Veikindi - vinna

Er svooo pirruð út í vinnuna mína núna!

Ég fékk sýkingu í líkamann 8.maí, sem seinna fór í blóðið. Ég lá á spítala frá aðfaranótt laugardags til eftir hádegi á mánudegi. Ég var alveg búin á því þegar ég kom heim og átti bara að liggja út af í einhverja daga og helst ekkert á flakki um íbúðina (og hvað þá úti). Ég hætti mér 3x út í búð (Sem er við hliðiná húsinu mínu)og var annars bara heima. 

Ég átti að vinna á fimmtudeginum og helgina eftir, hafði ekki farið í starfsnámið mitt þriðjudag og miðvikudag en þar sem verkirnir, hiti og slappleiki var alveg úr líkamanum á miðvikudeginum var ég tilbúin í vinnuna á fimmtudeginum. EN hlutirnir breyttust og ég var með rosalega verki þegar ég vaknaði á fimmtudagsmorgninum og eftir mikla hugsun hringdi ég mig inn veika, og ákvað með þeirri sem ég talaði við að ég myndi hringja föstudagsmorgun EF ég kæmi í vinnuna um helgina - bara svona eins og venjulega þegar maður er veikur; maður hringir í vinnuna þegar maður er frískur aftur, seinast fyrir hádegi deginum áður en maður á að vinna (til að halda þeirri vagt). 

Verkirnir mögnuðust með deginum og ég fékk hausverk með þannig var sátt við að hafa ekki farið í vinnuna (Samviskubitið að naga mig áður). Verkjalyfin virkuðu svo greinilega eitthvað því ég var góð aftur rétt eftir hádegi, þá klár til að að fara í "intro" í starfsnámið mitt á föstudeginum.

NEMA, ég varð veik aftur fimmtudagskvöldið, gat ekki hreyft mig og grét af sársauka en þó hitalaus þannig hringdi ekki upp á spítala. Róaðist svo aðeins þegar Ato kom heim um miðnætti og náði svo að sofna um og yfir 2 leytið. ... að sjálfsögðu hringdi ég mig inn veika í starfsnámið, og hringdi EKKI í vinnuna, þar sem ég gæti/ætlaði ekki að mæta til vinnu yfir helgina, vildi frekar slappa af og ná öllu úr líkamanum áður en ég byrjaði í starfsnáminu mínu á mánudeginum (seinasta). 

Engir verkir yfir helgina, og ég náði mér á gott ról á ný, og tilbúin í daglega rútínu aftur, og hefur allt gengið frekar vel síðan þá .. 

Þar til ég hringdi í vinnuna mína í gær! Langaði að gráta eftir á ... fékk þvílíkar skammir fyrir að hafa EYÐILAGT þeirra helgi, engan vegin nægt starfsfólk í vinnunni um helgina - og það væri mér að kenna því ég hefði EKKI hringt á föstudeginum! Ég reyndi að útskýra fyrir bossinum að ég og sú sem ég talaði við hefðum talað um að ég myndi hringja EF ég kæmi, annars ekki, og það hafi greinilega verið einhver misskilningur um það - þar sem hún vil meina að ég myndi hringja sama hvað. 

Þá NEITAR hún að það gæti hafa orðið misskilningur, konan væri viss um að ég hafi sagt þetta og þetta. Að auki vildi hún meina að ég myndi  hugsa hvort þessi vinna væri fyrir mig, þar sem ég gæti greinilega ekki mætt þegar ég átti að vera í vinnunni. 

Eins og ég hef dýrkað vinnuna mína, þá eyðilagði þetta samtal allt, og núna hugsa ég ekki um annað hvað næstu 6helgar í röð + 3 vikur í sumar verða "skemmtilegar" í vinnunni.

 

Ég ætla hætta eftir sumarið ..... sem betur fer. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vááááá hvað þetta angrar mig! Langar að koma þarna og flugrota þessa konu! Er ekki hægt að klaga þetta í einhvern sem er yfir henni? Finnst þetta ekki réttlætanlegt, að það sé ekki eðlilegt að þú mætir ekki í vinnuna í nokkra daga eftir að það er nýbúið að leggja þig inn á spítala! Hva þarftu að deyja svo þú megir fá frí í vinnunni!?

Júlíana (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 21:37

2 Smámynd: Lena Ósk

Ætti í raun ekki að skipta máli hvort ég hefði verið lögð inn eða ekki. Ég hringdi inn veik, hringdi EKKI inn á föstudeginum sem þýðir að ég er ennþá veik. Gerði ekkert rangt .. að mínu mati.

Ég hef einu sinni áður hringt inn veik, og einu sinni farið úr vinnunni veik ... 

Lena Ósk, 21.5.2010 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband