Maí mánuður.
3.6.2008 | 07:01
Ákvað að koma með smá blogg - bara rétt til að þið vitið hvað er að gerast hérna úti - þó það sé nú ekki margt.
Helsta er að ég er hætt við Króatíu í sumar. Stressið var að drepa mig; Við vorum ekki búnar að panta miða - miðinn verður alltaf dýrari og dýrari, þetta hefðu verið 2 síðustu vikurnar í júlí á þessu ári sem þýðir akkurat sá tími sem maður fær að vita hvort maður sé kominn inn eða ekki í skóla og sama með húsnæði. Hitinn í Króatíu er upp í 45°c á þessum tíma - ég er að kafna úr hita í þessum 25°c sem eru hérna í DK þessa dagana - veit ekki hvernig ég ætti að lifa af í 45°c. Og, svo hefði þetta eiginlega bara verið afslöppunarferð - strönd og drykkja í 2 heilar vikur. Ég er ekki alveg týpan til að nenna og vilja liggja á ströndinni allan daginn - fínt í 1-2 daga þó.
því hef ég ákveðið annað ferðalag.
Berlín - München. Það er samt ekkert alveg 100%, en ætti að koma í ljós í þessari viku. Ég færi ein, en myndi svo hitta á vin minn í München þar sem við ætlum að fara í dagsferð að skoða kastala. Færum svo daginn eftir til Berlín þar sem við ætlum að reyna að kynnast sem mestu af fólki á 1000 herbergja hósteli í miðri borginni. Ýkt spennandi.
Sú ferð yrði farin um 22 júlí, og ég kæmi svo aftur til DK 6-7 dögum seinna.
Keypti mér nýja myndavél - og hef sjaldan verið jafn ánægð með eitthvað sem ég eyði peningunum í. Ætlaði að kaupa eitthvað smotterís vél, en ákvað svo að leggja í Canon Ixus90 :) Hún er nokkuð ódýrari hérna úti heldur en heima, munar um einhvern 20þús. Á reyndar eftir að kaupa viðbótartrygginguna, sem ég ætla mér að gera vonandi í þessari viku. Einnig vantar mér minniskort, ekkert rosalega heillandi að taka einungis 10 myndir í hvert skipti. Allt í allt held ég að þetta muni kosta um 45 þús.
María kemur svo hérna til DK eftir viku, og ætlar svo að koma í heimsókn hérna þar næstu helgi, ég vonast eftir góðu veðri svo annar dagurinn af 2 getur farið í Tívolí ferð - og þá allan daginn / kvöldið svo hún geti fengið að sjá flugeldasýninguna um kvöldið - og svo kannski ströndin daginn eftir. En það kemur bara allt í ljós. Hún fer svo heim aftur í enda júní.
Innan við mánuður þar til ég fer til Ömmu og afa og verð þar til Berlínar ferðar. Eins gott að það verði sumarblíða út júlí svo ég geti eytt dögunum í að fá smá (meiri) lit, og hreyfinguna - að koma mér á ströndina! Vonast svo eftir að fá húsnæði þar sem ég get flutt inn 1sta ágúst - svo ég hafi smá tíma til að koma mér fyrir áður en skólinn byrjar um miðjan ágúst. Sæþór ætlar svo að koma eitthvað í heimsókn einhvern daginn í ágúst ( það er allavega planið hjá honum, veit ekkert hvað verður úr því ) og svo koma 2 aðrir vinir og verða hvor 1-2 nætur ( eru að ferðast um Evrópu, og ef þeir koma til Dk þá gista þeir ).
Fátt annað merkilegt að segja frá. Hef farið í nokkrar góðar piknik ferðir í Hilleröd ( og eina út á verönd heima hjá Petru =P ). Örugglega farnir nokkrir tímar af maí í Fox and Hounds barinn, og ekki má gleyma að ég er fastagestur í H&M - þó ég kaupi ekkert alltaf eitthvað. ( Veskið mitt er frekar tómt þessa dagana :( )
Held ég láti bara gott heita í bili - og komi svo með annað blogg í enda mánaðar, eða byrjun næsta. Þangað til þá - njótið sumarsins :D
Athugasemdir
Jæja loksins blogg frá þér! En pfff... ætlaru bara að vera svona *einusinniímánuði* bloggari!? Er ekki nógu hress með það sko! Jæja... svo framalega sam þú standir þig þó í kommentunum ætla ég ekki að skammast neitt mjög mikið!
Júlíana (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 15:04
Hæhæ Sæta mín ..
Vá ég veit ekki einu sinni hvar berlín er :P
Langar svo að vera ein af þessum 2 manneskjum sem koma í heimsókn til þín í sumar :(
veit ekki hvað ég á að seigja meira :P en jámm lovjú verí mutshhh Þín Anna :*:*
Anna Margrét (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 23:47
Júlíana : Hahaha, ég hef bara ekkert annað að blogga um, þannig held það sé fínt að koma með uppgjör í hverjum mánuði :P Ég skal reyna mitt besta í kommentum.
Anna: Berlín er í þýskalandi =) Þannig frekar stutt að fara fyrir mig :P oooh, þú kemur bara seinna hingað ( jólaferðin þín og mömmu ykkar - þó það borgi sig ekkert lengur að koma hingað í verslunarferð ;) ) Elska þig líka :*
oooog til ykkar beggja, ---- vááá hvað ég sakna ykkar!
Lena Ósk, 5.6.2008 kl. 07:38
Pfff... *hnuss* á þig bara!!!!! JÁ *HNUSS* Ég er enn þá öskuill út í þig fyrir að yfirgefa mig hérna!
Julie (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 02:52
Já og P.S... Ég held að það þurfi einhver að gefa Önnu landakort!
Julie (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 02:54
Hæ hæ mér líst vel á að fá mánaðarblogg betra en ekkert. Ertu búin að fá svar í hvaða skóla þú ferð? Og takk fyrir álitin hjá mér þú ert sú eina virka sem eitthvað þorir að skrifa. Hlakka til að lesa næsta blogg njóttu þín úti í sólinni. Mundu eftir sólvörn smá mömmustælar ;) bæó
Áslaug (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 23:52
hehe, takk fyrir það :) Held að maður verði aldrei minntur of oft á sólarvörnina :P Má nefnilega ekki við því að gleyma henni :)
Lena Ósk, 7.6.2008 kl. 00:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.