Kaloríufjöldi - gott að vita svona rétt fyrir jólin !
22.11.2007 | 09:41
Maturinn sem þú borðar þegar enginn sér til hefur engar kaloríur - úff, þá má eiginlega segja að ég borða bara 1 máltíð á dag sem "telur"
Þegar þú borðar með öðrum eru einungis kaloríur í matnum sem þú borðar umfram þau. - en þarna minnkaði samt alveg rosalega talan fyrir þessa einu máltíð - ekki eins og ég borði alltaf mikið mikið meira en allir aðrir :P
Matur sem er neytt af læknisfræðilegum ástæðum (t.d. jólaglögg, heitt súkkulaði, rauðvín o.s.frv.) inniheldur aldrei kaloríur - ok, ég borða nefnilega ekkert án læknisfræðilegra ástæðna, læknirinn minn myndi nú allavega segja eitthvað ef ég hætti að borða.
Því meira sem þú fitar þá sem þú umgengst daglega því grennri sýnist þú - kannski ég ætti að fara íhuga það að hætta að vera nísk og troða sælgæti og öðrum sætindum í vini og vandamenn ?
Matur (t.d. poppkorn, kartöfluflögur,hnetur, gos, súkkulaði og brjóstsykur) sem er borðaður í kvikmyndahúsi eða þegar horft er á myndband er kaloríulaus vegna þess að hann er hluti af skemmtuninni. - ég fer aldrei í "kvikmyndahús", þannig ekki eins og sá matur telji mikið :P
Kökusneiðar og smákökur innihalda ekki kaloríur þar sem þær molna úr þegar bitið er í þær. - JEEEESSSS ! þá get ég borðað þær af lyst það sem eftir er ..
Allt sem er sleikt af sleikjum, sleifum, og innan úr skálum eða sem ratar upp í þig á meðan þú eldar matinn inniheldur ekki kaloríur vegna þess að þetta er liður í matseldinni. - gott að vita, ef svoleiðis skildi gerast, en er nú samt ekki vön að sleikja eitthvað af einhverju.
Matur sem hefur samskonar lit hefur sama kaloríufjölda (t.d. tómatar = jarðaberjasulta, næpur = hvítt súkkulaði) - kaffi = Súkkulaði ... nú get ég borðað súkkulaði alla daga án þess að fá samviskubit !
Matur sem er frosinn inniheldur ekki kaloríur því kaloríur eru hitaeiningar - mmm ís ! =D
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.