-2,8 kg á einni viku :)
20.10.2008 | 12:41
Mánudagur til mæðu eða hvað?
.. ekki beint fyrir mig, fer bara ótrúlega vel í mig og hver ætli ástæðan fyrir því sé :D
ákvað fyrir 2 vikum að byrja á smá "hreinsun" á mánudeginumm 13.okt og taka út kjöt, hveiti .. og já allt nema grænmeti og ávexti. Ætla að halda út næstu vikuna, og helst þangað til Anna Margrét kemur 1. Nóv.
Núna síðan á mánudaginn síðasta hef ég tapað ( og langar ekki að finna þau aftur!) ; 2,8kg
Sem er alveg nokkuð mikið fyrir eina viku, og án þess að svelta mig þar sem ég var ALLTAF étandi sem mér fannst frekar óþægilegt fyrst. Sem dæmi var 1 dagur svona:
7:00; banani + appelsínu djús blandað saman ( töfrasproti ) .. ca. 250 ml.
10:00 Banani
12:00; grænt epli
14:00; kál með sveppum og ananas :) ( Semsagt já, salat ) + stórt vatnsglas
18:45; 4 kartöflur og salat + 2 stór vatnsglös
21:00; appelsínu djúsglas
Appelsínu djúsinn er þá bara úr appelsínum, engin bætandi efni í þannig hann kemur vel inn sem orka. Ótrúlegt en satt þá átti ég vel von á að vera SVÖNG allaþessa daga en í raun og veru var ég bara pakk allan daginn nema þarna rétt fyrir 12.
Bara smááá eftir í að vera komin í - 50 kg núna, vonast til að ná því áður en Anna kemur, þó það geri ekki neitt ef ég næ því ekki fyrir þann dag, en ætla að ná því fyrir afmælið mitt ( markmið 1; -50 kg fyrir 16.nóv ). Ég á svo nokkur önnur markmið, en það er meira svona langtíma. Ætla t.d. að vera komin í -67kg ( sem er lokatalan að vissu leyti ) fyrir 20ára afmælið mitt - sem er núna bara 1 ár og 1 mánuður þangað til.
Ég eyði stórum hluta af dögunum í að hugsa um megrun og hvernig ég lít út, hvernig ég leit út, og hvernig ég gæti litið út eftir að missa fleiri. Þó það hljómi kannski ekkert of vel að hugsa svona mikið um þetta - þá læri ég ótrúlega mikið af því og mest þá hversu vænt mér þykir um líkamann þó ég hafi kannski ekki hugsað nógu vel um hann síðustu árin. Eftir því sem ég grennist brýst sjálfstraustið út í miklu mæli og mér líður betur og betur eftir því sem hvert kíló fer. Ég hef ekki enn fengið mig í að skrá niður cm tölu - en ætti náttúrulega frekar að gera það; skiptir víst meiri máli en kílófjöldinn.
Eitt þykir mér samt svooo leiðinlegt. Ég stefni á að vera komin í kjörþyngd í desember 2009. Þar sem ég á núna bara eftir um 18kg í það þá myndi ég segja að ég ætti ekki að hafa vandamál með það. Þegar kjörþyngd er náð er önnur vinna tekin við. Ræktin, ræktin, ræktin til að koma húðinni í rétt form. Ég veit það er mikil vinna, en einhvern veginn gæti ég samt ekki hugsað mér að fara í einhverjar aðgerðir - enda oft hugsað til þess að það væri að gefast upp - því ég veit ÉG get þetta alveg ( geri mér fulla grein að þetta er ekki möguleiki fyrir alla, og því myndi ég ekki segja að þær sem hafa farið í einhvers konar aðgerðir séu að gefast upp ).
Ég veit til stelpu hérna í Köben sem missti 60 kg á einhverjum tíma, en tók svo ca. Helmingi lengri tíma að fá húðina á sinn stað og strekkta, það þýðir að ég yrði fín .. fyrst þegar ég hef lokið námi. En það er nú samt þess virði að vera fyrst "fín" þá frekar en aldrei,ekki satt?
Ég horfi stundum á biggest looser með nágrönnum mínum, og svo byrjuðum við að tala um megranir og annað þesslíkt. Ég minntist á að ég þyrfti að losna við 22 kg (þá) til að komast í þá tölu sem ég væri sátt við. Ég hef sjaldan fengið jafn mörg "skrítin" augnráð á mig, ég væri sko EKKI að fara losna við 22 kg til viðbótar - þau myndu ekki vilja sjá mig sem tannstöngul =S
... í flestum tilfellum ætti þetta að vera hrós. En því miður er erfitt að útskýra fyrir fólki sem hefur ekki verið spikfeitt, og svo tapað einhverju að ég tek ekkert öllu eins og þau. Mér finnst í raun hálf móðgandi þegar fólk segir við mig að ég líti vel út núna og vil meina að ég eigi kannski 10 kg eftir L Raunin er nefnilega að ég á mikið meira en 18 kg eftir til að komast í kjörþyngd miða við hæð. (efast samt um að ég mun geta farið eitthvað mikið meira niður en 23 kg því það myndi vera ..viðbjóður í mínum augun fyrir mig =S
Oh hvað ég hljóma bitur þessa dagana, en kannski það sé bara rétt?
Annars einn brandari í lokin - á dönsku ;) ; svona í tilefni þess að ég sé í hjúkrunarnámi :P
3 sygeplejesker sad og kiggede på en sædklat i et mikroskop, da overlægen pludselig kommer forbi og spørger hvad de sidder og laver?
De bliver lidt forlegne, men den ene siger så, at de bare sidder og kigger på en spytklat.
Overlægen kigger i mikroskopet og derefter på de 3 sygerplejesker, mens han udbryder:
"Så må der være en af jer 3 unge damer, der har glemt at børste tænder her til morgen ...
Athugasemdir
Flott hjá þér!
Þú átt örugglega bara eftir að finna það sjálf þegar þér finnst þú þurfa að stoppa :) En til lukku aftur hehe
Snæja (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 13:46
Því yngri sem þú ert því meiri líkur eru á því að húðin í þér jafni sig hratt og vel, þú ert náttúrulega það ung að þetta ætti ekki að vera vandamál fyrir þig þar sem þú ert með fullan teygjanleika í húðinni.
En innilega til hamingju með árangurinn! Bara agljört æði hjá þér, vildi að ég væri eins dugleg og þú :)
Rebekka (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 18:03
Takk sætu þið ! :)
En já, hafði reyndar gleymt að hugsa til þess með "ungleika" og húðina - gott að fá svona smá meiri jákvæðni í þetta, þó húðin sé nú þegar frekar mikil :(
Lena Ósk, 21.10.2008 kl. 18:15
Þetta er æði hjá þér! þú ert svo dugleg sæta mín ;* En það er gott að þú sért búin að finna mataræði sem hentar þér og það er frábært svo lengi sem þú borðar! Hitt er alls ekki gott og getur alltaf endað illa, trúðu mér ég tala af reynslu :S
En vá hvað þetta er æðislegt hjá þér :D
Klara Valgerður (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 19:19
Rosalega ertu dugleg stelpa til hamingju með árangurinn. Og skemmtilegar pælingar um megrun ég ætla að taka þig til fyrirmyndar og reyna vera dugleg hef ekki verið það uppá síðkastið. Baráttukveðjur og gangi þér vel með afganginn.
Áslaug (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 20:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.