekki einu sinni á sama .. var nokkuð viss um að húsið myndi fjúka, ... en svo varð ekki Þó fóru nokkrar ruslatunnur á flakk hjá nágrönnum og svona ...
Þegar ég vaknaði í morgun ( þegar Jamal hringdi klukkan 10 á sunnudagsmorgni ), þá hefði ég getað verið á sólríkum stað því sólin skein beint inn ( í augun á dísunni minni reyndar ). Þegar ég loksins kom mér á fætur og leit út um gluggann sá ég þetta "viðundurlega fallega" veður
Sól og logn
Þannig mín fór út í hjólatúr - alla leiðina út í Super best! oooog þar með hvarf líka söknuður minn til Íslands .. eftir að hafa lesið allar "góðu" veðursögurnar þaðan.
og nú viti þið það ... þið þurfið alla vega ekki að hafa áhyggjur af mér í góða veðrinu hér.
( sem ég var samt ekkert of sátt við þegar ég sá allt rykið inni í herberginu
mín þegar sólin skein inn )
Veðurofsinn að ná hámarki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er bara bull... ég ligg hérna úti í garði að sóla mig!
Julie (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 23:57
Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sálarinnar, þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín uppskorin. Hann er brauð þitt og arineldur. Þú kemur til hans svangur og í leit að friði. Þegar vinur þinn talar, þá andmælir þú honum óttalaus eða ert honum samþykkur af heilum hug. Og þegar hann þegir, skiljið þið hvor annan.
Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins og fjallgöngumaður sér fjallið best af sléttunni. Og láttu vináttu ekki eiga sér neinn annan tilgang en að auðga anda þinn, því að sú vinátta, sem leitar einhvers annars en síns eigins leyndardóms, er ekki vinátta.
Og gefðu vini þínum það, sem þú átt best. Ef hann verður að þekkja fátækt þína, lát hann þá einnig kynnast auðlegð þinni.
Og vertu glaður með vini þínum og njóttu með honum lífsins. Því að í dögg lítilla hluta finnur sálin morgun sinn og endurnærist.
Julie (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 14:27
"Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru hans"
þessi setning er svo sönn :)
en annars Takk Júlíana mín =)
Lena Ósk, 28.1.2008 kl. 18:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.