Söknuður
13.3.2008 | 07:57
Hitti Petru og Amir á þriðjudaginn, þurfti svo að flýtja mér að ná strætó og hún lestinni þannig það var svona fljót kveðja hent á hvort aðra og svo have a nice trip to Iceland / Ireland ( hún fer þangað eftir viku ). Og svo bara BÆ til þeirra beggja. Í strætó á leiðinni heim leið mér fáranlega skrítið, einhver tilfinning sem ég hef bara aldrei upplifað áður en reyndi eftir minni bestu getu að blokka hana því þetta var svo óþægilegt. Hélt svo bara áfram að hlusta á tónlist úr Ipod-inum og hreyfði varirnar með. Svo þurfti endilega að koma lagið big girls dont cry með Fergie ooooog vá hvað þessi óþægilega tilfinning kom einum of hratt yfir í annað sinn. Ég gat samt engan veginn tengt hana við lagið í fyrstu.
ALLT í einu fattaði ég að ég hlustaði alltaf á þetta lag í fyrra, bílnum hennar Júlíönu, kvöldin í sumarbúðunum, fyrir útskrift, á dagsbirtu nóttum ... og þá fattaði ég það lagið minnti mig bara einum of mikið á sumarið síðan í fyrra heima á Íslandi sem ég sakna ekkert lítið.
Eins gott að ég fái að rifja upp minningar með ykkur þarna skrípin ykkar heima á Íslandi þegar ég loksins kem!
Við heyrumst ! =)
Athugasemdir
Ég held að ég muni hanga í flugvélinni þegar þú ert að fara til baka! Ömm... þar sem að það mun náttúrulega koma í veg fyrir að hún komist í loftið!
Júlíana (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 12:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.