Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Aldrei aftur um mið Evrópu á puttanum að vetri til!

Sumir neita að tala við mig þar til ég er búin að blogga - þar sem að ég hef lofað bloggi seinasta mánuðinn en ekkert gerist. Sjáum til hvernig þetta mun ganga ..

 Að þeirrar manneskju mati hef ég FULLT að blogga um, ég hef ekki grun um hvað sú manneskja er að tala um samt!  Ég veit ég var að ferðast, ég hef verið að vinna upp á spítala í einskonar praktík fyrir skólann og svo var ég að klára lokaprófið mitt. Og nú vitiði það - og ekkert meira um það að segja. Eða hvað? 

Tökum fyrst það fyrst nefnda; hið unaðslega ferðalag. Eða ekki

Mér fannst semsagt mjög fínt, en var ekki sátt og á góðri íslensku er þá hægt að segja "var ekki þess virði". 3 vikur af ferðalagi, 6 lönd, 4000 km á puttanum, og hvað uppskar ég; Mjög fáar myndir, og veikindi! Kannski ég nefni það góða samt, ég kynntist tonn af fólki ( jah, eða lítt meira .. svona ef við færum þetta inn í stærðfræðina því tonn af fólki væri bara ekki svo margar manneskjur! ) 

Við byrjuðum semsagt hérna inn í Kaupmannahöfn. Strákur sem ég þekkti ekkert - annað en það að við vorum búin að plana ferðalag saman á msn! kom hingað 15.des og gisti yfir nóttina og svo lögðum við í hann þann 16.des. Fengum þá lífsreynslu líka að upplifa jarðskjálfta hérna í mörkinni - sem ég hélt að myndi nú ekki gerast; en ég hafði víst rangt fyrir mér. En hver hefur ekki gaman af því að byrja fína ferðalagið sitt á jarðskjálfta! 

Ég ætla ekki að þylja upp alla bíla sem við fórum í, en allt í allt fór ég í 34 bíla, um 3800 km!  En held ég verði samt að nefna nokkrar manneskjur sem tóku okkur upp - og sita fast í minningunni! 

Fyrsti bíll sem eitthvað "áhugavert" er við var sá sem tók okkur upp í litlum bæ í Þýskalandi. Við hefðum ekki getað verið meira þakklát manninum fyrir að taka okkur með nokkra kílómetra þar sem við vorum búin að vera í þessum í 4 tíma; það lengsta sem við biðum í allri ferðinni. 2 tímar af þessum 4 fór í að standa í einhverjum kanti og vonast til að einhver var að fara þessa leið, 3 bílar stoppuðu en allir að fara í hina áttina ( vegurinn skiptist nokkrum km frá ). Eftir þessa 2 tíma var ég FROSIN! og orðin fáranlega svöng, þarna um klukkan 4 pm og við ekkert búin að borða. Eins og á öllum stöðum þá var BurgerKing / Mcdonalds þarna og þar fórum við inn til að hlýja okkur og borða ( jááá ég veit - draslfæði - en ég var svöng! ). Um 5 leytið "fundum" við þennan mann, hann keyrði okkur um 100 km - sem hann keyrði að hluta til á 30km / h og það á þjóðveginum! .. en við komumst þó á leiðarenda fyrir vikið. 

Svo var það maðurinn frá Maine - það var eina skiptið sem við þurftum ekki að spyrja neitt, heldur kom hann að okkur þegar við vorum að skrifa skilti - hann á leið til Ítalíu og vildi endilega taka okkur upp ef við værum að fara sömu leið ; sem við vorum. Þarna á leið til Innsbruck :) 

Svo var það þegar ég lenti í að bíll keyrði inn í hliðina þar sem ég sat. Mér fannst það síður en svo fyndið - og var lengi að ná sjokkinu burt. Maðurinn sem var að keyra var samt voða almennilegur, og þetta var ekki honum að kenna. Mest þakka ég samt fyrir að ekki fór verr. En allavega, sá bílstjóri keyrði okkur um Osijek í Króatíu til að sýna okkur það helsta. Við sáum til dæmis höllina þar sem hluti af handboltamótinu er núna - gamla bæinn og svo keyrði hann okkur á stað sem var fínt að halda áfram puttaferðalaginu. 

Á landamærunum Króatía / Ungverjaland lentum við í þeirri skemmtilegri reynslu - að fá löggurnar á okkur eftir að hafa verið ólögleg í landinu. Byrjaði samt altl á því að manneskjan sem tók okkur upp í Osijek keyrði okkur um 10 km frá landamærunum, sem við vorum í raun alveg sátt við, annað en það að þar keyrðu um 5 bílar á hverjum 30 mín ! - og enginn stoppaði. Við löbbuðum einhverja kílómetra þar til maður stoppaði - sem var á leið inn í fyrsta bæinn í Ungverjalandi. Í bílnum var líka mamma hans sem var EKKI sátt við að hann hefði stoppð fyrir okkur. Þegar við komum svo að landamærunum þar sem er tékkað á vegabréfunum byrjuðu "lætin". Eitthvað varð lögreglan skringileg í framan þegar við gáfum þeim vegabréfin og svo fengum við FULLT af spurningum .. sem ég reyndi að svara með stökustu ró - en í raun orðin frekar mikið stressuð. Eftir spurningaflóðið sögðu þau mér að við hefðum átt að fara á löggustöðinna þegar við komum inn til Króatíu til að fá leyfi ... ég sem hélt að lögreglan sem ég talaði við þegar ég kom inn til króatíu hefði átt að segja okkur það - eða að hún hafi þar með gefið okkur leyfi!
Allavega, þarna vorum við búin að vera stopp í sca. 10 mín, og þá orðin hrædd  um að manneskjarn sem var að keyra okkur væri orðin frekar pirruð, þannig sagði að hann gæti bara farið, við myndum bara taka næsta bíl sem vildi fá okkur upp í, en ekkert nema almennileg heit, hann lagði bara bílnum og beið með okkur .. í þessar aðrar 20 mín. Við þurftum nefnilega að bíða eftir lögreglu frá öðrum bæ til að leyfa okkur að fara úr landinu - og þarna kom fallega skuldin okkar 70€ ! En smá bros bjargaði öllu ( og örugglega hræðslan í mér :$ ) og við sluppum við að borga og máttum halda ferð okkar áfram.

Næstsíðasti bílinn sem ég ætla að nefna eru þeir feðgar sem tóku okkur upp á milli Mohacs og Szakszard í Ungverjalandi. Mathieu ( sá sem ég var að ferðast með ) labbaði eitthvað í burtu á meðan við vorum að bíða, og þá stoppaði þessi fáranlega flotti bíll fyrir mér ( já bara mér, ekki Mathiue! ) 

Hungary.car svona bíll, bara appelsínugulur!og ekki í einhverju svona "fínu" hverfi - heldur in the middle of nowhere! 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þegar feðgarnir áttuðu sig á því að við vorum 2, en ekki bara ég ein voru þeir ekki alveg viss um að þeir voru að fara á þann stað sem þeir sögðust ver að fara á ( Szakszárd ) en sögðu svo að það væri í lagi og tóku okkur upp í. Þeir töluðu ENGA ensku, og við skildum ekki neitt sem þeir voru að spyrja út í - sem endaði á því að þeir vildu sjá vegabréfin okkar sem við vorume kki alveg til í að sýna - sem varð til þess að þeir stoppuðu bílinn og voru víst ekki lengur á leið þar sem við vorum að fara, held ég hafi samt aldrei verið jafn fegin að komast úr bíl þvi mér var farið að líða heldur illa yfir öllum spurningunum sem þeir spurðu / og ég skildi ekki neitt :s

Síðasti bílinn sem ég ætla að nefna - og sá síðasti í ferðinni er konan sem tók mig upp í bílinn ekki langt frá Hamburg. Hún var á leið til Kaupmannahafnar og því gat ég farið alla leið með henni. Hún var í einu orði sagt yndisleg. Við tölum helling, ( á dönsku, þrátt fyrir að vera hvorugar héðan ) og svo keyrði hún mig heim að dyrum. Hefði ekki getað endað ferðina betur. 

ÉG neita aðsegja meira fráþessari ferð, ég ætla ekki alveg að drepaykkur leiðindum, enda ekki neitt sérstök ferð. Hefði næstum haft jafn gaman ef ég hefði hangið hér heima bara - eða kannski bara heima á Íslandi! ( og já, ég er í fýlu út í ferðina mína ... það var alveg gaman mest allan tímann, en sumt eyðilaggði :( ) 

Og þar hafiði það .. 

Skelli svoinn myndum í næsta bloggi - megið bíða spennt!" ( ég lofa að það verði ekki svona langt á milli :P ) 

 

 


4000 km of hitchhiking ; Central europe

Yes, I did make it! :)

I'm working on a longer blog to tell you all about my trip.

It all started in Copenhagen, and ended there as well. in between we made some stop in Hannover, Nürnberg ( Germany ), Innsbruck ( austria ), Ljubljana ( not over a night tho, just for some hours ) ( Slovenia ), Zagreb, Sl.Brod, Vukovar, Osijek ( Croatia ), Budapest ( Hungary ), Vienna ( Austria ), Prague ( Czech Republic ), Berlin and Hamburg ( Germany ) .. and then again sweet home Copenhagen. 

Give me about a week .. then the story will be up! :) 

 

Lena Osk ( who is still exhausted after the trip, even tho she's been home for 2 days now ) 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband