Langþráð frí!

Skilaði inn lokaprófsritgerðinni minni dag, sem þýðir að ég er komin í frí! Loksins. Ekki að ég geti kvartað þannig lagað séð - þar sem jóla"fríið" er nýbúin, en í því nýttist 1 dagur í afslöppun, hinir fullbókaðir!

og ætli þetta 10daga frí mitt verði það ekki líka. Sá reyndar í dag að það er "studiedag" fyrstu 2 dagana, þannig þarf ekki að mæta í skólann fyrr en 10.febrúar. Þarf samt sem áður að lesa fyrir tímana, vinna báðar helgarnar, fara í 3tíma blóðþrýstingsrannsókn, fara til annars læknis, skila bókum og taka nýjar, tala við skattinn og vinna í umsóknarferli, og svo hygge kvöld með studiegrúppunni minni, og hitta aðra vinkonu. Tek svo smá afslöppun inn á milli! 

Annars er skólaplanið út þessa önn ekki leiðinlegt! Byrja á 2 vikum í skólanum og svo 8 vikur í starfsnámi á plejecenter. Eftir það eru aftur 2 vikur í skólanum til að undirbúa sig fyrir 8 vikna starfsnám innan geðdeildar. Þetta þýðir samt að ég fer ekki í sumarfrí fyrr en 2.júlí!!!! Eins og það var leiðinlegt að hanga í skólanum á vorin á Íslandi, því það var svo gott veður, þá ætlast ég til að geðdeildin verði sem best svo ég hugsi ekki allan daginn hvenær ég komist út í góða veðrið! ( Því að sjálfsögðu er ég búin að panta gott veður í DK í sumar!) 

oh. Elska bara hvað allt er æðislegt svona rétt eftir að skila inn lokaprófinu sínu! haha :D 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Like!

Júlíana (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband