Í háskóla ég fer ...

Gerið það fyrir mig og komið með eitthver gáfuleg svör ! 

LOKSINS hef ég komið mér í það að fara í gegnum ÖLL nám sem eru í boði hérna í dk. Hérna er útkoman : Það sem ég gæti hugsanlega hugsað mér að fara í

 Lægemiddelvidenskap - hmm nú er ég ekki með íslenska orðið fyrir þetta, en þetta er lyfja eitthvað ... ( Veit hvað þetta er, bara ekki íslenska orðið =S ) 

geologi - jarðfræði
filosofi - heimsspeki
sociologi - félagsfræði
farmaceut - lyfjafræðingur
dansk - danska
engelsk - enska
sygeplejerske - hjúkrunarfræði
sprog - tungumál 

Eeeeen langar samt í raun og veru ekki að læra neitt af þessu :( þá veit ég nefnilega ekkert hvað ég á að vinna við í framtíðinni. 

Er að BILAST á að þurfa að velja mér nám. Mig langar í lækninn - en það er ALVEG út úr myndinni, þar sem ég er ekki séní með 9,3 í meðaleinkunn (á 13 skalanum ) sem væri þá eitthvað rétt undir 9 á íslenskum skala.

Getiði hjálpað mér og sagt mér kosti og galla við þessi fög ? og hvaða vinnumöguleika þetta hefur upp á að bjóða ?

Lena ~ sem þarf að ákveða eitthvað svona mikilvægt sem fyrst :'(  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En hvað með sálfræðina?

Júlíana (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 13:01

2 Smámynd: Lena Ósk

þarf mikið hærri einkunn til að komast inn í hana heldur en lækninn *grát * 

Lena Ósk, 24.10.2007 kl. 13:19

3 identicon

Hæhæ.. Ef þú ferð í heimspekinna geturu t.d. skrifað bækurorðið prófessor eða bara kennari... félagsfræðinn hefur fullt aðm bjóða.. vinnameð börnum þroskaheftum fólki almennt getur orðið ráðgjafi í skóla.... ef þú ætlar í hjúkrunarfræðinna sem vantar mj0g mikið í DK sérstaklega geturu unnið á spítölum, elliheimilum og frv.. lyfjafræðingur geta unnið í apóteki gefið ráðgjafir á elli heimilim og eitthvað svoleiðis jarðfræðingur hefur líka margt uppá að bjóða.. gætir hjálpað til við uppgrefti og svona sagt til hvað jörðin er gömul.. hjálpað með umhverfismál og svona en annars er ég ekki pottþétt á þessu.. persónulega mundi ég fara í félagsfræðinna.

Linda (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 13:59

4 Smámynd: Lena Ósk

já,ætla að sjá hvað aðrir segja líka :) þó að það sé náttúrulega alltaf "draumurinn" að vinna með börnum     

Lena Ósk, 24.10.2007 kl. 14:48

5 identicon

geologi - jarðfræði

nr 1. maður lærir ekki jarðfræði í danmörku :p en jarðfræðingar vinna við allskonar áhættugreiningar i umhverfinu t.d. hætta á eldgosum, áhrif virkjanna á umhverfið og blabla, rannsaka jarðlög t.d. hvort að það sé hægt að bora göng hér og þar og hvernig sé best að gera það.svo bara eins og þetta sem maður heyrir um í fréttum skoða jarðskjálfta og steina og svona skemmtilegt :)

filosofi - heimsspeki

Gagnast mjög víða í öllum störfum. Heimspeki er alltaf kostur og greinir þig frá öðrum í kannski sambærilegum störfum. Veit ekki hvað heimspekingar gera nema bara spá eitthvað í hinu og þessu en held að hún sé sterk sem aukagrein.

sociologi - félagsfræði

Sleppi þessu þar sem það er búið að útskýra þetta nokkuð vel :p

farmaceut - lyfjafræðingur

Vinna í apótekum :) við lyfja þróun og rannsóknir hjá actavis ;);)

dansk - danska

alveg gagnslaust :p

engelsk - enska

Vantar alltaf i öll fyrirtæki í stækkandi heimi fólk sem þekkir vel til ensku og er gott í henni til þess að stefna fyrirtækjanna er vel skiljanleg á ensku

sygeplejerske - hjúkrunarfræði

já, að minu mati mikilvægari en læknar þar sem þær i mörgum tilfellum sjúkdómsgreina fólk og gera meira en læknar. læknarnir mæta og spyrja þig að þvi sama og hjúkkan og samþykkja það sem hún sagði :p

sprog - tungumál

Sama ástæðan og með enskuna er þetta samt ekki meira svona sögulegt? saga tungumálanna? þeki þetta ekki nógu vel :9

Kalli (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 16:12

6 identicon

og já hvar er viðskiptafræðin? ;p

Kalli (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 16:37

7 Smámynd: Lena Ósk

haha .. þú ert ekki sá fyrsti sem spyrð um hana. Eeeen þeir sem þekkja mig vel ættu að vita að stærðfræði og ég fara EKKI saman, þannig hef ákveðið að láta mig ekki einu sinni detta til hugar að hugsa um að ég gæti farið í viðskiptafræði - svona fyrir utan það að hafa bara ekki áhuga =) 

 Takk samt fyrir fullt af skýringum =D ...     

Lena Ósk, 30.10.2007 kl. 22:38

8 identicon

Mér finnst að þú ættir að athuga með að læra félagsráðgjafann. Er það ekki hægt þarna úti?

Áslaug (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 00:33

9 Smámynd: Lena Ósk

Jú það er hægt - en er samt enn að reyna finna eitthvað sem ég gæti hugsanlega farið svo seinna í lækninn :)

Lena Ósk, 6.11.2007 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband