Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012
nýútskrifuð hjúkka!
18.1.2012 | 11:58
Síðustu 7 mánuðir hafa verið erfiðir!
Skilnaður þó það hafi kannski ekki reynt mikið á, enda algjörlega staðföst í rétta valinu en þá er ferlið langt. Við hættum saman í júní en enn 2 mánuðir eftir á pappírum. Við erum samt góðir vinir, ennþá. Þar til fólk minnir mig á nýju kærustuna hans (sem hann flutti inn til 2 vikum eftir hann flutti héðan). Pirr. Hann er samt ágætur ... bara ekki í sambandi með mér ;)
Vera laaangt frá fjölskyldunni. Sjá litla bróður dafna og vaxa í gegnum myndir og video á facebook. Ég þakka samt endalaust fyrir hvað Sally (kærasta pabba) ( og pabbi) leyfa mér að taka þátt og fylgjast vel með. Það hefur líka hjálpað að ég eyddi 2 vikum síðasta sumar og 3 vikum í haust heima á Íslandi.
Samviskubit yfir .. að vera ekki nánari fólki (og meira til staðar) hjá góðu fólki í gegnum veikindi! Ég er snillingur í omsorg fyrir fólk sem ég þekki ekki. Og ég er snillingur í að hlaupa burt þegar náið fólk verður veikt. Og hef svo samviskubit yfir því! Ég hræðist veikindi, og á svooo erfitt með að sjá fólkið mitt veikt, og enda því oft á að hafa lítið samband. Er samt að vinna í þessu ...
Ritgerð! Minnir á þegar ég skrópaði í ensku tímana, því ég gat bara ekki! Eyðilaggði hellings af blöðum, og var ýkt pirruð út í sjálfa mig fyrir að geta ekki! Ég reyndi, en jiminn hvað það var erfitt. Og þannig hefur mér liðið síðustu vikurnar. Langaði að henda ritgerðinni í ruslið. Ég var engan veginn sátt, og vissi algjörlega að ritgerðin mín yrði mjöööög líklega ekki jafn góð akademisk og hjá samnemendum dönum! Og þó ég vissi hvað væri að,þá gekk ekkert of vel að samþykkja að ég gæti ekki gert betur en ég reyndi.
Líkami og sál. Ég fór í kleinu þegar leiðbeinandinn minn benti á að ég ætti að senda inn veikindaleyfi. Ég hafði eytt dögum á spítalanum, var í hjartarannsóknum (sem ekkert finnst úr, nema þetta venjulega), mörg yfirlið og 3x sýkingar. Ég skammaðist mín að hringja í lækninn minn, og var viss um að ritarinn þekkti röddina mína, ég var farin að hringja svo oft. Lyfin við sýkingum gerðu svo að ég lá í viku vegna ógleði (og verkja). Hvað gerði ég? Harkaði af mér, og missti allan mátt. Mátti svo taka mig sjálfa í gegn, og gera ekkert þar til ég var orðin hress aftur svo ég gæti haldið áfram með ritgerðina mína, án veikindaleyfis! Og það virkaði. Líkami og sál framyfir allt annað!
Léttingur. Í öllu ferlinu tókst mér að flá af mér 25kg. Með réttu matarræði! Voilá, sko mig!
Og einhvern veginn gekk allt upp! Og ég geri mig tilbúna til að útskrifast sem hjúkrunarfræðingur á morgun! Sko mig. Þetta gat ég!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)