mánudagur - vigtun

Mánudagur í dag sem þýðir vigtunardagur - líkt og föstudagar ( sú tala er bara svona til að sjá hvort mér hafi gengið ágætlega í vikunni - og til að sjá hvort ég sé bara að sukka um helgar í stað virka daga )

Ég fékk plús tölu upp í morgun, sem þýðir að ég hafi bætt á mig síðan síðasta mánudag. Ég veit ég ætlaði að koma með töluna inn ( muninn ) en fæ það samt ekki af mér að koma inn með plústölu - held það sé alveg nóg að þið vitið að ég þyngdist. 

 Þar sem ég verð alveg ágætlega pirruð ef það kemur plústala þó ég eigi alltaf upp á mig sökina ( Nema náttúrulega þegar Petra er hérna um helgar og treður í mig gúmmílaði þegar ég sef! :P ) þá geri ég aldrei neitt í því. Í flestum tilvikum fær það fólk til að standa sig betur en vikuna áður en ég held bara áfram sama farinu - nema þegar ég virkilega hugsa um hversu mikið ég ætla að standa mig ... 

og það er mín hugsun núna ( hún getur breyst á 10 mín! ) :) 

Elsku besta, vinkona mín hún Júlíana gerði fyrir mig hlaupaplan - án djóks. Ekki það að það sé eitthvað ólíkt að hún geri það fyrir mig en ólíklegra að ég fari eftir því. En það var samt annar dagurinn í dag ( fyrsti dagur plans, annar hlaupadagurinn ) og ótrúlegt en satt þá var þolið betra í dag en í gær, og ekkert smá ánægð með það og hugsunin þá núna að mig langi að halda áfram að vera dugleg. (  og þar sem hún ætlar að vera fjarþjálfari minn, þá er eins gott fyrir mig að standa mig :P ) 

____

annars er voða lítið að frétta. Petra var hérna um helgina, og Amir aðra nóttina. Fór í Tívolí í gær með Pascal og Lisbeth ( Couchsurfing!) því það var síðasti dagur sumardagskrás tívolís :) Ekkert smá fín flugeldasýning í endann - og þar sem ég tók hana upp þá kem ég kannski með hana hingað inn í næsta bloggi. Hef svo eytt öðrum tíma í lærdóm og eldamennsku af grænmeti sem ég er orðin nokkuð ánægð með að borða MIKIÐ af. - enda ekki borðað neitt kjöt af viti síðustu .. MARGA daga, á þó von á að það breytist næstu helgi þar sem ég fer yfir til ömmu og afa í helgarheimsókn - rétt til að slappa af og læra :) 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki taka þessa plústölu of alvarlega, allt sem það getur verið er mismunandi saltmagn í mataræðinu milli daga. Maður getur farið upp og niður alveg slatta bara út af vökvasöfnun út af salti!

En jú jú þú skalt sko standa þig í hlaupunum! Ert með fjarþjálfara af hörðustu gerð! Svo hlaupum við Köbenmaraþonið saman 2010!

Júlíana (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 21:49

2 identicon

hæhæ langaði að kvitta fyrir bloggið fyrir neðan líka :) svo þú færð eitt komment á tvo blogg þetta gæti orðið soldið langt :) 

mér finnst æðislegt að heyra af átakinu þínu og myndirnar eru ótrúlegar :) þó maður hafi þekkt þig á þessum tíma þá sá maður þig á hverjum degi svo maður sá ekki hvað breytingin var mikil (auðvitað sá maður breytingu ekki misskilja en vááá ég gerði mér engann veginn grein fyrir að hún væri svona mikil)!! þú ert sko dugnaðarforkur Lena mín! það eru ekki margir sem geta þetta og ég er ótrúlega stolt af þér, mér líst líka vel á að hugsa um þetta sem líffstíl en ekki megrun það er miklu skemmtilegra þannig :) ekki hætt alveg að borða samt :D fékk soldið illt í hjartað þegar þú sagðir að þú hefðir borðað lítið, leið betur þegar ég sá að þú varst ekki komin í neina hættu en það er miklu betra fyrir allan líkamann að fá næga næringu og þá bara lítið og oftar í einu heldur en að vera svangur eða fá bara nóg til að ganga :D en það veistu líklegast :) með gosið þá gerir sódavatn trikkið fyrir mig :) ef mig langar alveg ótrúlega mikið í pepsí max (minn djöfull) og ég fæ mér sódavatn í staðinn þá lagar það þörfina (fyrir mig allavega datt í hug að deila því með þér).

og með plús kílóið mundu það að allt sem fer upp kemur niður aftur! svo þú verður bara í enn meiri mínus næst :D hlakka til að fylgjast með þessu með þér og frábært að heyra hvað þér líður vel þarna úti :)

Tinna Borg (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband