Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Elsku vinir og vandamenn

Image and video hosting by TinyPic

Engin kynhneigð??

Engin kynhneigð?

Þegar manni leiðist, á jóladagskvöldi, búin að hugsa um næstum allt þá þurfti ég endilega að fara hugsa um kynhneigð. Ekkert endilega mína kynhneigð beint - frekar svona óbeint, eða já .. notum frekar orðið almennt.

Ekki svo fyrir löngu sagði stelpa mér frá sinni einskonar kynhneigð. Hún byrjaði á því að spyrja mig hver mín kynhneigð væri og spurði svo

"En hvað ef það er enginn kynhneigð? - ég held mín kynhneigð sé engin"

Og í raun svaraði hún þarna spurningunni sem hún hafði spurt mig áður að. Þessi spurning hljómar kannski asnalega, en í raun og veru meikar hún vel sense. Ég hef oft sagt við fólk að ég sé "tvíkynhneigð" en bætt svo við - eða í raun og veru verð ég hrifin af manneskjunni, ekki líkamanum. Þýðir þetta þá ekki nokkurn veginn að maður laðast að persónunni en ekki kyninu, og hafi þar af leiðandi enga kynhneigð?

Og þá kemur stundum inn í "já, svo þú blokkerar alveg útlitið bara?". Og alltaf finnst mér þetta jafn æðisleg spurning.  Ég meina, flestar þær gagnkynhneigðar stelpur sem ég þekki geta alveg sagt mér hvort stelpa sé ljót, ( ófríð ), falleg ... etc, þó hún sé ekki hrifin af stelpum. Og afhverju ætti ég þá ekki líka að geta sagt hvort manneskja sé falleg eða ófríð, sama af hvaða kyni sú manneskja er.
Ég persónulega held það séu afar fáir sem pæla EKKERT í útliti á öðrum. En öll vitum við þó að manneskja verður fallegri eftir því sem meira maður kynnist henni , ef manni líkar persónuleikinn. Ekki satt?

En já, teljið þið að það sé hægt að hafa enga kynhneigð, eða mynduð þið bara kalla þetta pjúra tvíkynhneigð? EÐA þið yndislega fólk... haldiði bara fram því að allt það tvíkynhneigða fólk sé í algjörri afneitun og vilji ekki viðurkenna að það sé samkynhneigt? ( og nei, mér gæti ekki verið meira sama ef þér finnst það - ég virði skoðanir annarra )

 

Lena


að láta sér leiðast ...

( skrifað í gærkvöldi/nótt, en sett inn í dag =) )  

Er ekki örlítið sorglegt að láta sér leiðast og spila minesweeper að kveldi annars í jólum. Ekki nóg með það heldur að hafa horft á heila seríu af ugly betty allan 2.juledag. ( þökk sé TV zulu ). Það er alltaf sagt að "skemmtilegt fólk" lætur sér ekki leiðast, það finnur sér bara eitthvað að gera. En ég vil meina það að þessi fullyrðing er bara ekki rétt. Þó að ég sé að lesa, prjóna, horfa á ugly betty, spila minesweeper - þá leiðist mér bara samt, þó ég sé að gera eitthvað.  Sem betur fer skilja amma mín og afi að mér leiðist - annars væri ég dauðans matur.

Maður verður fljótt góðu vanur - ég einfaldlega sakna þess bara að heyra í Mána, Snædísi og Eið, þó það væri bara til þess að segja þeim "nú hættum við að hoppa í rúminu" ;)  ( EKKI einu sinni detta það til hugar að nefna það hvernig þetta verður þegar ég flyt (frá þeim ))

En ég hafði nú samt hugsa mér að fara heim ( ekki til Íslands þó ) á morgun, um leið og amma er búin að vinna. Mér finnst nú samt svolítið sorglegt að hlakka til að fara heim, og þar af leiðandi frá ömmu og afa. En ömmur og afar geta ekki alltaf gert allt, og ég skil alveg vel að það yrði eitthvað skrítið ef þau ætluðu að reyna "skemmta mér" eins og þegar ég var lítil. Eins og þegar afi hoppaði með mig yfir læki í Garðabæ ... þau eldast víst, rétt eins og ég.

Annars hafa jólin verið góð. Fyrstu jólin ekki á Íslandi, og án fjölskyldunnar. Næstu jól verð ég pottó einhvers staðar í útlöndum, Íslandi eða öðru landi ( helst sólarlandi takk ). En jólin eftir það ( semsagt jól 2009 ) langar mig eiginlega hálfpartin að halda jól sjálf hér í danmörku, mig langar alla vega að hafa tækifæri á því að búa einhvers staðar þar sem ég get sett upp allt það fallega danska jólaskraut sem amma gaf mér þessi ár. Mér líður eiginlega eins og að hafa komist í gull, eins og maður er búin að tala mikið um litlu kravlenisse sem manni langar svo í ... og viti menn, amma mín á helling af þessum nisse myndum .. eða ætti ég að segja átti, svona þar sem ég læt hana vita fyrir nokkrum dögum að ég ætla að hirða þetta af henni?

Ég hefði þó viljað óróa safnið .. enda á hún alla Georg Jensen jólaóróana síðan 1984 ( fyrst óróinn kom þá ). En nei nei, pabbi minn er víst búinn að láta ömmu ( mömmu sína ) vita að hann ætlaði sko að fá þá ... ( hehe, hljómar svoldið eins og maður sé að eigna sér allt dót þeirra, en maður verður víst að vera fljótur að eigna sér það sem maður vill,það sem á sér sögu... áður en einhver annar tekur það, og ömmu og afa finnst það allt í lagi .. að ég held )

Eins og alltaf þegar ég er hjá ömmu og afa þá hef ég farið í gegnum öll þau albúm sem þau eiga, bæði frá því þegar þau voru lítil og svo þegar pabbi var lítill, og svo ég og mín systkini. Ég var nokkuð viss um að elsta myndin sem amma mín ætti væri mynd af henni og mömmu hennar. Ætli myndin hafi ekki verið tekin rétt eftir að amma fæddist, eða í september 1945. Svo rakst ég á aðra mynd, rammaða inn. Það sést ekki beint á myndinni að hún sé rosa gömul, en þó af tískunni má sjá að þetta er alla vega ekki síðan í kringum það ár sem ég fæddist. Á myndinni stendur lítil stelpa 4 eða 5 ára ásamt foreldrum sínum. Þar sem þessi stelpa er alveg dökkhærð vissi ég strax að þetta er sko ekki amma mín, enda hún með alveg ljóst hár.
Svo fékk ég að vita það að þetta er mamma ömmu, litla stelpan á myndinni. Þannig ætli þessi mynd sé ekki um svona 80-85 ára gömul. Ég fékk samt líka að vita að þetta væri nú ekki alveg elsta myndin sem amma mín á ... en ég hef þó ekki séð hinar myndirnar.

Eins og alltaf ... þegar ég skoða myndirnar hjá ömmu og afa tek ég alltaf nokkrar myndir sem mig langar að eiga.  ( jújú, ég hef fengið leyfi fyrir því ). Í þetta sinn tók ég eiginlega bara gamlar myndir af mér. Ein þar sem ég stend úti á verönd á Lækjarfitinni og er að setja varalit á mig .. ekki bara varirnar heldur allt andlitið :). 2 aðrar myndir eru líka frá Lækjarfitinni - önnur þar sem afi heldur á mér á hvolfi úti í garði, og hin þar sem ég ... er með afar fallegt hvítt yfirvaraskegg.
2 af myndunum eru af mér og ömmu þegar ég var um 19 mánaða, í fyrsta skiptið hér í dk. Á annarri af þeim myndum er ég í gömlu bílunum í tívolíinu. Mér þykir alveg ótrúlega vænt um þá mynd, því ég á fleiri myndir frá þessum bílum bara með öðru fólki í ( Systkinum mínum, Snædísi og Mána, pabba þegar hann var lítill ... o.fl.)

Svo eru 3 myndir frá Florida, ein frá ströndinni, ein frá mg eitthvað studio-i og þriðja frá hótel"íbúðinni". Myndin frá worldinu er ein af svona 10 næstum eins myndum, þetta voru svona lítil búðarhús ( samt ekki hægt að fara inn í húsin ) og ég bað ömmu um að taka mynd af mér fyrir framan hvert einasta hús, og alltaf er ég með sama yndislega "fallega" brosið.
Seinasta myndin sem ég tók svo er af Maríu með geðveikt blá augu ... kannski ég seti bara allar þessar myndir með inn í bloggið á eftir?

Og svo held ég að ég sé bara farin að sofa .... svo ég vakni einhvern tímann í fyrramálið og nái að laga svona smá til eftir mig inni í litla herberginu sem ég er í núna.

 


Og svo liðu jólin

..( ég get alla vega sagt þetta eftir ca 2vikur )

Bráðum er ég búin að eiga heima í danmörku í heila 5 mánuði! Og að sjálfsögðu líður mér eins og ég hafi komið hingað í gær - annars væri ég ekki að segja frá því og skrifa svo fallegt upphrópunarmerki á eftir því. Og á þessum heilu 5 mánuðum hef ég bara ekki afrekað neitt ýkja margt.  Annað en það að :

skemmta mér á götum Kaupmannahafnar,
kysst fólk á kaffihúsum ( og lestarstöðvum ),
farið á erótískt safn ( ég var næstum því búin að skrifa vaxmyndasafn ) EN í raun og veru voru samt nokkrar gínur þarna - þó þær hafi nú ekki verið úr vaxi.
Ég hef séð grilljón bíómyndir - heilar og hálfar þar sem ég var svolítið gjörn á því að verða allt í einu þreytt í miðri mynd,
saknað þess að vera í skóla
ég hef farið þó nokkrum sinnum í Tívolíið ( í sumar, Halloween og jól ),
eignast geðveikt flotta bílamottu
verslað alveg heilan helling af einhverju tilgangslausu drasli,
keypt ekki nema 5 pör af skóm - og er á leiðinni að kaupa annað reyndar,
eyðilagt hjólavagn
brotið nokkur glös ( reyndar bara 1 sem ég man eftir )
verið kúnni í IKEA
farið í nokkrar dýrabúðir
séð ógrynni af froskum
horft á íkorna ná í hnetur í næsta garði
þrifið fugla- og fiskabúr
hitt fólk af netinu
langað til útlanda ( nei ég bý EKKI í útlöndum )
saknað
hjólað, hjólað og hjólað
borðað of mikið af súkkulaði
tekið yfir 5000 myndir =O
eignast "brabra"
tekist að eiga blóm í meira en 2 mán
verið hrifin af manneskju/m
eytt helling af pening
eignast pening
farið í heimsókn
verið á hóteli ( þó ekki yfir nótt haha )
skrifað bréf
farið í keilu
átt 18 ára afmæli
keypt gjafir
talað ensku og þýsku ( þarf ég að taka fram íslensku og dönsku ?)
Verið veik
lesið eitthvað af bókum, tímaritum og myndasögum.
labbað um "alla" Kaupmannahöfn ( ekki úthverfin þó )
grátið af sársauka  
orðið sjálfráða og fjárráða =D
kitlað
liðið yfir mig
hlustað á tónlist
hlegið
farið til læknis
hitt fólk af netinu
keypt mér tölvu

.... og það sem ég hef gert mest af, og það versta ...

 

Eytt ALLTOF miklum tíma í fjandans tölvuna !

 

Að sjálfsögðu er þetta ekki allt sem ég hef gert, eitthvað fleira hlýt ég bara að hafa afrekað - en ég man bara ekki allt alltaf.  Eitt hefur samt líka gerst síðan ég flutti - verð alltaf lélegri og lélegri í íslenskri stafsetningu L ekki það að ég geti ekki skrifað íslenskuna lengur - nema núna þarf ég svo fáranlega oft að stoppa að skrifa og hugsa mig um hvernig sum orð eru skrifuð, hvort það séu 2 stafir eða 1 af hvorum, "n-in" og eitthvað fleira. EN þó get ég þakkað tölvu notkun minni fyrir að ég sé ekki lélegri en ég er :P ... þó ég efist um að ég gleymi allri íslenskunni ( skrifa ) einhvern daginn. Eða þó ....

Hvað hefur þú afrekað síðustu 5 mán ? ( eitthvað stórt - ekki þessa litlu atburði sem ég hef talið upp ;) )

 


Fita og ókurteisi ?

Oooog nú langar mig að vita eitt.

Ég var í bænum í gær að versla jólagjafir - ef jólin væru búin gæti ég sagt frá því sem ég keypti, en þá hefði ég náttúrulega ekki skrifað "í gær". Ég þramma þarna um eins og FÍLL því ég er svo feit ( bíðiði - það er alveg ástæða fyrir þessari setningu ) og hlussast svo inn í H&M og aðrar skemmtilegar búðir. Þegar ég loksins kemst út um dyrnar, vegna fitu,  á H&M ( eftir að hafa verið þar í annað sinn) labbar upp að mér maður.

 

Ég held ég ætli EKKI að segja hvernig þessi maður var líkamsbyggður - kemur bara í ljós. Hann babblar eitthvað við mig, ljóshærðu feitu stelpuna, á þessu óskiljanlegu tungumáli, dönsku.
Fyrst horfði ég ( feita stelpan ) á hann og sagði svo "HVAD?" ( ekki samt þetta týpíska Jón Gnarrs "HVAD?" ) og hann endurtekur sig. .. svona varð okkar samtal:

"Undskyld, men kender du til her omkring"

Ja lidt, men jeg bør ikke her i KBH

Ok, men ved hvor man købe tøj for store piger.

Hmm nej det ved jeg ikke ...

Er du helt sikker? Køber tøj?

Hvad ( ég heyrdi bara ekki hvad hann sagdi nema thessi 2 ord sem eru strikud yfir ), undskyld men jeg har desværre kun boet her i Dk i 4 måneder så er ikke så godt til dansk.

Nåhh .. hvor kommer man så fra

Jeg kommer fra Island

Så du kender dig slet ikke til her i KBH. Jeg prøver at finde en butik hvor jeg kan købe tøj til store piger.

Jamen, jeg ved ikke om nogen butik.

Ja, men jeg prøver at købe tøj for en pige som har en stor mave som DIG

( omg ég vissi EKKERT hvad ég átti ad segja =S )

Ehm, du kan sikkert finde noget her i HM.

Hvorhenne køber du tøj

.. ég sagði ekki neitt

Oh, det er så svært at finde tøj for "fede"folk som os - ( og svo snerti FOKKINGS maðurinn "magann" á mér !!!!! )

 

Og ég labbaði svo bara í burtu ... en nú spyr ég.

Er þetta ókurteisi eða bara "biturleiki" í mér.  ég versla mér nú bara föt þar sem ég vil, enda ekki það feit að þurfa að fara lengur í sérdeild - sér búðir ( þó ég hafi þurft þess einu sinni :) )

Ég varð samt ekkert fúl á að hann sagði að ég sé feit - bara hissa. Þó ég sé feit, þá er enginn fíll ( lengur) og að mínu mati segir maður ekki svona við fólk sem maður hefur ALDREI séð, og þekkir ekki neitt til.

En ég varð samt frekar fúl þegar maðurinn snerti magann ( þó náttúrulega bara peysuna ). Hvaða andsk**** vitleysa var það ?

 Ég verð samt aldrei lengur fúl þegar fólk segir við mig að ég sé feit, það gerist líka afar sjaldan að ´fólk segi það við mig :) En ég verð samt alltaf jafn hissa þegar fólk sem ég þekki ekki neitt segi þetta við mig .. mér finnst meira í lagi þegar fólk í fjölsk. og vinirnar nefna það við mann .. enda gott að vita að þeim sé annt um mig ;)  ( og vilja ekki að ég deyji úr offitu ) 

Þetta minnti mig samt svo á "indæla" manninn sem ég því miður veit hver er, kom inn í sjoppuna sem ég var að vinna í og er að kaupa sér nammi fyrir ca. 500 kr. ( Frekar stór maður )

Svo horfði hann á mig og sagði:

"Ertu ólétt?"

" neinei, og hef nú ekki hugsað mér það næstu árin" ( var 15 ára )

" já ok, æji þú ert bara orðin svo feit- á miða við þegar ég sá þig síðast"

... aaaaah ! þarna langaði mig að fara gráta, enda fáránlega viðkvæm yfir því að vera svona feit. 

"jájá, enda var ég um 11 eða 12 ára þegar þú sást mig síðast"

... og þá fór hann að babla eitthvað um að hvað hann væri miður sín að hafa sært mig ( held það hafi nú samt ekkert sést á mér hvað mér sárnaði ) það hafi ekki verið ætlunin - "þó þú hafir nú samt fitnað svona rosalega síðan síðast"

Hann " já en er ekkert erfitt að vera svona feit? "

Ég horfði bara á hann, rétti þessum frekar feita manni blandípokann fyrir 500 kr. og afgreiddi næstu manneskju.

... en samt, í þessu tilviki þekkti ég manninn .. eða vissi allavega hver hann er. Og hann kom AFTUR ´fokkings sjoppuna, afsakaði aftur að hafa sært mig - en spurði mig nú samt hvort ég ætlaði ekki að fara í megrun.

 

Kannski maður taki bara þetta til sín .. svona 3 árum seinna og fari í alsherjar megrun ;D


Hafiði einhvern tímann vaknað ofan á ruslatunnu? Og alveg edrú !

Ég hef nefnilega prufað það ! ekki það að ég hafi fengið  mér lúr ofan á ruslutunninni, aldeilis ekki. En ég skrifaði einu sinni um sviða í löppinni á nóttinni. Svipað og þegar maður fær sinadrátt og vaknar og á að standa beint upp, ég var sko alveg viss um að það væri betra að ljúka bara sársaukanum strax - hoppa á fætur finna smá verk og voila verkur farinn =)

En svo varð ekki ...

Ég vaknaði semsagt í nótt með þennan yndilega verk / sviða í lærvöðva á hægri löpp. Byrjaði náttúrulega að taka sængina af mér því það má EKKERT koma við eða hreyfast löppin án þess að ég grenji af sársauka ( sem gerist nú ekki oft ). Svo allt í einu datt mér það snjallræði í hug að standa upp og láta verkin fara ... ég man að ég gerði það líka einu sinni. En munurinn á atvikinu ÞÁ og í nótt var að ég var búin að liggja í alveg svona 40 mín þegar ég stóð seinast upp. Seinustu nótt var ég bara búin að liggja í um 5 mín.

Allavega .. þegar ég stóð upp varð verkurinn ekkert minni heldur varð 3falt meiri. Ég ákvað að setjast á rúmið mitt og reyna bara slaka á og þegar ég væri tilbúin að finna aftur verk að leggjast þá og bíða svo bara þar til að þetta væri búin. Þegar ég settist var mér svo yndislega óglatt þannig ég teygði mig í ruslafötuna því ég var sko alveg viss um að ég þyrfti að æla ( ég gat ekki staðið upp til að fara inn á klósett )

Eftir einhvern tíma vakna ég á gólfinu, með andlitið í "fótunum" á stólnum mínum og OFAN Á ruslatunnunni! Fyrsta sem ég hugsaði var "hvar er ég?", "afhverju er mér svona illt í maganum,hvað "stingst" inn í hann?" og svo ... "Afhverju í ands***** ligg ég á ruslatunnu!!?" Ég fattaði hvað hafði gerst þegar ég sast aftur á rúmið mitt.

Féll greinilega bara í yfirlið af sársauka þegar ég hélt ég þyrfti að æla!

Þegar ég sat á rúminu varð ég svo "hrædd/ stressuð" að ég byrjaði öll að titra. Fyrst skulfu tennurnar og svo allur líkaminn. Ég reyndi að hugsa að ég þyrfti bara að slaka á og þá myndi ég hætta. Það virkaði eftir svona 5 mín. Enginn  verkur í fótnum ennþá, þannig annað hvort var ég búin að liggja það lengi EÐA sem er líklegra að það hafi alveg slakað á vöðvanum þegar það leið yfir mig. Ég stóð upp, kveikti ljós og lagðist svo upp í rúm og sofnaði ... ætli þetta hafi ekki verið einhver tími sem þetta "ferli" tók.

Þar sem ég var ekki að fá þennan sting/ sviða í fyrsta sinn ákvað ég að kíkja til læknis. Þar fékk ég að vita að ég er með skaddaðan ( skaðaðan? ) lærvöðva á hægrilöpp og þarf að fara í sjúkraþjálfun næstu mán. Fæ samt líka fleiri niðurstöður eftir einhverja daga - frá blóðprufunni.

Lena


"Ég elska hana"

"Ég elska hana" - hun er min bedste ven.

Man þegar ég var lítil og ég gat ALDREI sagt "ég elska þig" við fólk, eða bara sagt að ég elski einhvern yfir höfuð. Mér þótti samt ósköp vænt um allt fólkið í kringum mig ( fjölskylduna ). Það var svo ekki fyrr en ég var 15 ára sem ákveðin manneskja nefndi það við mig að ég segi aldrei " ég elska þig" eða "ég elska þig líka" við hana. Ehm? Í raun veru fannst mér nú frekar asnlegt að segja það þannig ég sagði alltaf " og ég þig " þó ég elskaði hana ekkert, mér þótti bara vænt um hana. (að mínu mati þá).

Í gær sagði svo Snædís við mig í gær að hún elskaði vinkonu sína - hún væri sko besti vinur ( vinkona) hennar. Það var samt ekkert þá sem ég fattaði að ég gæti alveg elskað fólk án þess að vera hrifin af þeim. En það eru nú samt bara ca. 5 mánuðir síðan. Núna get ég sagt "ég elska þig" við fjölsk. og vini mína - og þurfa ekki að nefna eða hugsa - "ég er samt ekki hrifin af þér" 

Ég hugsa samt enn smá hvað þetta mér finnst þetta asnalegt. Mig langar eiginlega bara að þykja vænt um fólkið í kringum mig, og elska svo bara maka / kærasta ( eða í þá áttina :P). Og svo börnin mans þegar kemur að því. En þá er maður samt komin í það að "elska" getur verið svo mismunandi ást. Það er ekki sama merking á milli þegar maður segist elska maka, börn, fjölsk. og vini. Eitthvað svo rosalega mismunandi "væntumþykja" ( haha ég man ekkert hvernig þetta orð er ( umhyggja ? ))

Er samt ekki svoldið slæmt að hafa "eytt" alveg um 15 árum í það að elska engann? Eða er kannski bara ágætt að hafa bara þótt mismunandi vænt um fólkið í kringum mann. ( en ekki elskað það ? ) Er ég kannski bara eitthvað rugluð að vera að velta mér upp úr liðnum "atburðum" og hlutum? Já, ætli það ekki bara ...

Það eru bara 18 dagar til jóla - og ég er EKKI búin að kaupa jólagjafir til að senda heim til Íslands. Bæði það að ég tími eiginlega ekki að eyða peningunum mínum í lestarkort og ég veit EKKERT hvað ég á að gefa þessu fólki sem býr þarna langtíburtkistan. En ætli maður detti ekki á eitthvað sniðugt einn daginn, en þo ekki of seint ( þó ég voni nú að ég fari ekki að detta á eitthvað - nenni svoleiðis lögu í raun og veru ekki svo mikið. )

Ég - gáfaða manneskjan Lena, tókst að líma óvart nögl á mér við puttann.  Það fór semsagt lím á milli naglar og efst á fingrinum. Og ég get sko alveg viðurkennt að þetta er ekkert svaka þæginlegt núna eftir að ég þurfit að "rífa" nöglina af efst. Þetta var sko ekkert UHU límstifti, heldur eitthvað lím sem er eiginlega of gott. Eða ég bara svona rosalegur klaufi - því þetta var í annað skipti sem ég lími eitthvað saman sem á ekkert að líma ( síðast voru það 2 puttar "fastir" saman. )

Held ég fari svo til ömmu og afa 22. Des ( eða 23. ) Eða held það eiginlega ekkert- veit bara ekki hvorn daginn ég fer til þeirra. Held ég nenni svo varla að hanga þar eitthvað mikið lengur en 26 - 27. Des. Enda ekki ætlunin að eyða áramótunum þar...  Man hvað mig langaði alltaf að halda jól aftur með ömmu og afa, eftir að þau fluttu til Danmerkur '98. Á svo rosalega margar góðar minningar frá jólunum heima hjá ömmu og afa þegar ég var lítil. En í raun og veru þá eru þetta náttúrulega bara barnaminningarnar, þannig gæti alveg orðið fyrir vonbrigðum þetta árið.

Ég man hvað jólatréið hjá ömmu og afa var STÓRT. En svo þegar ég skoða myndir frá seinustu jólum sem ég var með þeim ( '97 ) þá er tréið bara svona um 10 cm stærri en ég .. semsagt örugglega bara um 150 eða eitthvað :P ( ég man ekkert hvað ég var há þegar ég var 8 ára, en ekki mikið hærri en 140 cm að ég held. )

ohh, ég fékk ekkert nema æðislega afmælisgjöf áðan, en ætla samt að bíða aðeins með að blogga um það .. geri það um leið og ég er komin með myndir.

Lena

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband