23.nóv

19 ára og viku gömul! – Þakka fyrir allar hamingjuóskirnar =)

Allt gengur sinn vanagang og því væri í raun og veru bara algjörlega óþarft að blogga, en ætli ég geti ekki kreyst fram einhverjar fréttir fyrir bloggþyrsta vini og vandamenn.

Ætlaði að vera geðveikt dugleg að læra um helgina, en það gekk ekki alveg eftir. Náði ekki lesefninu fyrir föstudaginn, þannig ákvað að vera bara heim þann daginn í stað þess að fara í skólann og vera eins og einhver asni sem ekki vissi hvað var verið að tala um. Í staðinn kláraði ég að lesa námsefnið og ef mig minnir rétt held ég hafi ekki orkað mikið meira þann daginn – veit samt ekki alveg hvaðan sú þreyta kom. Rétt eftir miðnætti kom sá fallegi læriandi yfir mig og ég eyddi 3 tímum í að teikna upp ( og skrifa inn á ) allt það sem ég hef lært í líffærafræðinni síðustu 2 vikur og hafði gaman af og lærði líka alveg heilan helling.

Á meðan á teikningum stóð skrifaði ég á msn með Hildi vinkonu heima á Íslandi – langt síðan við höfðum tíma til að bulla svona mikið eins og þá ... ( kannski voru einhverjir öfgar í bullinu okkar – en það er bara okkur líkt ). Hlakka svo að koma heim til að hitta hana og knúsa litlu Söndru hennar og Ármanns, enda enn frekar bitur út í að ekki hafa haft tækifæri á að hitta hana  ( hildi, sandra ekki komin þá :P ) í síðustu íslandsferð – og hef þar af leiðandi ekki hitt hana síðan í útskriftarveislunni minni ( sem var líka mjög stutt stopp því miður ), en það kemur að því að ég hitti hana á ný! =)

Mér finnst allt vera að gerast í kringum mig, á milli þess sem það er brjálað að gera hjá sjálfri mér ( svona 1dag í viku eða svo ;) ). Þess á milli læt ég mér leiðast með skólabókum, sit í eldhúsinu og tala mína bjagaða dönsku við góða nágranna eða fer í mat heim til vina – líkt og í gærkvöldi. Lúxus að eiga vini sem nenna að elda fyrir mann ;)

Skellti mér til læknis í síðustu viku .. blóðþrýstingurinn í tip toppi og því lítið hægt að gera. Á þó að fara í einhverjar blóðþrýstingsmælingar í janúar og vona að það komi bara góðar niðurstöður úr því  ( sem betur fer geta ekki einu sinni komið alslæmar niðurstöður úr því, þannig ég veit fyrirfram að ég sé ekki í neinni hættu )

Það styttist í ferðalagið mitt – bara fáeinir dagar! Erum orðin frekar spennt – enda algjörlega ný upplifinu fyrir mig að fara um mið evrópu – á puttanum! ( foreldrum og vinum til skemmtunnar ;) ). Eitthvað hefur planið okkar breyst og ekki enn náð fullri skipulagningu og því get ég ekki sagt hvernig það verður. Ætli það komi ekki bara í ljós svona fyrst í ferðalaginu og því verði ég bara að segja frá því hvernig  var þegar ég er komin heim fyrst – spennandi? Eina sem við vitum núna er svona nokkurn vegin hvaða leið við ætlum að fara en erfitt að ákveða núna hvar við ætlum að stoppa því maður veit aldrei hvað ”hitchhiking” býður í för með sér .. hvort maður nái 200 km á dag .. eða jafnvel upp í 1000 =)
Það verður þrátt fyrir það stoppað í Hannover og í kastala einum í þýskalandi ( alveg við landamærin við Austurríki ). Næsta stopp verður einhvers staðar í ölpunum og svo höldum við áleiðis til austur Króatíu – höfum ákveðið að stoppa ekki í Zagreb ( höfuðborg Króatíu ) og Bratislava – einungis vegna tímaskorts. Viljum allavega ná að vera minnst 2 daga í borgum sem við stoppum í – svona aðeins til að kynnast fólkinu sem hýsir okkur – og til að hafa smá tíma til að skoða okkur um.

 Held það sé komið nóg í bili bara - reyni svo að vera aðeins duglegri að koma með eitthvað  hérna inn :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband