Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
Svefn-vandamál!
10.3.2010 | 10:23
Shiiii ... langt síðan ég skrifaði blogg!
Hef aldrei tíma til að virkilega setast niður og skrifa! Þvílíkt busy dagar hjá mér, og tíminn flýgur áfram. Ég byrjaði semsagt í starfsnámi um daginn, eða fyrir ca. 2 vikum. Ég hef unnið smá með náminu, og því eru nokkrir dagar þar sem ég yfirgef húsið um hálf 7 á morgnana, og er heima aftur á milli 10 og 11 um kvöldið þá að sjálfsögðu dauðþreytt.
Ef ég er heppin þá á ég studiedag daginn eftir sem ég er að vinna, og þá get ég sofið aðeins lengur. Ég hef samt lítinn sem engan aga, og þegar ég ætla mér að fara á fætur snemma (fyrir klukkan 10) þá daga sem ég er í fríi þá virkar það engan vegin! Í síðustu viku svaf ég ALLAN studiedaginn minn, og orkaði náttúrulega ekkert um kvöldið því ég var svo dösuð af að hafa sofið svo og svo lengi, ömurlegt.En dagurinn í dag er samt smá öðruvísi. Er með studiedag og er vöknuð klukkan 11! Ætla mér á bókasafnið og sjá íbúð í kvöld ásamt því að klára eitt verkefni, þannig ég næ að gera smá meira í dag en venjulega! :)
En æfingin skapar meistarann, ekki satt? Þannig með þessu framhaldi þá get ég vaknað alla daga fyrir klukkan 9 árið 2068! Ekki amalegt, svona í tilefni þess að þá er ég að öllum líkindum orðin ellilífeyrisþegi, og hef ekkert að gera við það að vakna fyrir allar aldir. Það er svosem ekkert nýtt, en hef allatíð verið hálfbækluð þegar kemur að svefni. Þó það sé að öllum líkindum bara aldurinn (nei, ég er ekki gömul, en ég get víst ekki forðast það að eldast eins og aðrir!) en þá er ég algjörlega ófær um að sofa einungis 4-5 tíma á hverri nótt, fleiri en eina nótt á viku kannski en þá verð ég líka að fara sofa um leið og ég kem heim eftir skóla! Þetta gat ég nú samt þegar ég var í menntaskóla. 4 5 tímar á hverri nótt, nótt eftir nótt. Og það eru sko engin mörg ár síðan. Næstum því bara í fyrra sko! ;)
Ef ég held mér við svefn tal, þá gæti ég trúað að ég sofi að meðaltali 9 tíma á sólarhring, og já það er mikið fyrir manneskju í fullu námi og ca. 30% vinnu, og allt hitt sem ég tek að mér. Það væri nú alveg stórfínt að ná svona miklum svefni, og hafa það svo svona frábært þá tíma sem ég er vakandi, en ég er öruggleg þreytt ca. Aðra 9 tíma á sólarhring! Og hvenær er ég svo ekki þreytt?!? Þá örfáu tíma, sem ég ætti í raun að vera sofandi seint á kvöldin!
Ég veit svosem upp á mig sökina fyrir þreytu síðustu vikurna! Ég er svoooo upptekin af fáranlegum hlutum og útúr heiminunm með mínar eigin hugsanir, að ég gleymi eða nenni ekki að borða almennilegan mat, og fæ þar með enga orku. Leiðinlegt, en algjörlega mér að kenna.
Og þangað til næsta blogg ætla ég að vinna í þessum svefn og mat vanda mínum og vera þvílíkt hress (jah, allavega betri) þá vikuna! :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)