Lífsstílsbreytingar

Ætla að viðurkenna að ég íhuga stundum hvort ég sé geðveik. Finnst stundum allir hvíslast, hlæja, benda á mig vegna þess að ég er feit! Hefur háð mér svo mikið seinasta 1,5árið að ég hef ekki mætt í afmæli, boð, innflutningspartý ... og sumt af þessu hjá fólki sem mér þykir ótrúlega vænt um. Ástæða: Finn ekki föt, ég er of feit (þann daginn), fólk á ekki að sjá mig borða og hræðsla við hvað aðrir hugsa!?

Er orðin svooooo þreytt á því, og kvíði þvílíkt að enda á að hætta við brúðkaup bestu vinkonu minnar eftir 1ár! Veit alveg að þrátt fyrir (mörg) aukakíló get ég alveg litið vel út - og ótrúlegt en satt finnst mér ég líta vel út svona inn á milli! Verst finnst mér að ég er föst í að "ef ég grennist - breytist allt". Áttaði mig svo á um daginn, þegar ég skoðaði myndir frá Berlín, að þá var hugsunin mín ekkert öðruvísi í dag þó ég hafi verið léttari (og ótrúlega fín, þrátt fyrir að vera ekki í kjörþyngd, þó ég segi sjálf frá!) 

Eeeeen. minni kg. fjöldi myndi ekki skaða sjálfsálitið á neinn hátt: 

Hef frá því ég man eftir mér verið megrun, lífsstílsbreytingu, átaki etc. og er að sjálfsögðu drulluþreytt á að hafa samviskubit yfir ÖLLU sem ég borða. Seinasta aðgerð var hóp ræktarprógram ... sem var æðislegt.

Byrjaði í desember, rétt fyrir jól! Var algjörlega tilbúin, nú átti allt að gerast (svipað og öll hin 300skiptin sem ég hef prufað eitthvað nýtt). Jólin komu og ég stóð mig bara nokkuð vel, án þess að sleppa öllu. Fór á æfingu 2x í viku og byrjaði svo á fullu í ræktinni í janúar. Í enda janúar hafði ég rifið af mér 4% fitu og var rosalega stolt og ætlaði að sjálfssögðu að standa mig svona vel í laangan tíma.
EN
Daginn eftir fékk ég mér súkkulaði og var þá búin að eyðileggja allt! - að mér fannst. Febrúar og hálfur mars fóru í át og nokkur auka kg en ég hélt áfram í prógramminu 2x í viku - en skráði mig úr ræktinni þar sem ég mætti ekkert ....
Restin af mars tók ég mig saman, og við "loka-prógrams dag" í gær vóg ég 400gr! minna en við fyrstu vigtun í desember. Result: Ég vissi upp á mig sökina og pretendaði "mér er alveg sama", alveg þar til ég kom heim og varð drullufúl út í sjálfa mig eins og alltaf!

Byrjaði á ákveðnum lyfjum í enda febrúar. Aukaverkanir eru æðislegar: Engin sykurþörf, og "mæthedsfornemmelsen" er til staðar (er annars ekki). Seinustu 3 vikurnar hef ég ekki fundið fyrir neinni sykurþörf, og því tilvalið að hætta að borða allt þetta óholla! En hvað gerði Lena!? Hélt í gamla vanann og borðaði súkkulaði (kaupi ekki annað nammi, elska súkkulaði!) ca 4-5x á viku!! 

Fór svo í tékk í gær, hvernig virka lyfin!? Æðislega, gera allt gott, og ég get ekki kvartað yfir aukaverkunum ... ef ég bara gæti hætt þessum leiðinlega vana mínum!! Og viti menn. Einum tíma seinna var ég tilbúin að takast á við áskorun frá læknanemanum sem ég talaði við. Ekkert súkkulaði nema páskaeggið mitt ( - ef ég LOFA að hafa ekkert samviskubit yfir því!) til næsta tékk (miðjan maí). 
Er semsagt á 2.degi núna, og er skemmtilega fúl og leiðinleg! Ekki einu sinni maðurinn minn nennir mér í dag, skil hann reyndarósköp vel; held ég myndi ekki nenna mér sjálf ef ég hefði val. 

En allavega. Vantar hugmyndir að einhverri íþrótt sem ég nenni!? 

Og þó ég hafi verið ótrúlega sæt og fín í dag (og í kvöld!), þá er ég bara pínulítið mikið þreytt á sjálfri mér inn á milli! 

Óver and át - ætla fá mér fínber! Og halda áfram með fínu "kaldhæðnisritgerðina" mína um lífsstílsbreytingar hjá fólki sem velur hjáveituaðgerð! 

Lena 

p.s.  gæti sko alveg pirrað mig meira á sjálfri mér! Á það bara ekki skilið í dag ;) 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband