Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Bliver det bedre?

Þar sem ég og Julie komumst að væmnu hliðinni minni í felum ætla ég að halda mig á ”Væmnu” hliðinni í þessu bloggi. Eða kannski ekki væmnu, en ætla að vera himinlifandi glöð með ALLT, enda varla annað hægt :)

 Júlíana er búin að vera hérna í DK í nokkra daga, fór svo til vinkonu sinnar á Jótlandi á miðvikudaginn og verður þar í nokkrar vikur þar til við hittumst aftur í byrjun ágúst þegar ég fer að öllum líkindum í heimsókn til þeirra.( Og svo aftur þegar hún fer heim til Íslands með mömmu minni í mið ágúst ) 

Ég og Julie gerðum svosem ekkert brjál mikið ( ef eitthvað yfir höfuð :P ) en það var samt gaman. Fórum reyndar eina ferð til Malmö til að versla, og ég eyddi hellings af pening í mismunandi spennandi hluti/föt. Hahaha. En gerði allavega mjög góð kaup í möst say og er því bara nokkuð sátt.

Svo kemur mamma í heimsókn til mín í ágúst og verður í nokkra daga. Get varla beðið því við erum búnar að plana helling, og svo er ég náttúrulega ekki búin að sjá hana í 16 mánuði. ( mars 2008 )! Þar sem ég er að koma heim um jólin ( bara í heimsókn ) þá ákváðum við að hún myndi frekar koma í heimsókn til mín í smá frí frekar að en ég komi heim, ég lofa svo að stoppa í 2-3 vikur í desember –janúar.

Þar sem ég hef ekki bloggað í ár og aldir þá hef ég í raun alveg helling að segja.  Helsta er samt að kærastinn æltar að flytja hingað inn í ágúst ( og ég ekki einu sinni búin að nefna við báða foreldra að ég sé með strák! ). Erum löngu búin að sækja um íbúð / annað hús á einskonar stúdentagörðum en ekkert gengur. Enn sem komið er, erum við nr. 500 á listanum og eitthvað finnst mér það ganga hægt. Vorum í upphafi númer 670, en það eru næstum komnir 2mán. Við höldum samt í vonina um að fá sem fyrst þar sem herbergið sem ég er í núna er frekar smátt fyrir okkur bæði ( eitthvað sem ekki er hægt að breyta með góðri megrun, þó plássið yrði kannski ögn meira þá ;) ). Á meðan við búum hér sparar hvert okkar um 25000 ísl. Kr ( miða við gengi, veit að það á ekki að reikna það svoleiðis en get ekki gert að því )! Og því get ég varla kvartað.

Hin íbúðin er 2 herbergja, með okkar eigið eldhús ( jebb, engin svoleiðis lúxus hér ) og við verðum að borga það sama sem við erum að borga núna ( semsagt þegar hann er í sínu, og ég í mínu – þannig komum út á það sama að búa saman, peningalega séð ). Ekki skemmir svo fyrir að það hús sem við sóttum um er nær bænum og fallegra umhverfi, þó að mér finnist alveg gordjöss þar sem ég bý núna.

Þegar hann flytur inn er AKKURAT ár síðan ég flutti inn þar sem ég bý núna. Alveg er ég ótrúlega þakklát fyrir að hafa fengið að prufa að búa ein .. og það svona ”lengi”. Fannst það æði, þó það hafi komið tímar þar sem ég nennti ekki og vildi smá breytingu. ( OG + þegar allt fór í háaloft heima og leigan fyrir HERBERGIÐ fór ú 30þús upp í 50þús, og ég ekki einu sinni inní köben! ).

Á þessu ári hef ég líka fengið FULLT af fólki hingað heim til að gista. Vini, vandamenn og Couchsurfers. Ég hef hýst stráka frá USA, Frakklandi, Víetnam, Mexíkó, Finnlandi og 3 frá Þýskalandi og svo 2 stelpur frá Svíþjóð og Ástralíu. ( hm, var viss um að stelpurnar væru fleiri, en svo er ekki ). Ekkki get ég svo gleymt öllu því fólki sem hefur hýst mig, þannig greiði fyrir greiða. Ég tek mér svo pásu frá því að hýsa fólk núna í ágúst, en það kemur einn strákur frá Frakklandi og verður í nokkra daga í lok Júlí. Hann er samt ekki bara CS’er, heldur strákur sem ég hef þekkt í nokkkur ár.

Fleiri fréttir.

Kláraði skólann minn fyrir 2 vikum með því að ná elsku munnlega prófinu mínu. Hef sjaldan verið jafn stressuð en á sama tíma OF róleg yfir einu prófi. Ekki bara að ég þurfti að gefa 10 mín fyrirlestur um eitthvað efni sem ég mátti velja sjálf ( innan skynsamlegra marka, eins gott að velja vel ) þá þurfti ég að svara spurningum frá 2 kennurum út frá efninu sem ég hafði valið + bara það sem þær duttu í hug að spyrja um, það er að segja þær máttu spyrja um hvað sem er sem ég hef lært ( átti allavega að læra ) síðan ég byrjaði í skólanum í ágúst. Þessum spurningum svaraði ég svo í 20 mín og fékk svo að vita 10 mín seinna að ég hafi náð, og hvað ég hefði mátt gera betur. Held það hafi samt hjálpað að ég gat sagt hvað ég gerði vitlaust .. ef það mátti :P Hlakka ekkert lítið til að byrja aftur í skólanum í enda ágúst, enda ekki séð nema ca. 8 stelpur af þeim 30 sem eru með mér í bekk síðan í apríl, og þó ég sé ekkert of náin þeim þá er ég barasta farin að sakna þeirra smá.

Og svo er það nýja vinnan.  Hún er hreint út sagt æði! Er að vinna á deild á einskonar elliheimili, nema það að mín deild er endurhæfingadeild sem passar náttúrulega algjörlega við námið mitt. ( miða við að ég var á endurhæfingadeild í starfsnáminu mínu ). Var í INTRO í seinustu viku og er komin inn í allt svona sæmilega, starfsfólkið er silfur og heimilisfólkið er gull. Alltaf jafn æðislega að sjá hversu mikið fólki fer fram og þakklætið sem ég fæ fyrir alla litlu hlutina. Ég sem hef ALLTAF verið á því að vilja vinna með börn hef meira að segja pælt meira í þvi hvort ég vilji það enn .. Ég á þó eftir að prufa að vinna á barnadeild / fæðingardeildinni þannig þetta kemur allt í ljós. Minn draumur er náttúrulega að fara í kandídatinn og svo ljósmóðurina ( eða öfugt ). Þannig börnin halda enn frekar fast í mig.

Þakklætið frá fólkinu / sjúklingum hefur líka minnt mig á ótrúlega margt. ÉG hef lært HELLING á þeim 10 vikum sem ég var í starfsnámi + þessa viku sem ég er búin að vera í, í nýju vinnunni. Gleymi því ekki þegar ég sá í seinustu vikunni af starfsnáminu þegar einn sjúklingurinn labbaði 35 metra ( með göngugrind samt ). Táraðist næstum og var ekki lítið ánægð fyrir hann þaðs em eftir var að deginum ( eða bara það sem eftir var ) þar sem ég þurfti að hjálpa honum með ALLT  7 vikum áður, vegna þess hann var lamaður í hægri hlið líkamans. Greinilegt að vilji og sú hjálp sem hann hefur fengið hefur hjálpað gífurlega J

EN þar sem ég þarf að vakna í vinnuna klukkan 5:30 ( gleði, gleði ) þá held ég hætti núna og fari að  sofa. Það eru heldur ekki mikið fleiri nýtt hjá mér nema litlir hluti ( sem myndra reynda eina stóra heild ) og ég vona núna allra mest að rigning, þrumur og eldingar fari að hætta ... leiðist það að hjóla um Köben með regnhlíf ;)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband