Landafræði í Danmörku?

Í skólanum hjá eldri stráknum á heimilinu eru 2 "salir" þegar maður kemur inn þeim megin sem stofan hans er. Í þeim "sal" sem skólastofan hans er ekki er einn veggur þakinn myndum af Evrópu... greinilega skólaverkefni. Því það er allt "svart - hvítar" myndir. og svo er búið að lita eitt land með lit, og segja frá því landi - semsagt svoleiðis við hvert einasta land í Evrópu.

Í þessum "sal" eru skólastofurnar hjá krökkunum í 4-6 bekk ( að mig minnir ) sem segir mér að það sé sá hópur barna að læra þetta í landafræði kennslu.

 Og þar með hef ég komist að því að börn læra landafræði í skóla hérna í Danmörku ---- eða hvað ? 

 3 af hverjum 5 manneskjum sem ég hef talað við af netinu eða hitt frá netinu ( fólk frá dk ) hafa ekki grænan um hvar  Ísland liggur. Í raun kippi ég mér nú ekki mikið upp við það - eða þannig. Meina, þó það væri ekki kennt í landafræði þá neita ég að trúa að Ísland ( fagra Ísland ) komi barasta EKKERT fram í sögu Danmörku. Ég meina - ég veit að Færeyjar og Grænland eiga líka stað í sögunni. og það er nú ekkert svo langt síðan að Ísland var undir stjórn Danmerkur. 

En það allra besta var þegar ég hitti unga stelpu hérna um daginn   ( jahh - eða kannski var hún ekkert svo ung, aðeins eldri en ég ) og við stöndum fyrir framan landakort. Hún var búin að segja mér áður að hún hafi ekki hugmynd hvar Ísland er, þannig ég ákvað nú bara vera góð í mér og benda henni á það. Hún horfði lengi á kortið og sagði svo 

 "afhverju hélt ég alltaf að það væri tengt Finnlandi ?  Semsagt einhvers staðar hér" og benti á Tékkland !GetLost

 horfði svo á mig og spurði

"Eða er Finnland kannski ekki hér?"Halo

Ég brosti bara og sýndi henni hvar Finnland er Smile
Ég veit ekki alveg en ég er nú ekkert súper góð í landafræði, en að vita ekki hvar Norðurlöndin eru, þegar maður býr sjálfur í einu þeirra, finnst mér nú hálf skammarlegt.

Er þetta kannski bara eitthvað sem er að gerast á Íslandi líka? Það að folk veit ekki lengur hvar nágrannalönd sín liggja?

… já maður spyr sig.Woundering

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband