MBL les hugsanir =O
21.2.2008 | 20:41
Eða ekki ...
Alveg fannst mér með ólíkindum að MBL skuli ekki hafa komið með frétt um sprenginguna sem var í Köben í gærmorgun, ég var nú alveg á því að MBL hefði lesið hugsanir mínar sem voru einhvern veginn á þessa leið
"Já neinei, nú mega þessir Íslendingar alveg hætta að setja inn þessar frekar ó-geðslegu fréttir hérna frá Danmörku. Morð, einhver stúlka lokuð inn í kofa, sprengingar, mótmæli ... svona áður en foreldrar mínir krefjast þess að ég komi mér heim til Íslands - þar sem aldrei gerist neitt ( sem er náttúrulega ekki satt ) !"
En neinei, svo gott var það ekki. Nú þarf ég bara að krossa putta um að foreldrar mínir hafi ekki séð þetta ;) ekki það að þau hafi eitthvða "leyfi" til að segja mér til núna - þó mamma mín vilji meina annað =P ( en þar sem ég ósköp góð manneskja þá eru þetta nú foreldrar mínir, og ég virði og íhuga vel það sem þeim finnst )
En þessi frétt þótti nú samt ekki það merkileg að hafa hana lengi á forsíðunni - hún var allavega ekki lengur þar um klukkan 5 í gærdag, en samt var ennþá fréttin um risa stóra frímerkið ( úúú já ! hverjum þykir ekki merkilegt að lesa þá frétt í 8unda sinn- ég ræð mér ekki af spenningi )
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.